Var í símanum undir stýri og fær kaskótryggingar ekki endurgreiddar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 16:20 Frá vettvangi slyssins í október 2020. Vísir Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að endurgreiða manni kaskótryggingar, sem félagið hafði endurkrafið manninn um í kjölfar umferðarslyss sem hann olli. Maðurinn hafði ekið aftan á röð bifreiða á Reykjanesbraut á meðan hann var í símanum undir stýri og urðu fjórir bílar fyrir skemmdum. Landsréttur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfum mannsins í dag. Maðurinn hafði gert þá kröfu til Vátryggingafélagsins að það endurgreiddi honum 3,2 milljónir króna kaskótryggingu sem VÍ hafði krafið hann um að endurgreiða. Deiluna má rekja til umferðarslyss sem maðurinn olli 21. október 2020 á Reykjanesbrautinni, skammt sunnan gatnamóta hennar og Álftanesvegar. Maðurinn var á suðurleið eftir Reykjanesbrautinni og ók aftan á röð bíla, sem var kyrrstæð vegna umferðarteppu skammt sunnan við áðurnefnd gatnamót. Viðurkenndi að vera annars hugar Umferðarteppan hafði myndast á þarnæstu gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika. Slysið varð á virkum degi klukkan 16:23, á háannatíma. Að meðtalinni bifreið mannsins urðu fjórar til viðbótar fyrir skemmdum í árekstrinum. Bæði maðurinn sem varð valdur að slysinu og ökumaður bílsins sem hann keyrði aftan á kvörtuðu undan eymslum og voru fluttir á slysadeild. Mikil umferð var á Reykjanesbrautinni en veður þurrt og bjart, yfirborð vegarins þurrt, dagsbirta og akstursskilyrði góð. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að maðurinn hafi skyndilega, þegar hann nálgaðist gatnamóti Reykjanesbrautar og Álftanesvegar, séð kyrrstæða bifreið fyrir framan sig og reynt að hemla án árangurs. Hann hafi viðurkennt á vettvangi að hafa ekki haft hugann við aksturinn án þess þó að tilgreina nánari ástæður þess. Tvö vitni fullyrtu að maðurinn hafi verið á mikilli hraðferð. Þá fullyrti eitt vitni að hafa séð manninn skrifa á símann sinn og hann ekki verið með augun á veginum. Annað vitni var sömuleiðis handvisst um að maðurinn hafi verið í símanum við aksturinn. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Maðurinn sjálfur sagðist fyrir héraðsdómi ekki hafa verið að skrifa skilaboð í síma sínum þegar slysið varð. Hann hafi þó verið utan við sig og ekki með hugann við aksturinn. Hann hafi nauðhemlað þegar hann sá kyrrstæða bifreiðina fyrir framan sig en það hafi ekki dugað til. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á 60 eða 70 kílómetra hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að taka verði mið af því að slysið varð á fjölfarinni leið á háannatíma undir lok vinnudags á virkum degi. Þá hafi slysið orðið á stað þar sem búast megi við að hægist verulega á umferð eða hún stöðvist vegna stórra og fjölfarinna gatnamóta framundan. Auk þess hafi maðurinn ekið mjög hratt og óvarlega miðað við fyrrgreindar aðstæður. „Samkvæmt öllu framangreindu þykir sannað að stefndi hafi ekið á eða yfir leyfðum hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður en á sama tíma beint allri athygli sinni að farsímanum. Hafi stefndi þannig ekki gætt að sér og ekki fylgst með umferð framundan. Var akstur stefnda mjög háskalegur en framundan voru ekki aðeins ein gatnamót heldur þrenn með stuttu millibili og umferð mikil,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. „Verður að meta þessa háttsemi stefnda honum til stórkostlegs gáleysis.“ Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Landsréttur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfum mannsins í dag. Maðurinn hafði gert þá kröfu til Vátryggingafélagsins að það endurgreiddi honum 3,2 milljónir króna kaskótryggingu sem VÍ hafði krafið hann um að endurgreiða. Deiluna má rekja til umferðarslyss sem maðurinn olli 21. október 2020 á Reykjanesbrautinni, skammt sunnan gatnamóta hennar og Álftanesvegar. Maðurinn var á suðurleið eftir Reykjanesbrautinni og ók aftan á röð bíla, sem var kyrrstæð vegna umferðarteppu skammt sunnan við áðurnefnd gatnamót. Viðurkenndi að vera annars hugar Umferðarteppan hafði myndast á þarnæstu gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika. Slysið varð á virkum degi klukkan 16:23, á háannatíma. Að meðtalinni bifreið mannsins urðu fjórar til viðbótar fyrir skemmdum í árekstrinum. Bæði maðurinn sem varð valdur að slysinu og ökumaður bílsins sem hann keyrði aftan á kvörtuðu undan eymslum og voru fluttir á slysadeild. Mikil umferð var á Reykjanesbrautinni en veður þurrt og bjart, yfirborð vegarins þurrt, dagsbirta og akstursskilyrði góð. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að maðurinn hafi skyndilega, þegar hann nálgaðist gatnamóti Reykjanesbrautar og Álftanesvegar, séð kyrrstæða bifreið fyrir framan sig og reynt að hemla án árangurs. Hann hafi viðurkennt á vettvangi að hafa ekki haft hugann við aksturinn án þess þó að tilgreina nánari ástæður þess. Tvö vitni fullyrtu að maðurinn hafi verið á mikilli hraðferð. Þá fullyrti eitt vitni að hafa séð manninn skrifa á símann sinn og hann ekki verið með augun á veginum. Annað vitni var sömuleiðis handvisst um að maðurinn hafi verið í símanum við aksturinn. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Maðurinn sjálfur sagðist fyrir héraðsdómi ekki hafa verið að skrifa skilaboð í síma sínum þegar slysið varð. Hann hafi þó verið utan við sig og ekki með hugann við aksturinn. Hann hafi nauðhemlað þegar hann sá kyrrstæða bifreiðina fyrir framan sig en það hafi ekki dugað til. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á 60 eða 70 kílómetra hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að taka verði mið af því að slysið varð á fjölfarinni leið á háannatíma undir lok vinnudags á virkum degi. Þá hafi slysið orðið á stað þar sem búast megi við að hægist verulega á umferð eða hún stöðvist vegna stórra og fjölfarinna gatnamóta framundan. Auk þess hafi maðurinn ekið mjög hratt og óvarlega miðað við fyrrgreindar aðstæður. „Samkvæmt öllu framangreindu þykir sannað að stefndi hafi ekið á eða yfir leyfðum hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður en á sama tíma beint allri athygli sinni að farsímanum. Hafi stefndi þannig ekki gætt að sér og ekki fylgst með umferð framundan. Var akstur stefnda mjög háskalegur en framundan voru ekki aðeins ein gatnamót heldur þrenn með stuttu millibili og umferð mikil,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. „Verður að meta þessa háttsemi stefnda honum til stórkostlegs gáleysis.“
Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira