Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 12:49 Saga Kjartansdóttir, verkefnstjóri vinnueftirlits ASÍ. Vísir/Egill Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. Fjallað var um mál Davíðs Viðarssonar í Kveik á RÚV í gærkvöldi og fylgst með vinnustaðaeftirliti ASÍ, þegar það fór á veitingastaðinn Vietnam restaurant á Suðurlandsbraut í lok febrúarmánaðar. Þá höfðu ábendingar verið að berast eftirlitinu og lögreglu í rúmt ár og vinnustaðaeftirlitið heimsótt staðina með túlki allan þann tíma til að byggja upp traust. „Allt árið höfum við verið að fara í vinnustaðaeftirliti ASÍ og stéttarfélaganna, í góðu samstarfi félaganna á höfuðborgarsvæðinu, á þessa staði og tala við fólk. Við höfum farið með túlk með okkur og reynt að byggja upp traust og trúnað þessa fólks og um leið upplýsa þau um réttindi sín. Þau hafa kannski ekki alltaf sagt okkur mikið, hafa verið hikandi að treyst okkur en smám saman held ég að þau hafi farið að leggja eitthvað traust á okkur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ. „Svo er það í raun bara lögregla sem á frumkvæði að þessum aðgerðum og biður okkur að vera með því fólkið var sumt hvert, á þessum tímapunkti, farið að þekkja andlitin á okkur og það var mat lögreglu og okkar að það væri líklegra til að treysta okkur af því það hefur hitt okkur nokkrum sinnum áður og þá frekar tilbúið að koma með okkur og þiggja aðstoð.“ Vonar að málið verði fordæmisgefandi Þó málið sé hræðilegt sé gott að mál sem þessi séu farin að rata á yfirborðið. „Þetta er ekki eina málið, það kannski sker sig úr því þetta er mjög stórt og umfangsmikið. Þetta er ekki eina mansals- og misneytingarmálið sem við erum með á okkar borði. Þau eru fleiri og íslenskir atvinnurekendur eru ekki síður í þessum málum sem við fáum á okkar borð,“ segir Saga. „Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif í þessum málaflokki. Það hvað lögreglan hefur farið í þetta af mikilli alvöru skiptir mjög miklu máli. Það skiptir miklu máli varðandi fordæmisgildi og hvað þá ef það næst dómur, það skiptir gríðarlegu máli og sendir mjög mikilvæg skilaboð út á vinnumarkaðinn.“ Vinnumansal ekki nýtt á Íslandi Eftirlitið hafi einblínt á veitingastaðina í eigu Davíðs en líka fylgst með hótelum hans. „Svo rekur hann þetta ræstingarfyrirtæki Vy-þrif sem sá um þrif á mörgum stöðum, meðal annars í einhverjum mathöllum. Þannig að við höfum líka hitt fyrir fólk þar,“ segir Saga. Í Kveik var meðal annars rætt við starfsmann hans Blæ, sem vildi ekki koma fram undir sínu raunverulega nafni. Blær segist hafa komið hingað til lands fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldunnar. Hann hafi greitt níu milljónir króna til að komast til Íslands og aðrar átta til að koma fjölskyldunni til landsins. „Vinnumansal er ekki eitthvað sem kemur að utan, þetta er ekki eitthvað sem er aðflutt. Þetta er eitthvað sem hefur lengi verið til en kannski munurinn í dag er að við erum með stærri og berskjaldaðri hópa á vinnumarkaði, sem eiga á hættu að lenda í þessum aðstæðum. Þess vegna þurfum við að veita þessu aukna athygli og fá fleiri úrræði til að takast á við þetta,“ segir Saga. „Stundum er fólk skuldsett áður en það kemur til landsins og því er einhvern vegin haldið í einhvers konar ánauð. Það er ekki alltaf þannig að skilríkin séu tekin af þeim og alls ekki þannig að þau séu hlekkjuð einhvers staðar. Þetta eru ekki sjáanlegir hlekkir heldur, eins og einhver lýsti þessu, sálrænir hlekkir. Mér fannst við heyra það vel í viðtalinu við þennan starfsmenn þegar hann lýsti þessu.“ Fólk hrætt við að missa dvalarleyfið Frásögn Blæs af því að hafa greitt milljónir króna til þess að komast til Íslands. „Það er alls ekki óþekkt að fólk safni sér einhverjum upphæðum til að greiða fyrir dvalar- og atvinnuleyfi og starf einhvers staðar. Þá er það oft öll fjölskyldan sem leggst á eitt til þess að einn geti farið út og unnið. Það er alls ekki óþekkt.“ Hún segir þetta ekki eina málið, sem komið hafi á borð ASÍ, þar sem fólk lýsir því að hafa verið hótað brottflutningi úr landi segði það frá bágri stöðu sinni. „Fólk er hrætt við gerandann en það er stundum ekki síður hrætt við að missa afkomu sína og dvalarleyfi á Íslandi. Þess vegna verðum við að nálgast þessi mál með þeim gleraugum,“ segir Saga. Mál Davíðs Viðarssonar Vinnumarkaður Lögreglumál Tengdar fréttir Svartur listi gegn mansali og launaþjófnað Í fréttum þessarar viku hefur verið kafað djúpt ofan í grunað vinnumansal tengt fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar. Átta manns hafa verið handtekin í tengslum við málið og talið er að þolendur séu allt 40 talsins. 8. mars 2024 12:31 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Óttast að mál Davíðs ýti undir fordóma gagnvart Víetnömum Aðjunkt við Háskóla Íslands óttast að mál Davíðs Viðarssonar ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. Hún segist aldrei áður hafa heyrt af því að Víetnamar séu fluttir hingað til lands í vinnumansali. 7. mars 2024 20:01 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fjallað var um mál Davíðs Viðarssonar í Kveik á RÚV í gærkvöldi og fylgst með vinnustaðaeftirliti ASÍ, þegar það fór á veitingastaðinn Vietnam restaurant á Suðurlandsbraut í lok febrúarmánaðar. Þá höfðu ábendingar verið að berast eftirlitinu og lögreglu í rúmt ár og vinnustaðaeftirlitið heimsótt staðina með túlki allan þann tíma til að byggja upp traust. „Allt árið höfum við verið að fara í vinnustaðaeftirliti ASÍ og stéttarfélaganna, í góðu samstarfi félaganna á höfuðborgarsvæðinu, á þessa staði og tala við fólk. Við höfum farið með túlk með okkur og reynt að byggja upp traust og trúnað þessa fólks og um leið upplýsa þau um réttindi sín. Þau hafa kannski ekki alltaf sagt okkur mikið, hafa verið hikandi að treyst okkur en smám saman held ég að þau hafi farið að leggja eitthvað traust á okkur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ. „Svo er það í raun bara lögregla sem á frumkvæði að þessum aðgerðum og biður okkur að vera með því fólkið var sumt hvert, á þessum tímapunkti, farið að þekkja andlitin á okkur og það var mat lögreglu og okkar að það væri líklegra til að treysta okkur af því það hefur hitt okkur nokkrum sinnum áður og þá frekar tilbúið að koma með okkur og þiggja aðstoð.“ Vonar að málið verði fordæmisgefandi Þó málið sé hræðilegt sé gott að mál sem þessi séu farin að rata á yfirborðið. „Þetta er ekki eina málið, það kannski sker sig úr því þetta er mjög stórt og umfangsmikið. Þetta er ekki eina mansals- og misneytingarmálið sem við erum með á okkar borði. Þau eru fleiri og íslenskir atvinnurekendur eru ekki síður í þessum málum sem við fáum á okkar borð,“ segir Saga. „Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif í þessum málaflokki. Það hvað lögreglan hefur farið í þetta af mikilli alvöru skiptir mjög miklu máli. Það skiptir miklu máli varðandi fordæmisgildi og hvað þá ef það næst dómur, það skiptir gríðarlegu máli og sendir mjög mikilvæg skilaboð út á vinnumarkaðinn.“ Vinnumansal ekki nýtt á Íslandi Eftirlitið hafi einblínt á veitingastaðina í eigu Davíðs en líka fylgst með hótelum hans. „Svo rekur hann þetta ræstingarfyrirtæki Vy-þrif sem sá um þrif á mörgum stöðum, meðal annars í einhverjum mathöllum. Þannig að við höfum líka hitt fyrir fólk þar,“ segir Saga. Í Kveik var meðal annars rætt við starfsmann hans Blæ, sem vildi ekki koma fram undir sínu raunverulega nafni. Blær segist hafa komið hingað til lands fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldunnar. Hann hafi greitt níu milljónir króna til að komast til Íslands og aðrar átta til að koma fjölskyldunni til landsins. „Vinnumansal er ekki eitthvað sem kemur að utan, þetta er ekki eitthvað sem er aðflutt. Þetta er eitthvað sem hefur lengi verið til en kannski munurinn í dag er að við erum með stærri og berskjaldaðri hópa á vinnumarkaði, sem eiga á hættu að lenda í þessum aðstæðum. Þess vegna þurfum við að veita þessu aukna athygli og fá fleiri úrræði til að takast á við þetta,“ segir Saga. „Stundum er fólk skuldsett áður en það kemur til landsins og því er einhvern vegin haldið í einhvers konar ánauð. Það er ekki alltaf þannig að skilríkin séu tekin af þeim og alls ekki þannig að þau séu hlekkjuð einhvers staðar. Þetta eru ekki sjáanlegir hlekkir heldur, eins og einhver lýsti þessu, sálrænir hlekkir. Mér fannst við heyra það vel í viðtalinu við þennan starfsmenn þegar hann lýsti þessu.“ Fólk hrætt við að missa dvalarleyfið Frásögn Blæs af því að hafa greitt milljónir króna til þess að komast til Íslands. „Það er alls ekki óþekkt að fólk safni sér einhverjum upphæðum til að greiða fyrir dvalar- og atvinnuleyfi og starf einhvers staðar. Þá er það oft öll fjölskyldan sem leggst á eitt til þess að einn geti farið út og unnið. Það er alls ekki óþekkt.“ Hún segir þetta ekki eina málið, sem komið hafi á borð ASÍ, þar sem fólk lýsir því að hafa verið hótað brottflutningi úr landi segði það frá bágri stöðu sinni. „Fólk er hrætt við gerandann en það er stundum ekki síður hrætt við að missa afkomu sína og dvalarleyfi á Íslandi. Þess vegna verðum við að nálgast þessi mál með þeim gleraugum,“ segir Saga.
Mál Davíðs Viðarssonar Vinnumarkaður Lögreglumál Tengdar fréttir Svartur listi gegn mansali og launaþjófnað Í fréttum þessarar viku hefur verið kafað djúpt ofan í grunað vinnumansal tengt fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar. Átta manns hafa verið handtekin í tengslum við málið og talið er að þolendur séu allt 40 talsins. 8. mars 2024 12:31 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Óttast að mál Davíðs ýti undir fordóma gagnvart Víetnömum Aðjunkt við Háskóla Íslands óttast að mál Davíðs Viðarssonar ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. Hún segist aldrei áður hafa heyrt af því að Víetnamar séu fluttir hingað til lands í vinnumansali. 7. mars 2024 20:01 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Svartur listi gegn mansali og launaþjófnað Í fréttum þessarar viku hefur verið kafað djúpt ofan í grunað vinnumansal tengt fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar. Átta manns hafa verið handtekin í tengslum við málið og talið er að þolendur séu allt 40 talsins. 8. mars 2024 12:31
Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18
Óttast að mál Davíðs ýti undir fordóma gagnvart Víetnömum Aðjunkt við Háskóla Íslands óttast að mál Davíðs Viðarssonar ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. Hún segist aldrei áður hafa heyrt af því að Víetnamar séu fluttir hingað til lands í vinnumansali. 7. mars 2024 20:01