Sprengdu loks fyrsta HIMARS-kerfið Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2024 10:55 Úkraínumenn hafa notað HIMARS gegn Rússum með miklum árangri. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Svo virðist sem rússneskir hermenn hafi loks náð að granda M142 HIMARS-eldflaugakerfi í Úkraínu. Í það minnsta gerðist það í fyrsta sinn í gær að Rússar birtu myndband af vel heppnaðri árás þar sem sjá má HIMARS-kerfi grandað. Kerfi þessi heita í raun High Mobility Artillery Rocket System (HIMARS) og eru notuð til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð. Á undanförnum tveimur árum hafa Úkraínumenn notað þessi vopnakerfi með miklum árangri. Kerfin hafa verið notuð til að skjóta á stórskotaliðsvopn Rússa, stjórnstöðvar, birgðastöðvar og annað á bakvið víglínuna. Þau hafa einnig verið notuð til að fella rússneska hermenn þar sem þeir hafa safnast saman. Á þessum tveimur árum hafa forsvarsmenn rússneska hersins ítrekað haldið því fram að þeir hafi grandað HIMARS-kerfum. Á mánudaginn hélt varnarmálaráðuneyti Rússlands því fram að tveimur HIMARS-kerfum hefði verið grandað. Rússar hafa hins vegar aldrei getað fært sönnur fyrir yfirlýsingum sínum, fyrr en núna. Nokkur myndbönd sem hafa verið birt á undanförnum tveimur árum hafa verið af árásum á tálbeitur Úkraínumanna. Sjá einnig: Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Myndband sem birtist á samfélagsmiðlum í gær sýnir hvernig stjórnendur dróna fundu vopnakerfið bakvið víglínuna í Dónetsk-héraði. Dróninn var notaður til að fylgja kerfinu eftir og stýra eldflaugaárás á það. Bound to happen at some point, but this looks like the first confirmed destroyed HIMARS M142. pic.twitter.com/4AfwofW7yQ— NOELREPORTS (@NOELreports) March 5, 2024 Samkvæmt frétt Forbes hafa Bandaríkjamenn sent 39 kerfi af gerðinni M142 til Úkraínu og þar að auki hafa Bretar, Þjóðverjar, Ítalir og Frakkar sent 25 eldflauga-kerfi af gerðinni M270, sem eru sambærileg eldflauga-kerfi sem geta borið fleiri eldflaugar en eru á beltum en ekki dekkjum eins og HIMARS og því fara þau ekki jafn hratt yfir. Bandaríkjamenn hafa ekki sent skotfæri til Úkraínu svo mánuðum skiptir en ríkið var helsti bakhjarl Úkraínu þegar kom að eldflaugum í HIMARS. Sjá einnig: Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hingað til að mestu notað HIMARS-kerfin á morgnanna og kvöldin. Þeim hefur iðulega verið keyrt á skotstað, eldflaugum skotið og þau færð aftur í felur. Ekki liggur fyrir hver afdrif áhafnar kerfisins voru né af hverju því var ekið út á akur í dagsbirtu og geymt þar í nægilegan tíma fyrir Rússa til að skjóta eldflaug að því. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21 Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28 Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Kerfi þessi heita í raun High Mobility Artillery Rocket System (HIMARS) og eru notuð til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð. Á undanförnum tveimur árum hafa Úkraínumenn notað þessi vopnakerfi með miklum árangri. Kerfin hafa verið notuð til að skjóta á stórskotaliðsvopn Rússa, stjórnstöðvar, birgðastöðvar og annað á bakvið víglínuna. Þau hafa einnig verið notuð til að fella rússneska hermenn þar sem þeir hafa safnast saman. Á þessum tveimur árum hafa forsvarsmenn rússneska hersins ítrekað haldið því fram að þeir hafi grandað HIMARS-kerfum. Á mánudaginn hélt varnarmálaráðuneyti Rússlands því fram að tveimur HIMARS-kerfum hefði verið grandað. Rússar hafa hins vegar aldrei getað fært sönnur fyrir yfirlýsingum sínum, fyrr en núna. Nokkur myndbönd sem hafa verið birt á undanförnum tveimur árum hafa verið af árásum á tálbeitur Úkraínumanna. Sjá einnig: Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Myndband sem birtist á samfélagsmiðlum í gær sýnir hvernig stjórnendur dróna fundu vopnakerfið bakvið víglínuna í Dónetsk-héraði. Dróninn var notaður til að fylgja kerfinu eftir og stýra eldflaugaárás á það. Bound to happen at some point, but this looks like the first confirmed destroyed HIMARS M142. pic.twitter.com/4AfwofW7yQ— NOELREPORTS (@NOELreports) March 5, 2024 Samkvæmt frétt Forbes hafa Bandaríkjamenn sent 39 kerfi af gerðinni M142 til Úkraínu og þar að auki hafa Bretar, Þjóðverjar, Ítalir og Frakkar sent 25 eldflauga-kerfi af gerðinni M270, sem eru sambærileg eldflauga-kerfi sem geta borið fleiri eldflaugar en eru á beltum en ekki dekkjum eins og HIMARS og því fara þau ekki jafn hratt yfir. Bandaríkjamenn hafa ekki sent skotfæri til Úkraínu svo mánuðum skiptir en ríkið var helsti bakhjarl Úkraínu þegar kom að eldflaugum í HIMARS. Sjá einnig: Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hingað til að mestu notað HIMARS-kerfin á morgnanna og kvöldin. Þeim hefur iðulega verið keyrt á skotstað, eldflaugum skotið og þau færð aftur í felur. Ekki liggur fyrir hver afdrif áhafnar kerfisins voru né af hverju því var ekið út á akur í dagsbirtu og geymt þar í nægilegan tíma fyrir Rússa til að skjóta eldflaug að því.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21 Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28 Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21
Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01