Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. vísir

Nú rétt fyrir fréttir var skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir mikinn meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Laun hækka um lágmarks krónutölu en annars um rúm þrjú prósent á ári. Heimir Már, fréttamaður fer ítarlega yfir málið í fréttatímanum.

Rannsókn á málum tengdum Davíð Viðarssyni og starfsemi hans um borgina er í fullum gangi hjá lögreglunni og unnið er að því að yfirheyra þá sem eru í gæsluvarðhaldi. Aðjúnkt við Háskóla Íslands óttast að málið ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. 

Svíþjóð fékk í dag formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu og er landið þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Dagurinn í dag markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu.

Þá fjöllum við um frumvarp um dánaraðstoð í beinni útsendingu og heimsækjum afurðahæsta kúabú landsins.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×