Þýska liðið RB Leipzig féll nefnilega út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi því 1-1 jafntefli á móti Real Madrid dugði liðinu ekki. Það voru góðar fréttir fyrir Dortmund.
Þetta þýðir að Leipzig getur ekki komist upp fyrir Dortmund í styrkleikaröð UEFA og því endanlega staðfest að Dortmund verður annað þýska félagið til að tryggja sér sæti í nýju stóru heimsmeistarakeppni félagsliða.
Úrslitin hjá Dortmund á móti PSV Eindhoven í þeirra leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar skipta því ekki lengur máli. Þýska liðið Bayern München var þegar búið að tryggja sér sæti í heimsmeistarakeppninni.
Congratulations to @BVB on qualifying for the FIFA Club World Cup 2025!
— FIFA (@FIFAcom) March 6, 2024
As a result of @RBLeipzig s @ChampionsLeague elimination, Dortmund are now assured of a spot via the ranking pathway and will join @FCBayern as Germany s representatives at next year s tournament. pic.twitter.com/vqD8KFfVAY
Hin nýja heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram árið 2025 en hún telur hér eftir 32 lið. Tólf af þeim koma frá Evrópu, sex frá Suður-Ameríku, fjögur frá Afríku, fjögur frá Asíu, fjögur frá Norður- og Mið-Ameríku og loks eitt frá Eyjaálfu auk þess að gestgjafarnir fá að vera með eitt lið.
Manchester City, Chelsea, Real Madrid og Paris Saint-Germain eru meðal þeirra tuttugu félaga sem hafa tryggt sig inn.
Fyrsta keppnin fer fram í Bandaríkjunum og fer hún fram fá 15. júní til 13. júlí 2025.