Á allt öðrum stað en hin liðin Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 10:01 Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir liðið á fínum stað, þó öðrum en venjulega er á þessum tímapunkti. Vísir/Einar Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segist nokkuð ánægður með stöðuna á leikmannahópi liðsins nú þegar mánuður er í fyrsta leik í Bestu deild karla. Blikar hafa þá þurft að aðlagast heldur óvenjulegu undirbúningstímabili. Breiðablik tilkynnti kaup á norska framherjanum Benjamin Stokke um helgina en Halldór segir ólíklegt að það bætist mikið meira við hópinn. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er þá líklega á leið til Blika en hann hefur æft með félaginu að undanförnu. „Hópurinn er held ég að verða endanlegur. Mögulega einn leikmaður til viðbótar, við sjáum til með það. Annars er hópurinn að verða fullmótaður. Við höfum fengið góðar styrkingar og svo er Patrik að koma mjög sterkur til baka eftir meiðsli. Hann missti af nánast öllu síðasta tímabili. Hópurinn lítur bara nokkuð vel út,“ segir Halldór. Styttu lengsta undirbúningstímabilið Breiðablik átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem það var fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í riðlakeppni í Evrópu. Liðið lauk keppni í Sambandsdeildinni um miðjan desember en ekkert félag hefur spilað eins langa leiktíð og Blikar gerðu í fyrra. Þetta setur hefðbundið undirbúningstímabil úr skorðum en Blikar tóku vegna þessa frí seinna en önnur lið og hófu undirbúninginn síðar, eðli málsins samkvæmt. Halldór segir liðið takast vel á við þessa áskorun og allt sé á réttri leið fyrir komandi leiktíð. „Mér finnst við standa mjög vel. Við erum á þeim stað sem við erum vanir að vera á í byrjun janúar varðandi æfingaálag, við erum að æfa mjög þungt og mjög mikið. En menn þurfa að vera þreyttir til að undirbúa sig og komast í betra form,“ segir Halldór sem segir liðið á allt öðrum stað á þessum tímapunkti en venjulega er. Klippa: Á allt öðrum stað en hin liðin „Við þurfum að átta okkur á því þegar við berum okkur saman við önnur lið að venjulega á þessum tímapunkti erum við búnir að æfa í tvo og hálfan mánuð, búnir að fara í æfingaferð, taka þátt í nokkrum mótum og spila tíu til tólf æfingaleiki en við vorum bara að leika okkar fjórða leik,“ „Við þurfum að átta okkur á því að við erum aðeins á öðrum stað. Það er mánuður í mót og nægur tími. Mér líður vel með þetta og þetta lítur virkilega vel út.“ Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla fer af stað eftir sléttan mánuð er Víkingur og Stjarnan eigast við þann 6. apríl. Fyrsti leikur Breiðabliks er við FH í Kópavogi þann 8. apríl. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Breiðablik tilkynnti kaup á norska framherjanum Benjamin Stokke um helgina en Halldór segir ólíklegt að það bætist mikið meira við hópinn. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er þá líklega á leið til Blika en hann hefur æft með félaginu að undanförnu. „Hópurinn er held ég að verða endanlegur. Mögulega einn leikmaður til viðbótar, við sjáum til með það. Annars er hópurinn að verða fullmótaður. Við höfum fengið góðar styrkingar og svo er Patrik að koma mjög sterkur til baka eftir meiðsli. Hann missti af nánast öllu síðasta tímabili. Hópurinn lítur bara nokkuð vel út,“ segir Halldór. Styttu lengsta undirbúningstímabilið Breiðablik átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem það var fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í riðlakeppni í Evrópu. Liðið lauk keppni í Sambandsdeildinni um miðjan desember en ekkert félag hefur spilað eins langa leiktíð og Blikar gerðu í fyrra. Þetta setur hefðbundið undirbúningstímabil úr skorðum en Blikar tóku vegna þessa frí seinna en önnur lið og hófu undirbúninginn síðar, eðli málsins samkvæmt. Halldór segir liðið takast vel á við þessa áskorun og allt sé á réttri leið fyrir komandi leiktíð. „Mér finnst við standa mjög vel. Við erum á þeim stað sem við erum vanir að vera á í byrjun janúar varðandi æfingaálag, við erum að æfa mjög þungt og mjög mikið. En menn þurfa að vera þreyttir til að undirbúa sig og komast í betra form,“ segir Halldór sem segir liðið á allt öðrum stað á þessum tímapunkti en venjulega er. Klippa: Á allt öðrum stað en hin liðin „Við þurfum að átta okkur á því þegar við berum okkur saman við önnur lið að venjulega á þessum tímapunkti erum við búnir að æfa í tvo og hálfan mánuð, búnir að fara í æfingaferð, taka þátt í nokkrum mótum og spila tíu til tólf æfingaleiki en við vorum bara að leika okkar fjórða leik,“ „Við þurfum að átta okkur á því að við erum aðeins á öðrum stað. Það er mánuður í mót og nægur tími. Mér líður vel með þetta og þetta lítur virkilega vel út.“ Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla fer af stað eftir sléttan mánuð er Víkingur og Stjarnan eigast við þann 6. apríl. Fyrsti leikur Breiðabliks er við FH í Kópavogi þann 8. apríl.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira