„Við ætlum að gera tilkall í þann stóra og fara alla leið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 21:47 Grindavík hefur unnið níu leiki í röð. vísir/Diego Grindavík hafði betur gegn nágrönnum sínum úr Keflavík í lokaleik 19. umferðar Subway deildar karla í kvöld með þrettán stiga mun 74-87. „Ég er mjög sáttur með tvö góð stig bara númer eitt, tvö og þrjú. Svolítið skrítinn leikur. Fyrri hálfleikurinn góður af okkar hálfu en Keflvíkingar hittu illa og fengu mikið af góðum skotum svo þetta voru pínu frænkurnar ef og hefði sem voru kannski með okkur í liði í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með að við klárum þetta. Þeir komu með run þarna í byrjun seinni og hvernig við klárum þetta sýnir bara hreðjar og ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Það var ekki mikið sem benti til þess eftir fyrri hálfleikinn að þetta yrði sá leikur sem raun bar vitni en Grindavík v ar mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi sannfærandi og sanngjarnt í hlé. „Keflvíkingar eru náttúrulega bara hörku góðir og þeirra plan gekk upp. Við vorum svolítið litlir í okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að byrja seinni hálfleikinn sterkt sem að við gerðum ekki en skítt með það, við tökum fullt af jákvæðu út úr þessu og þurftum bara þessi tvö mjög góðu stig.“ Aðspurður um hvar leikurinn hafi unnist vildi Jóhann Þór meina að heildin í Grindavíkur liðinu hefði hreinlega verið betri. „Mér fannst bara heildin okkar vera mikið betri heldur en Keflavíkurmeginn. Við vorum mikið þéttari, þetta var voðalega mikið solo eða einn á einn og Remy að reyna að búa til fyrir sjálfan sig og hina. Mér fannst liðið okkar og heildin bara betri og við kláruðum þetta þannig.“ Það var mikill hiti í leiknum og hart barist eins og við var að búast í svona nágranna slag. „Já eðlilega við því að búast. Við spiluðum við Keflavík í byrjun desember á síðasta ári þar sem að við hreinlega bara skitum í okkur og aðstæður kannski bara þannig og við vorum ekki ánægðir með það hvernig Keflavík töluðu eftir leik og það sat í okkur. Eins og sást hérna í byrjun þá þurfti ég ekki að gíra menn upp í þetta, ekki fyrir fimm aura og það sat í okkur og mér fannst við gera vel að svara fyrir það.“ Sigur Grindavíkur var sá níundi í röð í deildinni og vill Jóhann Þór meina að hans lið gæti farið alla leið þegar hann var spurður að því hversu langt þetta lið gæti náð. „Alla leið, alveg pottþétt. Við erum með mjög gott lið og það er búið að tala um það að við höfum verið að fela okkur á bakvið eitthvað en málið er að við höfum bara ekkert verið spurðir út í þetta og fyrst þú spyrð þá erum við bara með mjög gott lið en gallinn við þetta er að það eru fullt af öðrum liðum sem ætla sér það nákvæmlega sama en við ætlum okkur að gera tilkall að þeim stóra og fara alla leið í þessu.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með tvö góð stig bara númer eitt, tvö og þrjú. Svolítið skrítinn leikur. Fyrri hálfleikurinn góður af okkar hálfu en Keflvíkingar hittu illa og fengu mikið af góðum skotum svo þetta voru pínu frænkurnar ef og hefði sem voru kannski með okkur í liði í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með að við klárum þetta. Þeir komu með run þarna í byrjun seinni og hvernig við klárum þetta sýnir bara hreðjar og ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Það var ekki mikið sem benti til þess eftir fyrri hálfleikinn að þetta yrði sá leikur sem raun bar vitni en Grindavík v ar mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi sannfærandi og sanngjarnt í hlé. „Keflvíkingar eru náttúrulega bara hörku góðir og þeirra plan gekk upp. Við vorum svolítið litlir í okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að byrja seinni hálfleikinn sterkt sem að við gerðum ekki en skítt með það, við tökum fullt af jákvæðu út úr þessu og þurftum bara þessi tvö mjög góðu stig.“ Aðspurður um hvar leikurinn hafi unnist vildi Jóhann Þór meina að heildin í Grindavíkur liðinu hefði hreinlega verið betri. „Mér fannst bara heildin okkar vera mikið betri heldur en Keflavíkurmeginn. Við vorum mikið þéttari, þetta var voðalega mikið solo eða einn á einn og Remy að reyna að búa til fyrir sjálfan sig og hina. Mér fannst liðið okkar og heildin bara betri og við kláruðum þetta þannig.“ Það var mikill hiti í leiknum og hart barist eins og við var að búast í svona nágranna slag. „Já eðlilega við því að búast. Við spiluðum við Keflavík í byrjun desember á síðasta ári þar sem að við hreinlega bara skitum í okkur og aðstæður kannski bara þannig og við vorum ekki ánægðir með það hvernig Keflavík töluðu eftir leik og það sat í okkur. Eins og sást hérna í byrjun þá þurfti ég ekki að gíra menn upp í þetta, ekki fyrir fimm aura og það sat í okkur og mér fannst við gera vel að svara fyrir það.“ Sigur Grindavíkur var sá níundi í röð í deildinni og vill Jóhann Þór meina að hans lið gæti farið alla leið þegar hann var spurður að því hversu langt þetta lið gæti náð. „Alla leið, alveg pottþétt. Við erum með mjög gott lið og það er búið að tala um það að við höfum verið að fela okkur á bakvið eitthvað en málið er að við höfum bara ekkert verið spurðir út í þetta og fyrst þú spyrð þá erum við bara með mjög gott lið en gallinn við þetta er að það eru fullt af öðrum liðum sem ætla sér það nákvæmlega sama en við ætlum okkur að gera tilkall að þeim stóra og fara alla leið í þessu.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira