Bellingham segir bannið fáránlegt: Eru að gera mig að víti til varnaðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 09:30 Jude Bellingham var allt annað en sáttur með ákvörðun dómarans. Getty/Aitor Alcalde Enski landsliðsmiðjumaurinn Jude Bellingham er allt annað en sáttur við tveggja leikja bannið sem hann var dæmdur í vegna framkomu sinnar eftir leik Real Madrid og Valencia um síðustu helgi. Bellingham skoraði sigurmark í leiknum en það var ekki dæmt gilt af því að dómarinn hafði flautað leikinn af sekúndu áður. Dómarinn flautaði leikinn af þegar Real Madrid liðið var í stórsókn og um leið og liðsfélagi Bellingham var að senda boltann fyrir markið. Bellingham trompaðist yfir þessari ákvörðun en fékk að launum rauða spjaldið fyrir mótmælin. Hann öskraði hvað eftir annað á dómarinn að þetta hafi verið f-g mark. Flestir skilja ekki hvernig dómarinn gat flautað leikinn af á slíkum tímapunkti en niðurstöðunni var ekki breytt. Bellingham on two-game ban: Refs' body making 'example' of me https://t.co/b3FGbEI8c0— ESPN (@espnvipweb) March 7, 2024 Real Madrid vildi vissulega láta draga rauða spjaldið til baka en aganefnd spænska knattspyrnusambandsins ákvað aftur á móti að dæma enska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann. Bellingham var spurður út í bannið eftir Meistaradeildarleik Real Madrid í vikunni. „Það er erfitt að tala um þetta því það eru áfrýjanir í gangi,“ sagði Jude Bellingham við Movistar eftir leikinn. „Það eina sem ég get sagt er að fara yfir það hvað gerðist og að dómarinn skuli hafa flautað þarna. Hann er mennskur en það er ég líka,“ sagði Bellingham. „Ég sagði ekkert móðgandi. Mér finnst að af því að ég er nýr í deildinni þá séu þeir að gera mig að víti til varnaðar. Það er allt í góðu mín vegna. Ég verð að taka ábyrgð á minni hegðun,“ sagði Bellingham. „Mér finnst tveggja leikja bann svolítið fáránlegt en ef ég fæ ekki að spila þessa tvo leiki þá mun ég styðja liðið úr stúkunni,“ sagði Bellingham. Ojo: la secuencia "Fucking goal" de Bellingham como aún no la habías visto Así lo captó Chema Rey pic.twitter.com/MO9t1n0Dzx— MARCA (@marca) March 4, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Sjá meira
Bellingham skoraði sigurmark í leiknum en það var ekki dæmt gilt af því að dómarinn hafði flautað leikinn af sekúndu áður. Dómarinn flautaði leikinn af þegar Real Madrid liðið var í stórsókn og um leið og liðsfélagi Bellingham var að senda boltann fyrir markið. Bellingham trompaðist yfir þessari ákvörðun en fékk að launum rauða spjaldið fyrir mótmælin. Hann öskraði hvað eftir annað á dómarinn að þetta hafi verið f-g mark. Flestir skilja ekki hvernig dómarinn gat flautað leikinn af á slíkum tímapunkti en niðurstöðunni var ekki breytt. Bellingham on two-game ban: Refs' body making 'example' of me https://t.co/b3FGbEI8c0— ESPN (@espnvipweb) March 7, 2024 Real Madrid vildi vissulega láta draga rauða spjaldið til baka en aganefnd spænska knattspyrnusambandsins ákvað aftur á móti að dæma enska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann. Bellingham var spurður út í bannið eftir Meistaradeildarleik Real Madrid í vikunni. „Það er erfitt að tala um þetta því það eru áfrýjanir í gangi,“ sagði Jude Bellingham við Movistar eftir leikinn. „Það eina sem ég get sagt er að fara yfir það hvað gerðist og að dómarinn skuli hafa flautað þarna. Hann er mennskur en það er ég líka,“ sagði Bellingham. „Ég sagði ekkert móðgandi. Mér finnst að af því að ég er nýr í deildinni þá séu þeir að gera mig að víti til varnaðar. Það er allt í góðu mín vegna. Ég verð að taka ábyrgð á minni hegðun,“ sagði Bellingham. „Mér finnst tveggja leikja bann svolítið fáránlegt en ef ég fæ ekki að spila þessa tvo leiki þá mun ég styðja liðið úr stúkunni,“ sagði Bellingham. Ojo: la secuencia "Fucking goal" de Bellingham como aún no la habías visto Así lo captó Chema Rey pic.twitter.com/MO9t1n0Dzx— MARCA (@marca) March 4, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Sjá meira