Tilkynningar um kynferðisbrot ekki færri síðan 2017 Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2024 08:57 Ný skýrsla embættis ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrir árið 2023 hefur verið birt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um 521 kynferðisbrot til lögreglunnar á síðasta ári og voru tilkynningar 15 prósent færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Þar kemur fram að á árinu 2018 hafi brotin verið 570 og fjölgaði þeim þannig um 18 prósent frá árinu á undan og voru yfir 600 mál árin 2019, 2021 og 2022 en fjöldi mála hjá lögreglu hafi almennt verið lægri fyrir þann tíma. Í tilkynningu kemur fram að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrotið hafi átt sér stað og hvenær það hafi verið tilkynnt til lögreglu þar sem í hluta mála líði langur tími frá því að brot eigi sé stað og þar til það sé tilkynnt til lögreglu. „Í fyrra var þannig tilkynnt um 184 nauðganir til lögreglu og þar af 121 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 13% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Rúmlega 10 ára aldursmunur á brotaþolum og grunuðum Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi. Þannig eru konur 84% brotaþola og 95% grunaðra eru karlar í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur er milli brotaþola og grunaðra. Um 45% brotaþola eru undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 13% grunaðra eru undir 18 ára. Alls var tilkynnt um 102 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála 20% færri. Tilkynningum um barnaníð voru 38, sem er 21% fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Árið 2023 var gerandinn óþekktur í 14% brotanna. Þegar greint var nánar í hvers konar kynferðisbrotum ekki var hægt að gera grein fyrir geranda mátti sjá að það var algengast í nauðgunum, eða í 20 nauðgunum sem tilkynntar voru lögreglu á árinu 2023. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 er að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 þar sem spurt er út í eigin reynslu árið 2022 kom fram að 1,9% svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 10,3% þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Ætíð er hægt að tilkynna brot með því að hafa samband við 112. Sjá einnig leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu á ofbeldisgátt 112.is,“ segir í tilkynningunni. Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Þar kemur fram að á árinu 2018 hafi brotin verið 570 og fjölgaði þeim þannig um 18 prósent frá árinu á undan og voru yfir 600 mál árin 2019, 2021 og 2022 en fjöldi mála hjá lögreglu hafi almennt verið lægri fyrir þann tíma. Í tilkynningu kemur fram að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrotið hafi átt sér stað og hvenær það hafi verið tilkynnt til lögreglu þar sem í hluta mála líði langur tími frá því að brot eigi sé stað og þar til það sé tilkynnt til lögreglu. „Í fyrra var þannig tilkynnt um 184 nauðganir til lögreglu og þar af 121 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 13% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Rúmlega 10 ára aldursmunur á brotaþolum og grunuðum Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi. Þannig eru konur 84% brotaþola og 95% grunaðra eru karlar í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur er milli brotaþola og grunaðra. Um 45% brotaþola eru undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 13% grunaðra eru undir 18 ára. Alls var tilkynnt um 102 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála 20% færri. Tilkynningum um barnaníð voru 38, sem er 21% fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Árið 2023 var gerandinn óþekktur í 14% brotanna. Þegar greint var nánar í hvers konar kynferðisbrotum ekki var hægt að gera grein fyrir geranda mátti sjá að það var algengast í nauðgunum, eða í 20 nauðgunum sem tilkynntar voru lögreglu á árinu 2023. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 er að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 þar sem spurt er út í eigin reynslu árið 2022 kom fram að 1,9% svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 10,3% þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Ætíð er hægt að tilkynna brot með því að hafa samband við 112. Sjá einnig leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu á ofbeldisgátt 112.is,“ segir í tilkynningunni.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira