Fimm dóu þegar hjálpargögn lentu á þeim Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2024 15:22 Hjálpargögnum var varpað á Gasaströndina í fallhlífum. AP/Leo Correa Að minnsta kosti fimm manns eru sagðir hafa látið lífið þegar hjálpargögn sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Gasaströndina úr lofti í gær lentu á þeim. Fallhlíf allavega eins vörubrettis opnaðist ekki og það féll til jarðar á miklum hraða. Á jörðu niðri hafði fjöldi fólks komið saman til að taka á móti hjálpargögnunum, samkvæmt fregnum sem sagt er frá á vef Times of Israel og annarra miðla. Fréttamaður Al Jazeera á Gaza segist einnig hafa heyrt fregnir af andlátunum. Þær herma að tveir hafi dáið samstundis þegar birgðirnar féllu á þá og þrír til viðbótar hafi dáið á sjúkrahúsi. Myndband sem á að sýna eitt vörubrettanna falla til jarðar hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun. Óljóst er hvort fólkið dó eftir að þetta bretti lenti á þeim eða önnur. At least 5 citizens from Gaza were killed when aid packages were dropped by US planes: reports pic.twitter.com/LG7lkqBzQr— Yosef Yisrael (@yosefyisrael25) March 8, 2024 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í stefnuræðu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn ætluðu sér að setja upp bráðabirgðahöfn við Gasaströndina og flytja þannig hjálpargögn á svæðið. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa opinberað sambærilegar ætlanir og stendur til að senda skip með hjálpargögn á næstunni. Sjá einnig: Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Gasaströndin er í rúst eftir rúmlega fimm mánaða hernað og hefur alþjóðlegur þrýstingur á yfirvöld í Ísrael aukist verulega. Íbúar á svæðinu standa frammi fyrir hungursneyð en AP fréttaveitan segir börn byrjuð að deyja úr hungri. Uppfært: Fólkið lét lífið í gær, ekki í dag eins og stóð fyrst í fréttinni. Þá segja embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að umrætt vörubretti hafi ekki verið frá þeim. Fjölmiðlar ytra segja Sameinuðu arabísku furstadæmin einnig hafa varpað hjálpargögnum á Gasaströndina úr lofti í gær. Airdrops that reported killed civilians in Gaza were not from U.S. aircraft, per DOD official. Our pallets landed successfully and we will have more to share soon. — Lara Seligman (@laraseligman) March 8, 2024 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53 Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. 4. mars 2024 06:37 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Bandaríkin henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma. 2. mars 2024 09:59 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Sjá meira
Á jörðu niðri hafði fjöldi fólks komið saman til að taka á móti hjálpargögnunum, samkvæmt fregnum sem sagt er frá á vef Times of Israel og annarra miðla. Fréttamaður Al Jazeera á Gaza segist einnig hafa heyrt fregnir af andlátunum. Þær herma að tveir hafi dáið samstundis þegar birgðirnar féllu á þá og þrír til viðbótar hafi dáið á sjúkrahúsi. Myndband sem á að sýna eitt vörubrettanna falla til jarðar hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun. Óljóst er hvort fólkið dó eftir að þetta bretti lenti á þeim eða önnur. At least 5 citizens from Gaza were killed when aid packages were dropped by US planes: reports pic.twitter.com/LG7lkqBzQr— Yosef Yisrael (@yosefyisrael25) March 8, 2024 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í stefnuræðu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn ætluðu sér að setja upp bráðabirgðahöfn við Gasaströndina og flytja þannig hjálpargögn á svæðið. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa opinberað sambærilegar ætlanir og stendur til að senda skip með hjálpargögn á næstunni. Sjá einnig: Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Gasaströndin er í rúst eftir rúmlega fimm mánaða hernað og hefur alþjóðlegur þrýstingur á yfirvöld í Ísrael aukist verulega. Íbúar á svæðinu standa frammi fyrir hungursneyð en AP fréttaveitan segir börn byrjuð að deyja úr hungri. Uppfært: Fólkið lét lífið í gær, ekki í dag eins og stóð fyrst í fréttinni. Þá segja embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að umrætt vörubretti hafi ekki verið frá þeim. Fjölmiðlar ytra segja Sameinuðu arabísku furstadæmin einnig hafa varpað hjálpargögnum á Gasaströndina úr lofti í gær. Airdrops that reported killed civilians in Gaza were not from U.S. aircraft, per DOD official. Our pallets landed successfully and we will have more to share soon. — Lara Seligman (@laraseligman) March 8, 2024
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53 Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. 4. mars 2024 06:37 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Bandaríkin henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma. 2. mars 2024 09:59 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Sjá meira
Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39
Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53
Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. 4. mars 2024 06:37
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44
Bandaríkin henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma. 2. mars 2024 09:59