Kane réttur maður á réttum stað og Bayern flaug áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2024 19:31 Kane við það að brjóta ísinn í kvöld. EPA-EFE/RONALD WITTEK Bayern München var með bakið upp við vegg þegar Lazio kom í heimsókn á Allianz-leikvanginn í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lazio vann fyrri leikinn 1-0 og miðað við skelfilegt gengi Bayern til þessa á leiktíðinni var ekki sjálfgefið að liðið myndi ná að snúa því við. Harry Kane, og aðrir leikmenn Bayern, sýndu hins vegar hvað í sér býr í kvöld. Leikurinn var frekar lokaður framan af en þegar vel var liðið á fyrri hálfleik fékk Ciro Immobile algjört dauðafæri til að koma gestunum yfir – hvort hann var rangstæður kom ekki fram – en skalli Ítalans fór framhjá markinu. Örskömmu síðar refsaði Harry Kane þegar hann jafnaði metin með skoti af stuttu færi sem Ivan Provedel réð ekki við í marki Lazio. Boltinn barst til Kane eftir að Thomas Müller hafði náð að skalla boltann fyrir markið er hann var við það að fara aftur fyrir endamörk. Raphaël Guerreiro átti misheppnað skot en boltinn barst til Kane sem gat ekki annað en skorað og jafnað metin í einvíginu þegar 39 mínútur voru liðnar. Annað sjónarhorn af fyrsta marki Bayern í kvöld.PA-EFE/ANNA SZILAGYI Strax mínútu síðar fékk Jamal Musiala boltann inn á teig gestanna en skot hans ekki á markið. Ekki mátti miklu muna og heimamenn komnir með öll tök á einvíginu. Müller sneri taflinu svo endanlega við þegar hann stýrði þrumuskoti Matthijs de Ligt í netið. Boltinn varst til hollenska miðvarðarins utarlega í vítateignum eftir að hornspyrna Guerreiro var skölluð frá. De Ligt þrumaði boltanum í fyrsta, á lofti, í átt að marki. Þaðan fór hann í höfuðið á Müller sem gerði frábærlega í að stýra honum í netið. Raumdeuter. #UCL pic.twitter.com/cLBScq7noN— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 5, 2024 Komið var fram yfir uppgefinn uppbótartíma þegar boltinn söng í netinu og flautað til hálfleiks um leið og markið var staðfest af myndbandsdómara leiksins en Müller var tæpur á að vera rangstæður. Þegar það voru tuttugu mínútur liðnar af síðari hálfleik gerði Kane endanlega út um vonir Lazio. Heimamenn spiluðu boltanum vel sín á milli áður en hann barst til Leroy Sané sem átti þrumuskot vinstra megin úr teignum. Provedel gat ekki annað en blakað boltanum út í teig þar sem Kane var að sjálfsögðu réttur maður á réttum stað. Bayern komið í 3-0 og svo gott sem búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Ekki löngu síðar var Müller næstum búinn að bæta við fjórða marki Bayern en að þessu sinni varði Provedel í stöng og út. Besta færi gestanna kom stuttu eftir það en Lazio skapaði sér nær engin marktækifæri í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í kvöld. Heimamenn unnu sannfærandi 3-0 sigur og tryggðu sér þar með áframhaldandi þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Bæjarar spiluðu af fádæma öryggi í kvöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Bayern München var með bakið upp við vegg þegar Lazio kom í heimsókn á Allianz-leikvanginn í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lazio vann fyrri leikinn 1-0 og miðað við skelfilegt gengi Bayern til þessa á leiktíðinni var ekki sjálfgefið að liðið myndi ná að snúa því við. Harry Kane, og aðrir leikmenn Bayern, sýndu hins vegar hvað í sér býr í kvöld. Leikurinn var frekar lokaður framan af en þegar vel var liðið á fyrri hálfleik fékk Ciro Immobile algjört dauðafæri til að koma gestunum yfir – hvort hann var rangstæður kom ekki fram – en skalli Ítalans fór framhjá markinu. Örskömmu síðar refsaði Harry Kane þegar hann jafnaði metin með skoti af stuttu færi sem Ivan Provedel réð ekki við í marki Lazio. Boltinn barst til Kane eftir að Thomas Müller hafði náð að skalla boltann fyrir markið er hann var við það að fara aftur fyrir endamörk. Raphaël Guerreiro átti misheppnað skot en boltinn barst til Kane sem gat ekki annað en skorað og jafnað metin í einvíginu þegar 39 mínútur voru liðnar. Annað sjónarhorn af fyrsta marki Bayern í kvöld.PA-EFE/ANNA SZILAGYI Strax mínútu síðar fékk Jamal Musiala boltann inn á teig gestanna en skot hans ekki á markið. Ekki mátti miklu muna og heimamenn komnir með öll tök á einvíginu. Müller sneri taflinu svo endanlega við þegar hann stýrði þrumuskoti Matthijs de Ligt í netið. Boltinn varst til hollenska miðvarðarins utarlega í vítateignum eftir að hornspyrna Guerreiro var skölluð frá. De Ligt þrumaði boltanum í fyrsta, á lofti, í átt að marki. Þaðan fór hann í höfuðið á Müller sem gerði frábærlega í að stýra honum í netið. Raumdeuter. #UCL pic.twitter.com/cLBScq7noN— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 5, 2024 Komið var fram yfir uppgefinn uppbótartíma þegar boltinn söng í netinu og flautað til hálfleiks um leið og markið var staðfest af myndbandsdómara leiksins en Müller var tæpur á að vera rangstæður. Þegar það voru tuttugu mínútur liðnar af síðari hálfleik gerði Kane endanlega út um vonir Lazio. Heimamenn spiluðu boltanum vel sín á milli áður en hann barst til Leroy Sané sem átti þrumuskot vinstra megin úr teignum. Provedel gat ekki annað en blakað boltanum út í teig þar sem Kane var að sjálfsögðu réttur maður á réttum stað. Bayern komið í 3-0 og svo gott sem búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Ekki löngu síðar var Müller næstum búinn að bæta við fjórða marki Bayern en að þessu sinni varði Provedel í stöng og út. Besta færi gestanna kom stuttu eftir það en Lazio skapaði sér nær engin marktækifæri í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í kvöld. Heimamenn unnu sannfærandi 3-0 sigur og tryggðu sér þar með áframhaldandi þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Bæjarar spiluðu af fádæma öryggi í kvöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti