Hefja uppbyggingu náttúrubaða við upphaf Gullna hringsins Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2024 23:10 Gönguleiðin í Reykjadal Hveragerði Hveragerðisbær og Reykjadalsfélagið hafa náð samningi um uppbyggingu á Árhólmasvæðinu í Hveragerði. Samningurinn felur í sér kaup Reykjadalsfélagsins á byggingarrétti og úthlutun lóða. Árhólmasvæðið liggur við rætur Reykjadalsins. Í tilkynningu um samninginn er fullyrt að á svæðið sæki hundruð þúsunda manna á ári hverju. Fyrsti áfangi uppbyggingarinnar mun felast í uppbyggingu náttúrubaða sem hafa fengið nafnið Reykjaböðin. Fram kemur að verkefnið sæe fullfjármagnað og framkvæmdir hafnar. „Árhólmar henta einstaklega vel fyrir baðstarfsemi en mikill jarðhiti er á svæðinu ásamt góðu aðgengi að heitu vatni og hefur verið ánægjulegt að vinna með Veitum að góðum lausnum á því sviði. Náttúrfegurð er mikil á svæðinu og staðsetningin er líka frábær þar sem hún stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins ásamt góðu aðgengi fyrir gesti og heimafólk,“ segir í tilkynningunni. „Upplifun gesta verður í fyrirrúmi og náttúran í nágrenninu þar sem hverir bubbla og reykur stígur upp úr jörðinni allt um kring. Náttúruleg efni verða í forgrunni við byggingu baðanna og markmið að skapa kósý stemningu fyrir gesti á öllum árstíðum. Baðlónið mun bjóða uppá fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi og verður gaman að kynna frekar þegar fram líða stundir.“ Hugmyndir að uppbyggingu og starfsemi svæðisins.Hveragerði Reykjadalsfélagið er fyrir með starfsemi á Árhólmasvæðinu. Árið 2021 opnaði Reykjadalsskálinn sem þjónustar veitingar, verslun og salerni og sinnir upplýsingagjöf. Á svæðinu er einnig starfrækt afþreyingarstarfsemi, en nýverið opnaði ein lengsta sviflína í Evrópu. Staðsetning Árhólma / Reykjadals og ökuleið frá Gróðurhúsinu í HveragerðiHveragerði Í tilkynningunni segir að um sé að ræða stórt skref í uppbyggingu Hveragerðisbæjar. „Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með uppbyggingu Reykjadalsfélagsins í Hveragerði á undanförnum árum. Við erum ánægð með þennan stóra samning sem verður mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, atvinnulífið og samfélagið í bænum,“ er haft eftir Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, formanni bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Árhólmasvæðið liggur við rætur Reykjadalsins. Í tilkynningu um samninginn er fullyrt að á svæðið sæki hundruð þúsunda manna á ári hverju. Fyrsti áfangi uppbyggingarinnar mun felast í uppbyggingu náttúrubaða sem hafa fengið nafnið Reykjaböðin. Fram kemur að verkefnið sæe fullfjármagnað og framkvæmdir hafnar. „Árhólmar henta einstaklega vel fyrir baðstarfsemi en mikill jarðhiti er á svæðinu ásamt góðu aðgengi að heitu vatni og hefur verið ánægjulegt að vinna með Veitum að góðum lausnum á því sviði. Náttúrfegurð er mikil á svæðinu og staðsetningin er líka frábær þar sem hún stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins ásamt góðu aðgengi fyrir gesti og heimafólk,“ segir í tilkynningunni. „Upplifun gesta verður í fyrirrúmi og náttúran í nágrenninu þar sem hverir bubbla og reykur stígur upp úr jörðinni allt um kring. Náttúruleg efni verða í forgrunni við byggingu baðanna og markmið að skapa kósý stemningu fyrir gesti á öllum árstíðum. Baðlónið mun bjóða uppá fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi og verður gaman að kynna frekar þegar fram líða stundir.“ Hugmyndir að uppbyggingu og starfsemi svæðisins.Hveragerði Reykjadalsfélagið er fyrir með starfsemi á Árhólmasvæðinu. Árið 2021 opnaði Reykjadalsskálinn sem þjónustar veitingar, verslun og salerni og sinnir upplýsingagjöf. Á svæðinu er einnig starfrækt afþreyingarstarfsemi, en nýverið opnaði ein lengsta sviflína í Evrópu. Staðsetning Árhólma / Reykjadals og ökuleið frá Gróðurhúsinu í HveragerðiHveragerði Í tilkynningunni segir að um sé að ræða stórt skref í uppbyggingu Hveragerðisbæjar. „Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með uppbyggingu Reykjadalsfélagsins í Hveragerði á undanförnum árum. Við erum ánægð með þennan stóra samning sem verður mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, atvinnulífið og samfélagið í bænum,“ er haft eftir Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, formanni bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira