Ég vil ekki skipta við Rapyd Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 8. mars 2024 09:16 Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi. Ég fór að reyna að forðast viðskipti við Rapyd þegar ég gat en það er sannarlega ekki auðvelt. Rapyd er langstærsta fyrirtæki í færsluhirðingu á Íslandi og eina fjármálafyrirtækið sem kemur bæði að virkni greiðslukorta, hraðbanka og posa í verslunum. Þetta er í raun og veru ekki fyrirtæki sem neytendur á Íslandi hafa mikið val um að skipta við. Þegar ég svo frétti að Rapyd tæki beinan þátt í stríðinu og ætti í samstarfi við ísraelska herinn ákvað ég að reyna samt sem áður allt til að eiga ekki nein viðskipti við þetta fyrirtæki. Rapyd hefur hins vegar litla þolinmæði fyrir löngun neytenda til að ráða því við hvern þeir eiga í viðskiptum við og hefur fjarlægt merki sitt af öllum posum til að fela sig fyrir neytendum. Ef þú sérð ómerktan posa, þá er hann að öllum líkindum Rapyd posi. Þegar þú kaupir í matinn hjá Bónus, Hagkaup, Nettó, Samkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, 10/11 og Iceland , þá ertu að versla við Rapyd. En sem betur fer eru margar matvöruverslanir ekki með Rapyd. Til dæmis Krónan, Heimkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin. En víða úti á landi getur verið ómögulegt fyrir fólk að sleppa við Rapyd þótt það vilji, sem er óþolandi. Ef við þurfum að kaupa okkur húsgögn og annað til heimilisins er staðan aðeins betri því IKEA, Jysk, Ilva og Casa eru til dæmis ekki með Rapyd. Ekki heldur Bauhaus og Garðaland. Hins vegar eru því miður bæði Byko og Húsasmiðjan með Rapyd og þar með líka Blómaval. Það er sumsé erfitt að sinna daglegum nauðsynjum á Íslandi án þess að neyðast til að eiga í viðskiptum við Rapyd. Erfitt, en þó mögulegt, þökk sé fyrirtækjum sem skipta um færsluhirði. Greiðslukort Arion banka og Landsbankans tengjast Rapyd en greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka og Kviku gera það ekki. Þar er því auðvelt að skipta. Eina leiðin til að taka út reiðufé á Íslandi án þess að Rapyd taki þar skerf af virðist hins vegar vera sú að fara til gjaldkera eða taka út peninga af sparnaðarreikningum í hraðbanka með rafrænum skilríkjum. Já, þú last rétt, það er ekki einu sinni hægt að taka út peninga með korti hjá Íslandsbanka (sem tengist annars ekki Rapyd) í hraðbanka frá Íslandsbanka, án þess að Rapyd eigi hlut að máli. Líklega mega neytendur á Íslandi þakka fyrir að þessu fyrirtæki hafi ekki verið falið að prenta peninga fyrir íslenska ríkið. Einna verst er þó að Ríkiskaup gerði samning árið 2021 við Valitor sem í dag er Rapyd. Nýbúið er að framlengja samninginn fyrir hönd 160 ríkisstofnana, þar á meðal eru sjúkrahús, heilsugæslur, skólar og sýslumenn. (Allt saman auðvitað stofnanir sem forstjóra Rapyd þætti ásættanlegur fórnarkostnaður í stríði.) Þætti okkur það í lagi ef Ríkiskaup skipti við fyrirtæki í rússneskri eigu, með forstjóra sem hefði lýst yfir opinberum stuðningi við innrásina í Úkraínu? Hér gildir því að borga annað hvort með reiðufé eða biðja um reikning í heimabanka. Það er vel hægt að lágmarka viðskipti sín við Rapyd þótt enn sé erfitt að sleppa þeim alveg. Sem betur fer verður það auðveldara með hverri vikunni því fjöldi stjórnenda og eigenda fyrirtækja vilja ekki frekar en ég senda peningana sína til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríði. Á vefsíðunni www.hirdir.is getur þú séð hvort verslunin sem þú ferð oftast í sé með Rapyd. Sniðganga á Rapyd er eitt af því fáa sem við, almenningur á Íslandi, getur gert til að þrýsta á að stríðinu á Gaza ljúki sem fyrst og að þeir sem taka beinan þátt í þjóðarmorði þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi. Ég fór að reyna að forðast viðskipti við Rapyd þegar ég gat en það er sannarlega ekki auðvelt. Rapyd er langstærsta fyrirtæki í færsluhirðingu á Íslandi og eina fjármálafyrirtækið sem kemur bæði að virkni greiðslukorta, hraðbanka og posa í verslunum. Þetta er í raun og veru ekki fyrirtæki sem neytendur á Íslandi hafa mikið val um að skipta við. Þegar ég svo frétti að Rapyd tæki beinan þátt í stríðinu og ætti í samstarfi við ísraelska herinn ákvað ég að reyna samt sem áður allt til að eiga ekki nein viðskipti við þetta fyrirtæki. Rapyd hefur hins vegar litla þolinmæði fyrir löngun neytenda til að ráða því við hvern þeir eiga í viðskiptum við og hefur fjarlægt merki sitt af öllum posum til að fela sig fyrir neytendum. Ef þú sérð ómerktan posa, þá er hann að öllum líkindum Rapyd posi. Þegar þú kaupir í matinn hjá Bónus, Hagkaup, Nettó, Samkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, 10/11 og Iceland , þá ertu að versla við Rapyd. En sem betur fer eru margar matvöruverslanir ekki með Rapyd. Til dæmis Krónan, Heimkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin. En víða úti á landi getur verið ómögulegt fyrir fólk að sleppa við Rapyd þótt það vilji, sem er óþolandi. Ef við þurfum að kaupa okkur húsgögn og annað til heimilisins er staðan aðeins betri því IKEA, Jysk, Ilva og Casa eru til dæmis ekki með Rapyd. Ekki heldur Bauhaus og Garðaland. Hins vegar eru því miður bæði Byko og Húsasmiðjan með Rapyd og þar með líka Blómaval. Það er sumsé erfitt að sinna daglegum nauðsynjum á Íslandi án þess að neyðast til að eiga í viðskiptum við Rapyd. Erfitt, en þó mögulegt, þökk sé fyrirtækjum sem skipta um færsluhirði. Greiðslukort Arion banka og Landsbankans tengjast Rapyd en greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka og Kviku gera það ekki. Þar er því auðvelt að skipta. Eina leiðin til að taka út reiðufé á Íslandi án þess að Rapyd taki þar skerf af virðist hins vegar vera sú að fara til gjaldkera eða taka út peninga af sparnaðarreikningum í hraðbanka með rafrænum skilríkjum. Já, þú last rétt, það er ekki einu sinni hægt að taka út peninga með korti hjá Íslandsbanka (sem tengist annars ekki Rapyd) í hraðbanka frá Íslandsbanka, án þess að Rapyd eigi hlut að máli. Líklega mega neytendur á Íslandi þakka fyrir að þessu fyrirtæki hafi ekki verið falið að prenta peninga fyrir íslenska ríkið. Einna verst er þó að Ríkiskaup gerði samning árið 2021 við Valitor sem í dag er Rapyd. Nýbúið er að framlengja samninginn fyrir hönd 160 ríkisstofnana, þar á meðal eru sjúkrahús, heilsugæslur, skólar og sýslumenn. (Allt saman auðvitað stofnanir sem forstjóra Rapyd þætti ásættanlegur fórnarkostnaður í stríði.) Þætti okkur það í lagi ef Ríkiskaup skipti við fyrirtæki í rússneskri eigu, með forstjóra sem hefði lýst yfir opinberum stuðningi við innrásina í Úkraínu? Hér gildir því að borga annað hvort með reiðufé eða biðja um reikning í heimabanka. Það er vel hægt að lágmarka viðskipti sín við Rapyd þótt enn sé erfitt að sleppa þeim alveg. Sem betur fer verður það auðveldara með hverri vikunni því fjöldi stjórnenda og eigenda fyrirtækja vilja ekki frekar en ég senda peningana sína til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríði. Á vefsíðunni www.hirdir.is getur þú séð hvort verslunin sem þú ferð oftast í sé með Rapyd. Sniðganga á Rapyd er eitt af því fáa sem við, almenningur á Íslandi, getur gert til að þrýsta á að stríðinu á Gaza ljúki sem fyrst og að þeir sem taka beinan þátt í þjóðarmorði þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun