Sundlaugin fyllist á ný og bæjarbúar fagna Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2024 13:15 Íbúar á Þingeyri þurfa að bíða í einhverja daga enn áður en þeir stinga sér til sunds. Einhverja daga tekur að fylla laugina og ná réttu hitastigi. Ragnheiður Halla Byrjað er hleypa vatni ofan í sundlaugina á Þingeyri á ný þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Nýr dúkur hefur verið lagður þar sem sá eldri lak og segir starfsmaður sundlaugarinnar að bæjarbúar fagni innilega. „Þetta er mikill gleðidagur. Sundlaugin er eins og félagsmiðstöð hérna í bænum. Heitu pottarnir og sánan hafa verið opin og hefur eldra fólkið komið á morgnana og aðrir eftir vinnu. En börnin hafa ekki komist í laugina síðan 16. október þegar lauginni var lokað,“ segir Ragnheiður Halla Ingadóttir, starfsmaður sundlaugarinnar, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður Halla Fréttir bárust af því í haust loka hafi þurft lauginni eftir að grunur kviknaði um leka. Kom í ljós að dúkurinn væri ónýtur enda kominn til ára sinna. Könnun leiddi þá í ljós að vatnsyfirborðið lækkaði um 25 sentimetra á einum sólarhring. Tekur einhverja daga að fylla laugina Ragnheiður Halla segir að einhverja daga komi til með að taka að fylla laugina og sömuleiðis að ná réttu hitastigi. „En þetta lítur svakalega vel út og við erum öll mjög spennt að komast aftur ofan í laugina okkar.“ Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins eða árið 1996 og því orðinn 28 ára gamall. Almennt hefur verið talað um að endingartími sé um tuttugu ár. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar væru um tólf milljónir króna. Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Sundlaugar Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49 Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
„Þetta er mikill gleðidagur. Sundlaugin er eins og félagsmiðstöð hérna í bænum. Heitu pottarnir og sánan hafa verið opin og hefur eldra fólkið komið á morgnana og aðrir eftir vinnu. En börnin hafa ekki komist í laugina síðan 16. október þegar lauginni var lokað,“ segir Ragnheiður Halla Ingadóttir, starfsmaður sundlaugarinnar, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður Halla Fréttir bárust af því í haust loka hafi þurft lauginni eftir að grunur kviknaði um leka. Kom í ljós að dúkurinn væri ónýtur enda kominn til ára sinna. Könnun leiddi þá í ljós að vatnsyfirborðið lækkaði um 25 sentimetra á einum sólarhring. Tekur einhverja daga að fylla laugina Ragnheiður Halla segir að einhverja daga komi til með að taka að fylla laugina og sömuleiðis að ná réttu hitastigi. „En þetta lítur svakalega vel út og við erum öll mjög spennt að komast aftur ofan í laugina okkar.“ Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins eða árið 1996 og því orðinn 28 ára gamall. Almennt hefur verið talað um að endingartími sé um tuttugu ár. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar væru um tólf milljónir króna. Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla
Sundlaugar Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49 Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49
Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46