Leit að miðjumanni stendur yfir Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 14:00 Arnar Grétarsson (t.v.) ásamt Sigurði Heiðari Höskuldssyni. Sigurður var aðstoðarþjálfari Arnars með Val í fyrra en er nú þjálfari Þórs og fékk Birki til liðs við félagið. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir félagið vera að leita að miðjumanni eftir brotthvarf Birkis Heimissonar á dögunum. Það sé ekki gengið að því að finna mann í hans stað. Athygli vakti þegar Birkir skipti úr Val yfir í Lengjudeildarlið Þórs í vikunni. Arnar segir Valsmenn ekki hafa ætlað sér að selja leikmenn en tilboð Þórs hafi verið þess eðlis að ákveðið var að standa ekki í vegi fyrir Birki. „Við vorum í raun búnir að taka ákvörðun um það að það væri enginn að fara. Við vorum búnir að fá fyrirspurnir í hann en ætluðum ekki að neinum í burtu en þegar kemur þetta tilboð frá Þór, er það þess eðlis, þá lögðum við spilin í hendurnar á honum,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Erfitt að finna leikmenn Valsmenn höfðu þegar misst tvo miðjumenn í Hauki Páli Sigurðssyni, sem hætti til að verða aðstoðarþjálfari liðsins, og Hlyn Frey Karlsson sem samdi við Haugesund í Noregi, sem stýrt er af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Elfar Freyr Helgason, sem hefur leikið sem miðvörður allan sinn feril, hefur leyst stöðu djúps miðjumanns í síðustu leikjum liðsins. „Við höfum verið að leita að miðjumanni en við tökum ekki hvern sem er. Við þurfum að taka helvíti góðan gæja ef við ætlum að fá einhvern inn. Við erum að skoða þetta en við erum með góðan hóp og góða leikmenn. Það þarf að vera maður sem er að fara að spila,“ „Það er ekkert létt að finna leikmenn sem við getum borgað og eru eins góðir og við viljum að þeir séu. Það er bara erfitt,“ segir Arnar. Æfir áfram með Val Birkir er að stíga upp úr meiðslum og er með gifs á hendinni næstu tvær vikur eða svo. Þá á hann von á barni á næstu dögum og mun því ekki fara norður í bráð. Þegar hann stígur upp úr meiðslunum mun hann æfa áfram með Valsmönnum þrátt fyrir að hafa samið við annað félag. Arnar segir sjálfsagt að hann sé í æfingahópi Valsmanna. „Við vorum bara spurðir hvort hann mætti vera á æfingum og það var alveg sjálfsagt. Hann er búinn að vera hérna í nokkur ár og orðinn Valsari. Þeir eru í annarri deild en við og það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Arnar. Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Athygli vakti þegar Birkir skipti úr Val yfir í Lengjudeildarlið Þórs í vikunni. Arnar segir Valsmenn ekki hafa ætlað sér að selja leikmenn en tilboð Þórs hafi verið þess eðlis að ákveðið var að standa ekki í vegi fyrir Birki. „Við vorum í raun búnir að taka ákvörðun um það að það væri enginn að fara. Við vorum búnir að fá fyrirspurnir í hann en ætluðum ekki að neinum í burtu en þegar kemur þetta tilboð frá Þór, er það þess eðlis, þá lögðum við spilin í hendurnar á honum,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Erfitt að finna leikmenn Valsmenn höfðu þegar misst tvo miðjumenn í Hauki Páli Sigurðssyni, sem hætti til að verða aðstoðarþjálfari liðsins, og Hlyn Frey Karlsson sem samdi við Haugesund í Noregi, sem stýrt er af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Elfar Freyr Helgason, sem hefur leikið sem miðvörður allan sinn feril, hefur leyst stöðu djúps miðjumanns í síðustu leikjum liðsins. „Við höfum verið að leita að miðjumanni en við tökum ekki hvern sem er. Við þurfum að taka helvíti góðan gæja ef við ætlum að fá einhvern inn. Við erum að skoða þetta en við erum með góðan hóp og góða leikmenn. Það þarf að vera maður sem er að fara að spila,“ „Það er ekkert létt að finna leikmenn sem við getum borgað og eru eins góðir og við viljum að þeir séu. Það er bara erfitt,“ segir Arnar. Æfir áfram með Val Birkir er að stíga upp úr meiðslum og er með gifs á hendinni næstu tvær vikur eða svo. Þá á hann von á barni á næstu dögum og mun því ekki fara norður í bráð. Þegar hann stígur upp úr meiðslunum mun hann æfa áfram með Valsmönnum þrátt fyrir að hafa samið við annað félag. Arnar segir sjálfsagt að hann sé í æfingahópi Valsmanna. „Við vorum bara spurðir hvort hann mætti vera á æfingum og það var alveg sjálfsagt. Hann er búinn að vera hérna í nokkur ár og orðinn Valsari. Þeir eru í annarri deild en við og það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Arnar.
Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira