Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 06:52 Biden greindi frá bryggjuáformunum í stefnuræðu sinni í gær en staðan á Gasa er farin að vera honum fjötur um fót í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar. Getty/Chip Somodevilla Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. Biden sagði Bandaríkjamenn myndu leiða mannúðaraðgerðir á svæðinu og hefja byggingu hafnar þar sem stór skip gætu lagt að með vatn, matvæli, lyf og tímabundið skjól. Forsetinn hét því að hermenn Bandaríkjanna myndu ekki fara inn á svæðið. Þá sagði hann Ísraelsmenn þurfa að axla ábyrgð. „Við leiðtoga Ísrael segi ég þetta: Mannúðaraðstoð má ekki vera í öðru sæti eða notuð sem vogarafl í samningaviðræðum. Það verður að vera forgangsmál að standa vörð um og bjarga saklausum lífum.“ Guardian segir að svo virðist sem ákvörðunin um að opna eigin höfn hafi verið tekin vegna óánægju stjórnvalda vestanhafs með aðgerðaleysi Ísraela í mannúðarmálum. „Við ætlum ekki að bíða eftir Ísraelsmönnunum. Þetta er stund fyrir Bandaríkin að taka forystu,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni. Sérfræðingar hafa fagnað fréttunum en óttast að framkvæmdin muni taka of langan tíma og segja að það hefði verið skilvirkara að fá Ísraelsmenn til að opna fleiri landleiðir inn á Gasa. Samkvæmt heimildarmönnum verður bryggjan reist af verkfræðingum sem munu starfa frá skipum undan ströndinni. Hermenn Bandaríkjanna munu þannig ekki þurfa að stíga á land heldur verður öllu sinnt frá hafi. Neyðargögnin verða flutt um borð í Larnaca á Kýpur og flutt þaðan til Gasa. Ísraelsmenn munu geta skoðað farminn áður en hann leggur úr höfn í Larnaca. Von er á sameiginlegri tilkynningu frá öðrum ríkjum og hjálparsamtökum sem munu koma að málum en Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sögð meðal þeirra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Biden sagði Bandaríkjamenn myndu leiða mannúðaraðgerðir á svæðinu og hefja byggingu hafnar þar sem stór skip gætu lagt að með vatn, matvæli, lyf og tímabundið skjól. Forsetinn hét því að hermenn Bandaríkjanna myndu ekki fara inn á svæðið. Þá sagði hann Ísraelsmenn þurfa að axla ábyrgð. „Við leiðtoga Ísrael segi ég þetta: Mannúðaraðstoð má ekki vera í öðru sæti eða notuð sem vogarafl í samningaviðræðum. Það verður að vera forgangsmál að standa vörð um og bjarga saklausum lífum.“ Guardian segir að svo virðist sem ákvörðunin um að opna eigin höfn hafi verið tekin vegna óánægju stjórnvalda vestanhafs með aðgerðaleysi Ísraela í mannúðarmálum. „Við ætlum ekki að bíða eftir Ísraelsmönnunum. Þetta er stund fyrir Bandaríkin að taka forystu,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni. Sérfræðingar hafa fagnað fréttunum en óttast að framkvæmdin muni taka of langan tíma og segja að það hefði verið skilvirkara að fá Ísraelsmenn til að opna fleiri landleiðir inn á Gasa. Samkvæmt heimildarmönnum verður bryggjan reist af verkfræðingum sem munu starfa frá skipum undan ströndinni. Hermenn Bandaríkjanna munu þannig ekki þurfa að stíga á land heldur verður öllu sinnt frá hafi. Neyðargögnin verða flutt um borð í Larnaca á Kýpur og flutt þaðan til Gasa. Ísraelsmenn munu geta skoðað farminn áður en hann leggur úr höfn í Larnaca. Von er á sameiginlegri tilkynningu frá öðrum ríkjum og hjálparsamtökum sem munu koma að málum en Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sögð meðal þeirra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira