Dómsmálaráðherra reiknar með málþófi á Alþingi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2024 14:30 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fjallaði meðal annars um útlendingamál á fundinum í Rangárhöllinni á Hellu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á síðustu tveimur árum hafa íslensk stjórnvöld fengið níu þúsund umsóknir frá flóttafólki um vernd hér á landi en það eru mun fleiri umsóknir en hin löndin á Norðurlöndunum hafa fengið á sama tíma. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í fundarherferð á Suðurlandi síðustu daga eins og aðrir flokkar í kjördæmaviku alþingismanna um all land. Einn af fundnum var haldin í Rangárhöllinni á Hellu þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu útlendingamála. Guðrún sagðist vera mjög stolt og ánægð með að ríkisstjórnin væri búin að samþykkja heildarnálgun í málefnum flóttafólks, innflytjenda og hælisleitenda hér á landi en hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á morgun, mánudag. „Og þá munum við líka sjá hvað stjórnarandstaðan ætlar að gera, hvort að þau ætli að fara í málþóf, sem ég tel einboðið að einhverjir reyna að gera,” segir Guðrún á fundinum og hélt áfram. „Á síðustu tveimur árum höfum við fengið hér umsóknir um vernd, sem eru níu þúsund talsins en það eru jafn margir og allir íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Það sem er merkilegt er það að við erum að fá gríðarlegar miklar umsóknir og við erum jafnvel að fá fleiri umsóknir heldur en á Norðurlöndunum og það segir okkur það að það er eitthvað óeðlilegt hér í okkar kerfi. Við erum með eitthvað frábrugðið, við erum með öðruvísi lagaumhverfi heldur en nágrannalöndin, sem við viljum bera okkur saman við,” sagði Guðrún. Ráðherra var spurður heilmikið um stöðu útlendingamála á fundinum og var þeim öllum svarað fljótt og vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kostnaðurinn við málaflokkinn, hann hleypur á milljörðum. „Kostnaðurinn er að lágmarki komin upp í 20 milljarða, að lágmarki og það sem er sorglegt við það að við erum í raun að brenna helminginn af þeim peningum því samþykktarhlutfall um vernd hér á landi, að svona helmingur þeirra sem sækir um, hann fær vernd, helmingurinn fær synjun, nema að það hefur tekið okkur næstum tvö ár að synja þessu fólki. Og á meðan er fólk hér í framfærslu, fær húsnæði og er í fullri framfærslu og nýtur heilbrigðisþjónustu hér á landi,” sagði dómsmálaráðherra á fundinum á Hellu í vikunni. Rangárþing eystra Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í fundarherferð á Suðurlandi síðustu daga eins og aðrir flokkar í kjördæmaviku alþingismanna um all land. Einn af fundnum var haldin í Rangárhöllinni á Hellu þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu útlendingamála. Guðrún sagðist vera mjög stolt og ánægð með að ríkisstjórnin væri búin að samþykkja heildarnálgun í málefnum flóttafólks, innflytjenda og hælisleitenda hér á landi en hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á morgun, mánudag. „Og þá munum við líka sjá hvað stjórnarandstaðan ætlar að gera, hvort að þau ætli að fara í málþóf, sem ég tel einboðið að einhverjir reyna að gera,” segir Guðrún á fundinum og hélt áfram. „Á síðustu tveimur árum höfum við fengið hér umsóknir um vernd, sem eru níu þúsund talsins en það eru jafn margir og allir íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Það sem er merkilegt er það að við erum að fá gríðarlegar miklar umsóknir og við erum jafnvel að fá fleiri umsóknir heldur en á Norðurlöndunum og það segir okkur það að það er eitthvað óeðlilegt hér í okkar kerfi. Við erum með eitthvað frábrugðið, við erum með öðruvísi lagaumhverfi heldur en nágrannalöndin, sem við viljum bera okkur saman við,” sagði Guðrún. Ráðherra var spurður heilmikið um stöðu útlendingamála á fundinum og var þeim öllum svarað fljótt og vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kostnaðurinn við málaflokkinn, hann hleypur á milljörðum. „Kostnaðurinn er að lágmarki komin upp í 20 milljarða, að lágmarki og það sem er sorglegt við það að við erum í raun að brenna helminginn af þeim peningum því samþykktarhlutfall um vernd hér á landi, að svona helmingur þeirra sem sækir um, hann fær vernd, helmingurinn fær synjun, nema að það hefur tekið okkur næstum tvö ár að synja þessu fólki. Og á meðan er fólk hér í framfærslu, fær húsnæði og er í fullri framfærslu og nýtur heilbrigðisþjónustu hér á landi,” sagði dómsmálaráðherra á fundinum á Hellu í vikunni.
Rangárþing eystra Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira