„Gott að sjá að við erum enn þokkalegir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. mars 2024 21:36 Benedikt Guðmundsson var ánægður með margt í leik sinna manna. vísir / pawel Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður að sjá hvernig hans lið mætti til leiks eftir þriggja vikna pásu í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann tíu stiga útisigur gegn Þór Þrolákshöfn í kvöld, 100-110. Njarðvíkingar leiddu nánast hverja einustu sekúndu í leiknum, en þrátt fyrir það var það erfið fæðing fyrir gestina að landa sigrinum. „Já, þetta var það alveg klárlega. Eins og þí segir þá leiddum við eiginlega allan leikinn, en um leið og við náðum í kringum tíu stiga forskoti þá komu þeir alltaf til baka,“ sagði Benedikt í leikslok. „Svona er karfan bara. Sérstaklega í svona leikjum þar sem er hátt stigaskor, þá er stutt á milli og það tekur ekki nema eina og hálfa mínútu hér í Þorlákshöfn fyrir þá að skora 10-11 stig. Tíu stiga munur hérna er eins og fimm stiga munur annarsstaðar.“ Náðu að svara áhlaupunum Benedikt var þó ánægður með það að sínir menn voru yfirleitt fljótir að svara og slökkva í áhlaupi Þórsara þegar heimamenn voru að banka á dyrnar. „Við náðum að svara þessum áhlaupum hjá þeim, alveg klárlega. Sérstaklega þegar við náum góðum stoppum og keyrum þetta aðeins upp. Þá náum við kannski ekki góðri forystu, en smá forystu aftur. Svo náum við að standa af okkur síðasta áhlaupið þegar þetta var komið í tíu stig og þeir ná að minnka niður í fimm eða eitthvað svoleiðis.“ Þurfa að klára vítin á lokasekúndunum „Við vorum ekki alveg nógu sannfærandi á vítalínunni samt hérna í lokin. Ég held að það hafi verið sex eða sjö víti sem fara forgörðum. Við þurfum að geta klárað þessi víti,“ sagði Benedikt, en í heildina tóku Njarðvíkingar 36 víti í leiknum. „Ég hugsa svo sem að vítanýtingin í heildina hafi ekki verið neitt slæm, en við erum lið sem er að fara mikið á vítalínuna. Við erum með leikmenn sem eru sterkir í því að sækja á hringinn eins og Bretinn hjá mér, Dwayne [Lautier-Ogunleye], sem er einn sá allra öflugasti sem ég hef nokkurn tíma haft í að sækja á hringinn. Við erum að koma okkur á vítalínuna og auðvitað er maður alltaf kröfuharður og vill að þeir klári þetta allt saman.“ Öflugur Milka Dominykas Milka átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga og reif til sín hvert frákastið á fætur öðru. Ásamt því að skora 22 stig tók hann hvorki meira né minna en 19 fráköst, þar af níu sóknarfráköst. „Ég var reyndar að skamma Milka eftir fyrsta leikhluta því ég held að hann hafi bara tekið eitt frákast þar. En eftir það var hann þeim helvíti erfiður, sérstaklega í sóknarfráköstunum. Hann hélt mörgum boltum lifandi fyrir okkur og það klárlega hjálpaði.“ „Sókarlega er ég mjög ánægður með þennan leik, en það vantaði svolítið upp á þetta varnarlega í dag.“ Benedikt segir það þó jákvætt að sjá hvernig hans lið mætti til leiks í kvöld eftir þriggja vikna landsleikjapásu. „Það er frábært að byrja aftur. Þetta var þriggja vikna hlé, en liðin eru öll bara á sama stað með það þannig það jafnast út. En við vorum bara nokkuð sprækir miðað við að vera ekki búnir að spila í þessar þrjár vikur. Maður veit aldrei hvar maður hefur liðið sitt eftir svona pásu sem ég held að hafi verið lengra heldur en jólafríið. En það var gott að sjá að við erum ennþá þokkalegir,“ sagði Benedikt léttur að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Njarðvíkingar leiddu nánast hverja einustu sekúndu í leiknum, en þrátt fyrir það var það erfið fæðing fyrir gestina að landa sigrinum. „Já, þetta var það alveg klárlega. Eins og þí segir þá leiddum við eiginlega allan leikinn, en um leið og við náðum í kringum tíu stiga forskoti þá komu þeir alltaf til baka,“ sagði Benedikt í leikslok. „Svona er karfan bara. Sérstaklega í svona leikjum þar sem er hátt stigaskor, þá er stutt á milli og það tekur ekki nema eina og hálfa mínútu hér í Þorlákshöfn fyrir þá að skora 10-11 stig. Tíu stiga munur hérna er eins og fimm stiga munur annarsstaðar.“ Náðu að svara áhlaupunum Benedikt var þó ánægður með það að sínir menn voru yfirleitt fljótir að svara og slökkva í áhlaupi Þórsara þegar heimamenn voru að banka á dyrnar. „Við náðum að svara þessum áhlaupum hjá þeim, alveg klárlega. Sérstaklega þegar við náum góðum stoppum og keyrum þetta aðeins upp. Þá náum við kannski ekki góðri forystu, en smá forystu aftur. Svo náum við að standa af okkur síðasta áhlaupið þegar þetta var komið í tíu stig og þeir ná að minnka niður í fimm eða eitthvað svoleiðis.“ Þurfa að klára vítin á lokasekúndunum „Við vorum ekki alveg nógu sannfærandi á vítalínunni samt hérna í lokin. Ég held að það hafi verið sex eða sjö víti sem fara forgörðum. Við þurfum að geta klárað þessi víti,“ sagði Benedikt, en í heildina tóku Njarðvíkingar 36 víti í leiknum. „Ég hugsa svo sem að vítanýtingin í heildina hafi ekki verið neitt slæm, en við erum lið sem er að fara mikið á vítalínuna. Við erum með leikmenn sem eru sterkir í því að sækja á hringinn eins og Bretinn hjá mér, Dwayne [Lautier-Ogunleye], sem er einn sá allra öflugasti sem ég hef nokkurn tíma haft í að sækja á hringinn. Við erum að koma okkur á vítalínuna og auðvitað er maður alltaf kröfuharður og vill að þeir klári þetta allt saman.“ Öflugur Milka Dominykas Milka átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga og reif til sín hvert frákastið á fætur öðru. Ásamt því að skora 22 stig tók hann hvorki meira né minna en 19 fráköst, þar af níu sóknarfráköst. „Ég var reyndar að skamma Milka eftir fyrsta leikhluta því ég held að hann hafi bara tekið eitt frákast þar. En eftir það var hann þeim helvíti erfiður, sérstaklega í sóknarfráköstunum. Hann hélt mörgum boltum lifandi fyrir okkur og það klárlega hjálpaði.“ „Sókarlega er ég mjög ánægður með þennan leik, en það vantaði svolítið upp á þetta varnarlega í dag.“ Benedikt segir það þó jákvætt að sjá hvernig hans lið mætti til leiks í kvöld eftir þriggja vikna landsleikjapásu. „Það er frábært að byrja aftur. Þetta var þriggja vikna hlé, en liðin eru öll bara á sama stað með það þannig það jafnast út. En við vorum bara nokkuð sprækir miðað við að vera ekki búnir að spila í þessar þrjár vikur. Maður veit aldrei hvar maður hefur liðið sitt eftir svona pásu sem ég held að hafi verið lengra heldur en jólafríið. En það var gott að sjá að við erum ennþá þokkalegir,“ sagði Benedikt léttur að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum