Fótbolti

Valinn í lands­liðið út af nafni frekar en frammi­stöðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mjög svo óvænt valinn í landsliðið.
Mjög svo óvænt valinn í landsliðið. Ricardo Moreira/Getty Images

Það getur verið flókið verk að velja leikmenn í landsliðsverkefni. Oftar en ekki þarf að skilja leikmenn eftir sem hafa staðið sig með prýði undanfarið en stundum eru mannleg mistök sem leiða til þess að leikmenn eru ekki valdir.

Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Englandi og Spáni í vináttulandsleikjum síðar í þessum mánuði. Þó að um vináttuleiki sé að ræða eru fjöldinn allur af gríðarlega sterkum leikmönnum í hópnum.

Þar má til að mynda nefna Ederson, Marquinhos, Casemiro, Rodrygo og Vinícius Júnior sem dæmi. Þá eru nokkur minni nöfn í hópnum en þar sker eitt nafn sig úr. Það er varnarmaðurinn hinn 26 ára gamli Murilo sem leikur með Palmeiras í heimalandinu.

Ástæðan fyrir að Murilo sker sig hvað mest úr er einfaldlega sú að hann átti ekki yfir höfuð að vera í hópnum. Brasilískir fjölmiðlar hafa nú greint frá því að hinn 21 árs gamli Murillo, varnarmaður Nottingham Forest, hafi átt að vera í hópnum en um stafsetningarvillu hafi verið að ræða og rangur maður kallaður inn.

Hvorki Murilo né Murillo hafa leikið fyrir A-landslið Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×