Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 07:53 Palestínumenn flýja eyðilegginguna í Khan Younis í kjölfar árása Ísraelsmanna. AP/Mohammed Dahman Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. Tillögurnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi áttu milligöngu um snérust um sex vikna hlé en á þeim tíma hefðu Hamas-samtökin sleppt um 40 gíslum gegn umtalsverðum fjölda palestínskra fanga í haldi Ísraelsmanna. Hamas-liðar eru hins vegar sagðir hafa dregið sig frá viðræðum um fyrrnefndar tillögur og sett fram kröfur sem Ísraelsmenn neita að ganga að; að Ísrael skuldbindi sig til að láta alfarið af átökum á meðan, eða eftir, að Hamas láta gísla lausa í þremur áföngum. Yfirvöld í Ísrael segjast aðeins vilja einblína á fyrsta skrefið til að byrja með, það er að segja lausn 40 gísla gegn frelsun fjölda palestínskra fanga. Bandaríkin eru sögð styðja þessa afstöðu Ísraelsmanna. Viðræður fara nú fram í Kaíró en sendinefnd Ísraels hefur ekki mætt undanfarna daga vegna nýrra krafna Hamas. Segja þau samkomulag hafa verð í höfn, þar til Hamas hófu að freista þess að ná fram sínum ýtrustu kröfum. Til viðbótar við varanlegt vopnahlé eru Hamas-liðar nú sagðir krefjast þess að Ísraelsher hverfi frá norðurhluta Gasa og að aukinni neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn óttast að það kunni að verða olía á eldinn ef samkomulag næst ekki fyrir Ramadan. Þá segir New York Times að ráðamenn í Ísrael telji að mögulega vilji Hamas-samtökin að til átaka komi á mótmælum sem leiðtogi Hamas í Katar hefur kallað eftir í Jerúsalem á Ramadan. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tillögurnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi áttu milligöngu um snérust um sex vikna hlé en á þeim tíma hefðu Hamas-samtökin sleppt um 40 gíslum gegn umtalsverðum fjölda palestínskra fanga í haldi Ísraelsmanna. Hamas-liðar eru hins vegar sagðir hafa dregið sig frá viðræðum um fyrrnefndar tillögur og sett fram kröfur sem Ísraelsmenn neita að ganga að; að Ísrael skuldbindi sig til að láta alfarið af átökum á meðan, eða eftir, að Hamas láta gísla lausa í þremur áföngum. Yfirvöld í Ísrael segjast aðeins vilja einblína á fyrsta skrefið til að byrja með, það er að segja lausn 40 gísla gegn frelsun fjölda palestínskra fanga. Bandaríkin eru sögð styðja þessa afstöðu Ísraelsmanna. Viðræður fara nú fram í Kaíró en sendinefnd Ísraels hefur ekki mætt undanfarna daga vegna nýrra krafna Hamas. Segja þau samkomulag hafa verð í höfn, þar til Hamas hófu að freista þess að ná fram sínum ýtrustu kröfum. Til viðbótar við varanlegt vopnahlé eru Hamas-liðar nú sagðir krefjast þess að Ísraelsher hverfi frá norðurhluta Gasa og að aukinni neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn óttast að það kunni að verða olía á eldinn ef samkomulag næst ekki fyrir Ramadan. Þá segir New York Times að ráðamenn í Ísrael telji að mögulega vilji Hamas-samtökin að til átaka komi á mótmælum sem leiðtogi Hamas í Katar hefur kallað eftir í Jerúsalem á Ramadan.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira