Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 06:52 Biden greindi frá bryggjuáformunum í stefnuræðu sinni í gær en staðan á Gasa er farin að vera honum fjötur um fót í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar. Getty/Chip Somodevilla Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. Biden sagði Bandaríkjamenn myndu leiða mannúðaraðgerðir á svæðinu og hefja byggingu hafnar þar sem stór skip gætu lagt að með vatn, matvæli, lyf og tímabundið skjól. Forsetinn hét því að hermenn Bandaríkjanna myndu ekki fara inn á svæðið. Þá sagði hann Ísraelsmenn þurfa að axla ábyrgð. „Við leiðtoga Ísrael segi ég þetta: Mannúðaraðstoð má ekki vera í öðru sæti eða notuð sem vogarafl í samningaviðræðum. Það verður að vera forgangsmál að standa vörð um og bjarga saklausum lífum.“ Guardian segir að svo virðist sem ákvörðunin um að opna eigin höfn hafi verið tekin vegna óánægju stjórnvalda vestanhafs með aðgerðaleysi Ísraela í mannúðarmálum. „Við ætlum ekki að bíða eftir Ísraelsmönnunum. Þetta er stund fyrir Bandaríkin að taka forystu,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni. Sérfræðingar hafa fagnað fréttunum en óttast að framkvæmdin muni taka of langan tíma og segja að það hefði verið skilvirkara að fá Ísraelsmenn til að opna fleiri landleiðir inn á Gasa. Samkvæmt heimildarmönnum verður bryggjan reist af verkfræðingum sem munu starfa frá skipum undan ströndinni. Hermenn Bandaríkjanna munu þannig ekki þurfa að stíga á land heldur verður öllu sinnt frá hafi. Neyðargögnin verða flutt um borð í Larnaca á Kýpur og flutt þaðan til Gasa. Ísraelsmenn munu geta skoðað farminn áður en hann leggur úr höfn í Larnaca. Von er á sameiginlegri tilkynningu frá öðrum ríkjum og hjálparsamtökum sem munu koma að málum en Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sögð meðal þeirra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sjá meira
Biden sagði Bandaríkjamenn myndu leiða mannúðaraðgerðir á svæðinu og hefja byggingu hafnar þar sem stór skip gætu lagt að með vatn, matvæli, lyf og tímabundið skjól. Forsetinn hét því að hermenn Bandaríkjanna myndu ekki fara inn á svæðið. Þá sagði hann Ísraelsmenn þurfa að axla ábyrgð. „Við leiðtoga Ísrael segi ég þetta: Mannúðaraðstoð má ekki vera í öðru sæti eða notuð sem vogarafl í samningaviðræðum. Það verður að vera forgangsmál að standa vörð um og bjarga saklausum lífum.“ Guardian segir að svo virðist sem ákvörðunin um að opna eigin höfn hafi verið tekin vegna óánægju stjórnvalda vestanhafs með aðgerðaleysi Ísraela í mannúðarmálum. „Við ætlum ekki að bíða eftir Ísraelsmönnunum. Þetta er stund fyrir Bandaríkin að taka forystu,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni. Sérfræðingar hafa fagnað fréttunum en óttast að framkvæmdin muni taka of langan tíma og segja að það hefði verið skilvirkara að fá Ísraelsmenn til að opna fleiri landleiðir inn á Gasa. Samkvæmt heimildarmönnum verður bryggjan reist af verkfræðingum sem munu starfa frá skipum undan ströndinni. Hermenn Bandaríkjanna munu þannig ekki þurfa að stíga á land heldur verður öllu sinnt frá hafi. Neyðargögnin verða flutt um borð í Larnaca á Kýpur og flutt þaðan til Gasa. Ísraelsmenn munu geta skoðað farminn áður en hann leggur úr höfn í Larnaca. Von er á sameiginlegri tilkynningu frá öðrum ríkjum og hjálparsamtökum sem munu koma að málum en Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sögð meðal þeirra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sjá meira