Tveggja milljarða baðlón byggt í Laugarási í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2024 21:00 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar og Hjalti Gylfason einn af eigendum Mannverks, sem tóku fyrstu skóflustunguna af nýja baðlóninu í Laugarási en þau eru hér ásamt forsvarsmönnum verkefnisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt baðlón fyrir ferðamenn í Laugarási í Bláskógabyggð en hópur fjárfesta kemur að verkefninu, sem hefur verið í undirbúningi síðustu tíu ár. Það kom í hlut Ástu Stefánsdóttir, sveitarstjóra Bláskógabyggðar og Hjalta Gylfasonar, sem er í forsvari fyrir verkefnið að taka fyrstu skóflustunguna af Árböðunum um miðjan dag í gær, en Byggingafélagið Mannverk mun sjá um framkvæmdirnar og hönnunarstýringu verksins. Nýja baðlónið, sem verður glæsilegt í alla staði verður rétt við Iðubrú í Laugarási og skammt frá dýragarðinum í Slakka fyrir þá sem þekkja til. „Þetta er baðlónaverkefni, hérna ætlum við að baða bæði Íslendinga og útlendinga og hér verða gufuböð og allt sem fylgir slíkum stöðum,” segir Hjalti. „Þetta er náttúrulega dásamlegur staður því við erum í óskaplega góðu skjóli með ána hérna fyrir neðan þannig að þetta verður óskaplega mikil vin til að koma og baða sig í,” segir Halldór Eiríksson arkitekt hjá T.ark, sem hannaði lónið. Félgarnir Hjalti (t.h.) og Halldór Eiríksson hjá T.ark, sem eru mjög spenntir fyrir nýja verkefninu í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nóg af heitu vatni er á svæðinu þannig að það verður aldrei vandamál. „Þetta verður til að njóta heita vatnsins eins og við kunnum kannski allra þjóða best Íslendingar,” bætir Hjalti við. Og oddviti Bláskógabyggðar fagnar baðlóni í Laugarási, sem á að verða tilbúið í maí á næsta ári. „Mér líst bara mjög vel á þetta, þetta er bara spennandi verkefni, sem er búið að vera að þróa með aðilunum í nokkur ár og gaman að sjá þetta rætast og ég veit að þetta verður vel að verki staðið og þetta verður ákveðin segull fyrir uppsveitirnar og Bláskógabyggð,” segir Helgi Kjartansson, oddviti. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem fagnar byggingu baðlónsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá velta eflaust margir því fyrir sér hvað kostar eitt svona baðlón og hvað er reiknað með mörgum ferðamönnum ofan í það á hverju ári? „Framkvæmdakostnaður er áætlaður í kringum tveir milljarðar og áætlanir gera ráð fyrir að þetta verði á bilinu 150 til 200 þúsund gestir, sem koma til okkar þegar lónið er komið í fullan rekstur,” segir Hjalti. Baðlónið verður glæsilegt í alla staði en það mun kosta um 2 milljarða króna að koma því upp.Aðsend Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Það kom í hlut Ástu Stefánsdóttir, sveitarstjóra Bláskógabyggðar og Hjalta Gylfasonar, sem er í forsvari fyrir verkefnið að taka fyrstu skóflustunguna af Árböðunum um miðjan dag í gær, en Byggingafélagið Mannverk mun sjá um framkvæmdirnar og hönnunarstýringu verksins. Nýja baðlónið, sem verður glæsilegt í alla staði verður rétt við Iðubrú í Laugarási og skammt frá dýragarðinum í Slakka fyrir þá sem þekkja til. „Þetta er baðlónaverkefni, hérna ætlum við að baða bæði Íslendinga og útlendinga og hér verða gufuböð og allt sem fylgir slíkum stöðum,” segir Hjalti. „Þetta er náttúrulega dásamlegur staður því við erum í óskaplega góðu skjóli með ána hérna fyrir neðan þannig að þetta verður óskaplega mikil vin til að koma og baða sig í,” segir Halldór Eiríksson arkitekt hjá T.ark, sem hannaði lónið. Félgarnir Hjalti (t.h.) og Halldór Eiríksson hjá T.ark, sem eru mjög spenntir fyrir nýja verkefninu í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nóg af heitu vatni er á svæðinu þannig að það verður aldrei vandamál. „Þetta verður til að njóta heita vatnsins eins og við kunnum kannski allra þjóða best Íslendingar,” bætir Hjalti við. Og oddviti Bláskógabyggðar fagnar baðlóni í Laugarási, sem á að verða tilbúið í maí á næsta ári. „Mér líst bara mjög vel á þetta, þetta er bara spennandi verkefni, sem er búið að vera að þróa með aðilunum í nokkur ár og gaman að sjá þetta rætast og ég veit að þetta verður vel að verki staðið og þetta verður ákveðin segull fyrir uppsveitirnar og Bláskógabyggð,” segir Helgi Kjartansson, oddviti. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem fagnar byggingu baðlónsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá velta eflaust margir því fyrir sér hvað kostar eitt svona baðlón og hvað er reiknað með mörgum ferðamönnum ofan í það á hverju ári? „Framkvæmdakostnaður er áætlaður í kringum tveir milljarðar og áætlanir gera ráð fyrir að þetta verði á bilinu 150 til 200 þúsund gestir, sem koma til okkar þegar lónið er komið í fullan rekstur,” segir Hjalti. Baðlónið verður glæsilegt í alla staði en það mun kosta um 2 milljarða króna að koma því upp.Aðsend
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira