Bezos tekur aftur fram úr Musk Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 11:53 Jeff Bezos og Elon Musk hafa skipst á því að vera auðugasti maður heims á undanförnum árum. EPA Jeff Bezos er aftur orðinn auðugasti maður heimsins. Hann hefur tekið aftur fram úr auðjöfrinum Elon Musk, sem náði efsta sæti á lista Bloomberg af Bezos haustið 2021. Virði Musks hefur dregist töluvert saman á undanförnum mánuðum. Samkvæmt Bloomberg Billionaires Index er Bezos metinn á tvö hundruð milljarða dala og Musk á 198 milljarða. Það samsvarar 27,4 billjónum króna annars vegar og 27,1 billjón hins vegar. Á lista Bloomberg kemur fram að á undanförnu ári hafi auður Bezos aukist um 23,4 milljarða dala. Musk er hins vegar sagður hafa tapað 31,3 milljörðum. Bernard Arnault situr í þriðja sæti en hann er metinn á 197 milljarða dala. Bezos og Musk hafa skipst á sætum undanfarin ár en samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Bezos verið að selja töluvert magn af hlutabréfum í Amazon, fyrirtækinu sem gerði hann ríkan. Hann er sagður hafa selt hlutabréf fyrir meira en 8,5 milljarða dala á undanförnum vikum. Samdrátt á virði Musks má að miklu leyti rekja til þess að virði bílafyrirtækisins Tesla hefur dregist saman um 24 prósent á undanförnu ári. Þá tapaði hann miklum auði þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá Tesla, í formi kaupréttar árið 2018. Amazon Tesla Bandaríkin Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samkvæmt Bloomberg Billionaires Index er Bezos metinn á tvö hundruð milljarða dala og Musk á 198 milljarða. Það samsvarar 27,4 billjónum króna annars vegar og 27,1 billjón hins vegar. Á lista Bloomberg kemur fram að á undanförnu ári hafi auður Bezos aukist um 23,4 milljarða dala. Musk er hins vegar sagður hafa tapað 31,3 milljörðum. Bernard Arnault situr í þriðja sæti en hann er metinn á 197 milljarða dala. Bezos og Musk hafa skipst á sætum undanfarin ár en samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Bezos verið að selja töluvert magn af hlutabréfum í Amazon, fyrirtækinu sem gerði hann ríkan. Hann er sagður hafa selt hlutabréf fyrir meira en 8,5 milljarða dala á undanförnum vikum. Samdrátt á virði Musks má að miklu leyti rekja til þess að virði bílafyrirtækisins Tesla hefur dregist saman um 24 prósent á undanförnu ári. Þá tapaði hann miklum auði þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá Tesla, í formi kaupréttar árið 2018.
Amazon Tesla Bandaríkin Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira