Ein sú besta í heimi segist vera saklaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2024 06:30 Sam Kerr hefur lengi verið einn allra besti framherji kvennafótboltans. EPA-EFE/NEIL HALL Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr lýsti sig saklausa af ákæru saksóknara um að hafa áreitt lögregluþjón í London á síðasta ári en hún kom fyrir dómara í London í gær. Réttarhald yfir henni fer ekki fram fyrr en á næsta ári. Kerr, sem spilar fyrir Chelsea og ástralska landsliðið, lenti upp á kant við lögregluþjón í Twickenham í suðurhluta London þann 30. janúar á síðasta ári. Samkvæmt fréttum á þeim tíma þá kom lögreglumaðurinn á svæðið vegna ósættis með leigubílagjald. Mál Kerr var tekið fyrir í gær í Kingston upon Thames réttarsalnum. Kerr er ákærð fyrir að hafa meðal annars sýnt kynþáttafordóma gagnvart lögreglumanninum. Sam Kerr is set to face trial after being charged with racially aggravated harassment of a police officer.The Chelsea striker pleaded not guilty to the offence at a court hearing on Monday, the Crown Prosecution Service said. pic.twitter.com/kChxLagpzZ— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Kerr mætti ekki í dómsalinn en tók þátt í áheyrninni í gegnum fjarfundarbúnað. „Ég skil sem svo að vörn hennar sé sú að hún hafi ekki ætlað sér að valda lögreglumanninum óþægindum, hegðun hennar sé ekki tilefni til ákæru og að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ sagði Judith Elaine Coello dómari við lögfræðing Kerr í áheyrninni. Knattspyrnusamband Ástralíu sagðist ekki hafa vitað af málinu og Chelsea hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingu vegna þess. Réttarhaldið mun ekki fara fram fyrr í febrúar á næsta ári. Tveir lögreglumenn munu þá gefa sinni vitnisburð á því sem gekk á þetta kvöld. Kerr mun þá vera farin að spila fótbolta á ný en hún er nú frá eftir að hafa slitið krossband í æfingarbúðum í Marokkó í janúar. Kerr er ein þekktasta íþróttakona Ástrala og markahæsta landsliðskona Ástralíu með 69 mörk í 128 landsleikjum. Hún hefur skorað 58 fyrir Chelsea síðan hún kom til félagsins árið 2020 og unnið marga titla með félaginu. Áður lék hún í Bandaríkjunum og í Ástralíu við góðan orðstír. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EaPVVezETP4">watch on YouTube</a> Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Kerr, sem spilar fyrir Chelsea og ástralska landsliðið, lenti upp á kant við lögregluþjón í Twickenham í suðurhluta London þann 30. janúar á síðasta ári. Samkvæmt fréttum á þeim tíma þá kom lögreglumaðurinn á svæðið vegna ósættis með leigubílagjald. Mál Kerr var tekið fyrir í gær í Kingston upon Thames réttarsalnum. Kerr er ákærð fyrir að hafa meðal annars sýnt kynþáttafordóma gagnvart lögreglumanninum. Sam Kerr is set to face trial after being charged with racially aggravated harassment of a police officer.The Chelsea striker pleaded not guilty to the offence at a court hearing on Monday, the Crown Prosecution Service said. pic.twitter.com/kChxLagpzZ— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Kerr mætti ekki í dómsalinn en tók þátt í áheyrninni í gegnum fjarfundarbúnað. „Ég skil sem svo að vörn hennar sé sú að hún hafi ekki ætlað sér að valda lögreglumanninum óþægindum, hegðun hennar sé ekki tilefni til ákæru og að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ sagði Judith Elaine Coello dómari við lögfræðing Kerr í áheyrninni. Knattspyrnusamband Ástralíu sagðist ekki hafa vitað af málinu og Chelsea hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingu vegna þess. Réttarhaldið mun ekki fara fram fyrr í febrúar á næsta ári. Tveir lögreglumenn munu þá gefa sinni vitnisburð á því sem gekk á þetta kvöld. Kerr mun þá vera farin að spila fótbolta á ný en hún er nú frá eftir að hafa slitið krossband í æfingarbúðum í Marokkó í janúar. Kerr er ein þekktasta íþróttakona Ástrala og markahæsta landsliðskona Ástralíu með 69 mörk í 128 landsleikjum. Hún hefur skorað 58 fyrir Chelsea síðan hún kom til félagsins árið 2020 og unnið marga titla með félaginu. Áður lék hún í Bandaríkjunum og í Ástralíu við góðan orðstír. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EaPVVezETP4">watch on YouTube</a>
Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira