Hvatning frá Reykjalundi: Nálgumst offitu með faglegum hætti Árdís Björk Ármannsdóttir og Pétur Magnússon skrifa 4. mars 2024 09:00 Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan. Á þessu sama tímabili hefur viðhorf til offitu breyst mikið. Þar vegur þyngst að offita er nú viðurkenndur efnaskiptasjúkdómur og þekking á honum ásamt meðferðarúrræðum hefur tekið miklum framförum. Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu og fordómar fara minnkandi, þó þar sé enn nokkuð í land. En samt sem áður er þessi aukning á algengi offitu uggvænleg þróun fyrir samfélagið og nauðsynlegt er að gera betur, ekki síst varðandi forvarnir og meðferð. Þar spilar heilbrigðisstarfsfólk stórt hlutverk. Nálgast þarf þennan sjúkdóm af virðingu og fagmennsku, líkt og í tilfelli annarra sjúkdóma. Einföld skilaboð um að hreyfa sig meira og borða minna virka einfaldlega ekki í þessum tilfellum. Reykjalundur sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla. Sérstakt meðferðarteymi sem sinnir offitu hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Meðferðarteymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar og í teyminu situr hópur sérmenntaðs heilbrigðisstarfsfólks með ólíkan bakgrunn. Þetta eru læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við þarfir hverju sinni og í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar. Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur. Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs. Um 170 manns njóta þjónustunnar árlega en því miður er biðlistinn þreföld þessi tala og fer stækkandi. Sérfræðingar Reykjalundar í meðferð offitu hafa undanfarið kallað á almenna vitundarvakningu í samfélaginu, ekki síst meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í tilefni alþjóðadagsins hefur Reykjalundur boðið til fræðsluráðstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dag undir nafninu „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi.“ Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra frá ýmsum starfsstéttum heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum offitu. Markmiðið er að vinna að bættri meðferð einstaklinga með offituen fjallað verður um þær miklu framfarir sem hafa orðið í þekkingu á offitusjúkdómi og þróun í meðferðarúrræðum. Áhuginn er mikill sem er ánægjuefni og vonumst við á Reykalundi eftir að ráðstefnan verði ekki einstakur viðburður heldur upphaf að frekari og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks í málaflokknum. Meðferð offitu er mikilvægt samfélagslegt verkefni að þarf að vinna og við heilbrigðisstarfsfólk gegnum þar lykilhlutverki. Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan. Á þessu sama tímabili hefur viðhorf til offitu breyst mikið. Þar vegur þyngst að offita er nú viðurkenndur efnaskiptasjúkdómur og þekking á honum ásamt meðferðarúrræðum hefur tekið miklum framförum. Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu og fordómar fara minnkandi, þó þar sé enn nokkuð í land. En samt sem áður er þessi aukning á algengi offitu uggvænleg þróun fyrir samfélagið og nauðsynlegt er að gera betur, ekki síst varðandi forvarnir og meðferð. Þar spilar heilbrigðisstarfsfólk stórt hlutverk. Nálgast þarf þennan sjúkdóm af virðingu og fagmennsku, líkt og í tilfelli annarra sjúkdóma. Einföld skilaboð um að hreyfa sig meira og borða minna virka einfaldlega ekki í þessum tilfellum. Reykjalundur sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla. Sérstakt meðferðarteymi sem sinnir offitu hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Meðferðarteymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar og í teyminu situr hópur sérmenntaðs heilbrigðisstarfsfólks með ólíkan bakgrunn. Þetta eru læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við þarfir hverju sinni og í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar. Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur. Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs. Um 170 manns njóta þjónustunnar árlega en því miður er biðlistinn þreföld þessi tala og fer stækkandi. Sérfræðingar Reykjalundar í meðferð offitu hafa undanfarið kallað á almenna vitundarvakningu í samfélaginu, ekki síst meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í tilefni alþjóðadagsins hefur Reykjalundur boðið til fræðsluráðstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dag undir nafninu „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi.“ Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra frá ýmsum starfsstéttum heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum offitu. Markmiðið er að vinna að bættri meðferð einstaklinga með offituen fjallað verður um þær miklu framfarir sem hafa orðið í þekkingu á offitusjúkdómi og þróun í meðferðarúrræðum. Áhuginn er mikill sem er ánægjuefni og vonumst við á Reykalundi eftir að ráðstefnan verði ekki einstakur viðburður heldur upphaf að frekari og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks í málaflokknum. Meðferð offitu er mikilvægt samfélagslegt verkefni að þarf að vinna og við heilbrigðisstarfsfólk gegnum þar lykilhlutverki. Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun