Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjósendur Bashars kusu Heru Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 00:27 Bashar Murad og Hera Björk börðust um sigurinn í keppninni. Hera hafði betur en nú hefur komið í ljós að einhverjir kjósendur Bashar virðast hafa greitt Heru atkvæði vegna galla í kosningaappinu RÚV stjörnur. Vísir/Hulda Margrét Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins. Vísir fékk umrætt myndband í hendurnar en það má sjá hér fyrir neðan. Í myndbandinu ætlar viðkomandi kjósandi að kjósa Bashar Murad í appinu Rúv Stjörnur og ýtir á símanúmer hans sem er 990-9904. Við það sendist sms með textanum „9909904“ áfram en þau skilaboð rata ekki á símanúmerið 990-9904 heldur á símanúmerið 990-9902 sem er númer Heru Bjarkar. Inni á Facebook-síðunni „Júróvisjón 2024“ sem er síða fyrir áhugafólk um keppnina kannast fleiri við þetta vandamál. Þar skrifar Iðunn Getz Jóhannsdottir færslu um málið og segir „Eruði að lenda í því að þegar þið eruð að kjósa í appinu og velja SMS til 990-9904 þá kemur ósjálfrátt númerið hjá 990-9902?“ og spyr síðan hvort einhver í hópnum hafi skýringar á þessu. Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppni RÚV. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ segir Rúnar í skriflegu svari til fréttastofu og kannast við málið. Rúnar Freyr Gíslason hefur verið fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins á Eurovision undanfarin ár.Vísir „Við erum núna að skoða með framleiðendum appsins hvort mistök geti hafa átt sér stað og eigum von á niðurstöðum úr þeirri skoðun fljótlega,“ segir Rúnar. „En til að taka af allan vafa viljum taka fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem þessir tveir keppendur fengu, var ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. Semsagt, þó öll sms atkvæði sem sigurlagið fékk hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti, þá hefði það engu breytt um lokaniðurstöðuna. Fulltrúar Vodafone, sem voru á staðnum alla keppnina og sáu um talningu sms og innhringi-atkvæða fyrir RÚV, staðfesta þetta.“ Hann segir að allar upplýsingar um úrslit kosninganna verði gerðar opinberar við fyrsta tækifæri, eins og RÚV hafi ávallt gert. Upplýsingarnar voru gerðar opinberar á mánudagsmorgninum eftir Söngvakeppnina í fyrra. Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísland fer niður um sæti í veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2. mars 2024 23:29 Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Vísir fékk umrætt myndband í hendurnar en það má sjá hér fyrir neðan. Í myndbandinu ætlar viðkomandi kjósandi að kjósa Bashar Murad í appinu Rúv Stjörnur og ýtir á símanúmer hans sem er 990-9904. Við það sendist sms með textanum „9909904“ áfram en þau skilaboð rata ekki á símanúmerið 990-9904 heldur á símanúmerið 990-9902 sem er númer Heru Bjarkar. Inni á Facebook-síðunni „Júróvisjón 2024“ sem er síða fyrir áhugafólk um keppnina kannast fleiri við þetta vandamál. Þar skrifar Iðunn Getz Jóhannsdottir færslu um málið og segir „Eruði að lenda í því að þegar þið eruð að kjósa í appinu og velja SMS til 990-9904 þá kemur ósjálfrátt númerið hjá 990-9902?“ og spyr síðan hvort einhver í hópnum hafi skýringar á þessu. Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppni RÚV. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ segir Rúnar í skriflegu svari til fréttastofu og kannast við málið. Rúnar Freyr Gíslason hefur verið fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins á Eurovision undanfarin ár.Vísir „Við erum núna að skoða með framleiðendum appsins hvort mistök geti hafa átt sér stað og eigum von á niðurstöðum úr þeirri skoðun fljótlega,“ segir Rúnar. „En til að taka af allan vafa viljum taka fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem þessir tveir keppendur fengu, var ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. Semsagt, þó öll sms atkvæði sem sigurlagið fékk hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti, þá hefði það engu breytt um lokaniðurstöðuna. Fulltrúar Vodafone, sem voru á staðnum alla keppnina og sáu um talningu sms og innhringi-atkvæða fyrir RÚV, staðfesta þetta.“ Hann segir að allar upplýsingar um úrslit kosninganna verði gerðar opinberar við fyrsta tækifæri, eins og RÚV hafi ávallt gert. Upplýsingarnar voru gerðar opinberar á mánudagsmorgninum eftir Söngvakeppnina í fyrra.
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísland fer niður um sæti í veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2. mars 2024 23:29 Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Ísland fer niður um sæti í veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2. mars 2024 23:29
Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48