Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísabet tilnefnd til verðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2024 14:23 Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísabet Inga eru öll tilnefnd til blaðamannaverðlauna. vísir Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. Í flokknum Viðtal ársins eru eftirfarandi tilnefnd: Auður Ösp Guðmundsdóttir, Fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fyrir viðtal við Evu Ólafsdóttur sem steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu afa síns, Guðjóns Ólafssonar, í Vestmannaeyjum þegar hún var sjö ára gömul og hvaða áhrif ofbeldið hefur haft á hennar líf. Viðtalið er afhjúpandi og áhrifaríkt auk þess sem mikil rannsóknarvinna blaðamannsins í tengslum við viðtalið skín í gegn. Björk Eiðsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir viðtal við Magnús Karl Magnússon sem ræðir líf sitt og eiginkonu sinnar, Ellýjar Guðmundsdóttur, eftir að hún greindist með Alzheimer sjúkdóminn, aðeins rúmlega fimmtug að aldri. Í umsögn segir að blaðamaður nálgist erfitt og viðkvæmt viðfangsefni af virðingu og hlýju svo úr verði viðtal sem veiti einstaka sýn inn í líf þeirra sem glíma við Alzheimer og aðstandenda þeirra. Margrét Marteinsdóttir, Heimildinni. Fyrir viðtal við Gyrði Elíasson, rithöfund, þar sem hann ræðir í fyrsta sinn opinskátt um þunglyndi sem hann hefur glímt við í áratugi. Í umsögn dómnefndar segir að viðtalið sé yndislestur og afar vel unnið, þar sem ljóðlist Gyrðis er meðal annars listilega fléttað inn í frásögnina. Í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins eru eftirfarandi tilnefnd: Arnhildur Hálfdánardóttir og Arnar Þórisson, RÚV, fyrir umfjöllun um svokallaða „óleyfisbústaði.“ Þau heimsóttu meðal annars kolakjallara í Hlíðunum sem flóttafólk frá Venesúela leigði. Dómnefnd segir umfjöllunina afhjúpandi og hafi varpað ljósi á hræðilegar aðstæður sem fólk býr við og á almennt úrræðaleysi kerfisins til að taka á ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um endurvinnsluferli drykkjarferna sem afhjúpaði að fernur eru brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umsögn dómnefndar segir að umfjöllun og rannsókn Bjartmars hafi verið umfangsmikil og teygt sig til margra landa og hafði meðal annars þau áhrif að breytingar urðu á stjórnendateymi Úrvinnslusjóðs og nýtt verklag var innleitt við endurvinnslu á drykkjarfernum. Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson, Heimildinni, fyrir umfjöllun um snjóflóðið sem féll á Súðavík í janúar 1995. Umsögn dómnefndar: Í vandaðri og yfirgripsmikilli umfjöllun tókst blaðamönnunum að varpa nýju ljósi á atburð sem flestir Íslendingar þekkja vel til. Með nákvæmri og vel unninni rannsókn sinni tókst þeim að draga fram upplýsingar sem höfðu ekki komið fram áður. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að skipa rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir þessar nýju upplýsingar. Í flokknum Umfjöllun ársins eru eftirfarandi tilnefnd: Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sunna Sæmundsdóttir, fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fyrir umfjöllun um fylliefni og fegrunaraðgerðir í Kompás. Málið var skoðað frá mörgum hliðum og sýndi með áhrifamiklum hætti hvernig ungar stúlkur eru afvegaleiddar með vafasömum eða röngum upplýsingum. Umfjöllunin var afhjúpandi um eftirlitslausan markað og leiddi til þess að heilbrigðisráðherra setti reglugerð um starfsemina. Ingi Freyr Vilhjálmsson, Heimildinni, fyrir umfjöllun um sjókvíaeldi á Íslandi. Í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um atvinnugreinina auk tveggja umhverfisslysa á síðasta ári, náði umræðan um sjókvíaeldi ákveðnum hápunkti. Ingi Freyr hefur verið leiðandi í sinni umfjöllun um málið og fjallað um það á afhjúpandi, fjölbreyttan og heildstæðan hátt, þannig að eftir hefur verið tekið, bæði innanlands og utan. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason, Reykjavík Media og Purkur kvikmyndagerð. Fyrir sjónvarpsþættina Stormur sem fjölluðu um Covid 19-faraldurinn á Íslandi frá hliðum sem ekki höfðu sést áður í fjölmiðlum hér á landi. Mannlegar hliðar faraldursins voru í forgrunni í þáttunum með áhrifamiklum sögum af því hvernig almenningur tókst á við sjúkdóminn og hraða útbreiðslu hans, sem og sögum af þeim sem stóðu í framlínu baráttunnar fjarri ættingjum sínum. Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins eru eftirfarandi tilnefnd: Heimir Már Pétursson, fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um kjaramál á árinu, sem kristallaðist í viðtali við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson, þáverandi framkvæmdastjóra SA. Deilan var þá komin á algjöran hnút en Heimir Már fékk þau saman í ítarlegt viðtal í beinni útsendingu þar sem þau féllust á að fresta verkföllum og verkbanni ef ný miðlunartillaga yrði lögð fram. Ingunn Lára Kristjánsdóttir, RÚV, fyrir nýstárlega og eftirtektarverða framsetningu frétta á helstu samfélagsmiðlum, til að mynda á TikTok og Instagram, og fyrir svokallaðar flettifréttir á gagnvirku formi. Ingunn Lára er brautryðjandi hvað þetta varðar í fjölmiðlum hér á landi, en með nálgun sinni hefur henni tekist að breikka neytendahóp fréttanna og ná til yngri aldurshópa sem í síauknum mæli afla sér nær eingöngu frétta í gegnum samfélagsmiðla. Sunna Ósk Logadóttir, Heimildinni, fyrir viðamikla umfjöllun um málefni náttúrunnar í sinni fjölbreyttustu mynd. Sunna hefur skrifað vandaðar og gagnrýnar greinar um togstreitu sem skapast hefur í loftslagsmálum hér á landi, meðal annars út frá sjónarhorni íbúa í dreifðari byggðum landsins, og afhjúpandi greinar sem tengjast nýtingu mannsins á dýrum, eins og til dæmis blóðmerahaldi og hvalveiðum. Ítarleg rannsóknarvinna liggur að baki greinum Sunnu sem hafa haft áhrif á almenna samfélagsumræðu. Fjölmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Í flokknum Viðtal ársins eru eftirfarandi tilnefnd: Auður Ösp Guðmundsdóttir, Fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fyrir viðtal við Evu Ólafsdóttur sem steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu afa síns, Guðjóns Ólafssonar, í Vestmannaeyjum þegar hún var sjö ára gömul og hvaða áhrif ofbeldið hefur haft á hennar líf. Viðtalið er afhjúpandi og áhrifaríkt auk þess sem mikil rannsóknarvinna blaðamannsins í tengslum við viðtalið skín í gegn. Björk Eiðsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir viðtal við Magnús Karl Magnússon sem ræðir líf sitt og eiginkonu sinnar, Ellýjar Guðmundsdóttur, eftir að hún greindist með Alzheimer sjúkdóminn, aðeins rúmlega fimmtug að aldri. Í umsögn segir að blaðamaður nálgist erfitt og viðkvæmt viðfangsefni af virðingu og hlýju svo úr verði viðtal sem veiti einstaka sýn inn í líf þeirra sem glíma við Alzheimer og aðstandenda þeirra. Margrét Marteinsdóttir, Heimildinni. Fyrir viðtal við Gyrði Elíasson, rithöfund, þar sem hann ræðir í fyrsta sinn opinskátt um þunglyndi sem hann hefur glímt við í áratugi. Í umsögn dómnefndar segir að viðtalið sé yndislestur og afar vel unnið, þar sem ljóðlist Gyrðis er meðal annars listilega fléttað inn í frásögnina. Í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins eru eftirfarandi tilnefnd: Arnhildur Hálfdánardóttir og Arnar Þórisson, RÚV, fyrir umfjöllun um svokallaða „óleyfisbústaði.“ Þau heimsóttu meðal annars kolakjallara í Hlíðunum sem flóttafólk frá Venesúela leigði. Dómnefnd segir umfjöllunina afhjúpandi og hafi varpað ljósi á hræðilegar aðstæður sem fólk býr við og á almennt úrræðaleysi kerfisins til að taka á ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um endurvinnsluferli drykkjarferna sem afhjúpaði að fernur eru brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umsögn dómnefndar segir að umfjöllun og rannsókn Bjartmars hafi verið umfangsmikil og teygt sig til margra landa og hafði meðal annars þau áhrif að breytingar urðu á stjórnendateymi Úrvinnslusjóðs og nýtt verklag var innleitt við endurvinnslu á drykkjarfernum. Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson, Heimildinni, fyrir umfjöllun um snjóflóðið sem féll á Súðavík í janúar 1995. Umsögn dómnefndar: Í vandaðri og yfirgripsmikilli umfjöllun tókst blaðamönnunum að varpa nýju ljósi á atburð sem flestir Íslendingar þekkja vel til. Með nákvæmri og vel unninni rannsókn sinni tókst þeim að draga fram upplýsingar sem höfðu ekki komið fram áður. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að skipa rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir þessar nýju upplýsingar. Í flokknum Umfjöllun ársins eru eftirfarandi tilnefnd: Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sunna Sæmundsdóttir, fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fyrir umfjöllun um fylliefni og fegrunaraðgerðir í Kompás. Málið var skoðað frá mörgum hliðum og sýndi með áhrifamiklum hætti hvernig ungar stúlkur eru afvegaleiddar með vafasömum eða röngum upplýsingum. Umfjöllunin var afhjúpandi um eftirlitslausan markað og leiddi til þess að heilbrigðisráðherra setti reglugerð um starfsemina. Ingi Freyr Vilhjálmsson, Heimildinni, fyrir umfjöllun um sjókvíaeldi á Íslandi. Í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um atvinnugreinina auk tveggja umhverfisslysa á síðasta ári, náði umræðan um sjókvíaeldi ákveðnum hápunkti. Ingi Freyr hefur verið leiðandi í sinni umfjöllun um málið og fjallað um það á afhjúpandi, fjölbreyttan og heildstæðan hátt, þannig að eftir hefur verið tekið, bæði innanlands og utan. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason, Reykjavík Media og Purkur kvikmyndagerð. Fyrir sjónvarpsþættina Stormur sem fjölluðu um Covid 19-faraldurinn á Íslandi frá hliðum sem ekki höfðu sést áður í fjölmiðlum hér á landi. Mannlegar hliðar faraldursins voru í forgrunni í þáttunum með áhrifamiklum sögum af því hvernig almenningur tókst á við sjúkdóminn og hraða útbreiðslu hans, sem og sögum af þeim sem stóðu í framlínu baráttunnar fjarri ættingjum sínum. Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins eru eftirfarandi tilnefnd: Heimir Már Pétursson, fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um kjaramál á árinu, sem kristallaðist í viðtali við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson, þáverandi framkvæmdastjóra SA. Deilan var þá komin á algjöran hnút en Heimir Már fékk þau saman í ítarlegt viðtal í beinni útsendingu þar sem þau féllust á að fresta verkföllum og verkbanni ef ný miðlunartillaga yrði lögð fram. Ingunn Lára Kristjánsdóttir, RÚV, fyrir nýstárlega og eftirtektarverða framsetningu frétta á helstu samfélagsmiðlum, til að mynda á TikTok og Instagram, og fyrir svokallaðar flettifréttir á gagnvirku formi. Ingunn Lára er brautryðjandi hvað þetta varðar í fjölmiðlum hér á landi, en með nálgun sinni hefur henni tekist að breikka neytendahóp fréttanna og ná til yngri aldurshópa sem í síauknum mæli afla sér nær eingöngu frétta í gegnum samfélagsmiðla. Sunna Ósk Logadóttir, Heimildinni, fyrir viðamikla umfjöllun um málefni náttúrunnar í sinni fjölbreyttustu mynd. Sunna hefur skrifað vandaðar og gagnrýnar greinar um togstreitu sem skapast hefur í loftslagsmálum hér á landi, meðal annars út frá sjónarhorni íbúa í dreifðari byggðum landsins, og afhjúpandi greinar sem tengjast nýtingu mannsins á dýrum, eins og til dæmis blóðmerahaldi og hvalveiðum. Ítarleg rannsóknarvinna liggur að baki greinum Sunnu sem hafa haft áhrif á almenna samfélagsumræðu.
Fjölmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira