Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2024 19:30 Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun um að tekist hefði að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærin í gærkvöldi og í örugga höfn í Kaíró. Sendinefnd á vegum utanríkisráðuneytisins hafði reynt í þónokkrar vikur að greiða leið fólksins en skriður komst á málið þegar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, óskaði eftir liðsinni Israels Katz, utanríkisráðherra Ísrael. „Drjúgur meirihluti allra á listanum var á endanum samþykktur þótt það hafi ekki átt við um alla og okkar fólk, sem unnið alveg ótrúlega og merkilega og mikilvæga vinnu á svæðinu, tók þá við keflinu og hjálpaði til við að sækja fólkið og koma því í örugga höfn í Egyptalandi sem verður eins og millilending áður en fólkið kemur alla leið til Íslands,“ sagði Bjarni í símaviðtali sem staddur er á Ítalíu. Tár og geðshræring eftir langa bið Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) mun sjá til þess að fólkið fái heilbrigðisskoðun til að ganga úr skugga um að það sé ferðafært í ljósi alls sem gengið hefur á á Gasa. Ferðaáætlun til Íslands mun liggja fyrir í síðasta lagi á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra gladdist þegar hann heyrði fréttirnar um að árangur hefði náðst í málinu. „Það var nú bara mikil geðshræring og ég viðurkenni það nú bara fúslega að ég bara táraðist enda einstaklega gleðilegt að þetta skuli hafa gerst og þessi fjöldi bætist þá við þann fjölda sem sjálfboðaliðar hafa aðstoðað. Allt fólkið sem hefur komið að því að koma öllu þessu fólki út af Gasa; sjálfboðaliðar, fólk í stjórnkerfinu hjá okkur, hjá Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni og svo framvegis á allt einstaklega miklar þakkir skildar.“ Munu vinna með sveitarfélögunum að því að finna húsnæði Guðmundur segir að dvalarleyfishafarnir muni koma til með að setjast að í því sveitarfélagi sem viðkomandi fjölskyldumeðlimur á Íslandi býr í. Sumir úr hópum munu geta flutt beint inn til fjölskyldumeðlima sinna en Guðmundur gerir ráð fyrir að aðrir muni líka dvelja á hóteli á meðan yfirvöld greiða úr húsnæðismálum en finna þarf húsnæði með sveitarfélögunum sem hentar hverri og einni fjölskyldu. „Við munum að sjálfsögðu aðstoða sveitarfélögin núna til að byrja með varðandi húsnæði því þetta er stór hópur sem kemur. Þótt við höfum búist við honum eða vonast til þess að hann kæmi í alllangan tíma, þá gerist þetta samt hratt.“ Áfallahjálp frá Rauða krossinum Fólkið hefur mátt búa við skelfilegar aðstæður á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Guðmundur segir ráðuneytið í góðu sambandi við heilsugæsluna og Barnaspítala hringsins. „Síðan höfum við verið í sambandi við Rauða kross íslands um að taka að sér sálgæslu og veita fólki áfallahjálp og annan sálrænan stuðning sem það vissulega þarf á að halda. Þau eru tilbúin til þess að taka það að sér þannig að það er mjög ánægjulegt.“ Allt kapp sé lagt á að taka vel á móti fólkinu og að stjórnkerfið sé meðvitað um hvers lags aðstæður fólkið er að flýja. „Við leggjum ríka áherslu á að öll þessi stoðþjónusta sé sem best úr garði gerð því við vitum að fólkið er að koma úr skelfilegum aðstæðum.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. 4. mars 2024 08:00 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun um að tekist hefði að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærin í gærkvöldi og í örugga höfn í Kaíró. Sendinefnd á vegum utanríkisráðuneytisins hafði reynt í þónokkrar vikur að greiða leið fólksins en skriður komst á málið þegar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, óskaði eftir liðsinni Israels Katz, utanríkisráðherra Ísrael. „Drjúgur meirihluti allra á listanum var á endanum samþykktur þótt það hafi ekki átt við um alla og okkar fólk, sem unnið alveg ótrúlega og merkilega og mikilvæga vinnu á svæðinu, tók þá við keflinu og hjálpaði til við að sækja fólkið og koma því í örugga höfn í Egyptalandi sem verður eins og millilending áður en fólkið kemur alla leið til Íslands,“ sagði Bjarni í símaviðtali sem staddur er á Ítalíu. Tár og geðshræring eftir langa bið Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) mun sjá til þess að fólkið fái heilbrigðisskoðun til að ganga úr skugga um að það sé ferðafært í ljósi alls sem gengið hefur á á Gasa. Ferðaáætlun til Íslands mun liggja fyrir í síðasta lagi á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra gladdist þegar hann heyrði fréttirnar um að árangur hefði náðst í málinu. „Það var nú bara mikil geðshræring og ég viðurkenni það nú bara fúslega að ég bara táraðist enda einstaklega gleðilegt að þetta skuli hafa gerst og þessi fjöldi bætist þá við þann fjölda sem sjálfboðaliðar hafa aðstoðað. Allt fólkið sem hefur komið að því að koma öllu þessu fólki út af Gasa; sjálfboðaliðar, fólk í stjórnkerfinu hjá okkur, hjá Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni og svo framvegis á allt einstaklega miklar þakkir skildar.“ Munu vinna með sveitarfélögunum að því að finna húsnæði Guðmundur segir að dvalarleyfishafarnir muni koma til með að setjast að í því sveitarfélagi sem viðkomandi fjölskyldumeðlimur á Íslandi býr í. Sumir úr hópum munu geta flutt beint inn til fjölskyldumeðlima sinna en Guðmundur gerir ráð fyrir að aðrir muni líka dvelja á hóteli á meðan yfirvöld greiða úr húsnæðismálum en finna þarf húsnæði með sveitarfélögunum sem hentar hverri og einni fjölskyldu. „Við munum að sjálfsögðu aðstoða sveitarfélögin núna til að byrja með varðandi húsnæði því þetta er stór hópur sem kemur. Þótt við höfum búist við honum eða vonast til þess að hann kæmi í alllangan tíma, þá gerist þetta samt hratt.“ Áfallahjálp frá Rauða krossinum Fólkið hefur mátt búa við skelfilegar aðstæður á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Guðmundur segir ráðuneytið í góðu sambandi við heilsugæsluna og Barnaspítala hringsins. „Síðan höfum við verið í sambandi við Rauða kross íslands um að taka að sér sálgæslu og veita fólki áfallahjálp og annan sálrænan stuðning sem það vissulega þarf á að halda. Þau eru tilbúin til þess að taka það að sér þannig að það er mjög ánægjulegt.“ Allt kapp sé lagt á að taka vel á móti fólkinu og að stjórnkerfið sé meðvitað um hvers lags aðstæður fólkið er að flýja. „Við leggjum ríka áherslu á að öll þessi stoðþjónusta sé sem best úr garði gerð því við vitum að fólkið er að koma úr skelfilegum aðstæðum.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. 4. mars 2024 08:00 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28
Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39
„Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. 4. mars 2024 08:00