Ratcliffe vill byggja nýjan leikvang fyrir Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 11:21 Sir Jim Ratcliffe er orðinn einn af eigendum Manchester United og hann vill gjörbylta Old Trafford svæðinu. Getty/Peter Byrne Sir Jim Ratcliffe, nýjasti eignandi Manchester United, hefur sett það í forgang að gjörbylta heimavelli félagsins og það gæti þýtt að liðið yfirgefi Old Trafford í næstu framtíð. ESPN hefur heimildir fyrir því að Íslandsvinurinn Ratcliffe vilji ekki endurnýja Old Trafford heldur frekar byggja nýjan leikvang við hliðina. Manchester United hefur sett saman starfshóp um framtíð heimavallar Manchester United og einn af meðlimum hans er Gary Neville. Formaður starfshópsins er frjálsíþróttamógullinn Sebastian Coe. Sir Jim Ratcliffe wants to build a new stadium rather than redevelop Old Trafford in order to create a 'Wembley of the North'."We don t have a stadium on the scale of Wembley, the Nou Camp or the Bernabéu. We will not be able to change that on our own..." pic.twitter.com/ZFwzhJ3SfV— Ben Jacobs (@JacobsBen) March 8, 2024 Ratcliffe hefur verið í samskiptum við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester en þeir hafa rætt þau framtíðarplön að blása nýju lífi í svæðið í kringum Old Trafford. Þar gætu risið hótel, veitingastaðahverfi og íbúðir. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá vill Ratcliffe berjast fyrir því að byggja nýjan níutíu þúsund manna leikvang sem verður einhvers konar Wembley norðursins. Þar gætu farið landsleikir og stórleikir sem Wembley hefur vanalega einokað á Englandi. „Við höfum ekki leikvang á við Wembley, Nývang eða Bernabeu. Við munum ekki getað breytt því einir. Norðvesturhluti Englands er með fleiri risastóra fótboltaklúbba heldur en nokkur annar staður í heimunum og við eigum ekki slíkan völl.,“ sagði Jim Ratcliffe þegar hann kynnti nýja starfshópinn. Manchester United hefur verið á Old Trafford síðan 1910 og Ratcliffe, stuðningsmaður félagsins alla ævi, vill alls ekki flytja í burtu af svæðinu. Að byggja nýjan leikvang gæti aftur á móti kostað allt að tveimur milljörðum punda, 352 milljörðum íslenskra króna og það kallar á utanaðkomandi fjármagn. Man Utd set up a task force with Neville, Coe & Burnham to try and build their version of Wembley or the Nou Camp. Sir Jim Ratcliffe calls it a once-in-a-century opportunity: https://t.co/Dwca0AErat— Richard Jolly (@RichJolly) March 8, 2024 Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
ESPN hefur heimildir fyrir því að Íslandsvinurinn Ratcliffe vilji ekki endurnýja Old Trafford heldur frekar byggja nýjan leikvang við hliðina. Manchester United hefur sett saman starfshóp um framtíð heimavallar Manchester United og einn af meðlimum hans er Gary Neville. Formaður starfshópsins er frjálsíþróttamógullinn Sebastian Coe. Sir Jim Ratcliffe wants to build a new stadium rather than redevelop Old Trafford in order to create a 'Wembley of the North'."We don t have a stadium on the scale of Wembley, the Nou Camp or the Bernabéu. We will not be able to change that on our own..." pic.twitter.com/ZFwzhJ3SfV— Ben Jacobs (@JacobsBen) March 8, 2024 Ratcliffe hefur verið í samskiptum við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester en þeir hafa rætt þau framtíðarplön að blása nýju lífi í svæðið í kringum Old Trafford. Þar gætu risið hótel, veitingastaðahverfi og íbúðir. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá vill Ratcliffe berjast fyrir því að byggja nýjan níutíu þúsund manna leikvang sem verður einhvers konar Wembley norðursins. Þar gætu farið landsleikir og stórleikir sem Wembley hefur vanalega einokað á Englandi. „Við höfum ekki leikvang á við Wembley, Nývang eða Bernabeu. Við munum ekki getað breytt því einir. Norðvesturhluti Englands er með fleiri risastóra fótboltaklúbba heldur en nokkur annar staður í heimunum og við eigum ekki slíkan völl.,“ sagði Jim Ratcliffe þegar hann kynnti nýja starfshópinn. Manchester United hefur verið á Old Trafford síðan 1910 og Ratcliffe, stuðningsmaður félagsins alla ævi, vill alls ekki flytja í burtu af svæðinu. Að byggja nýjan leikvang gæti aftur á móti kostað allt að tveimur milljörðum punda, 352 milljörðum íslenskra króna og það kallar á utanaðkomandi fjármagn. Man Utd set up a task force with Neville, Coe & Burnham to try and build their version of Wembley or the Nou Camp. Sir Jim Ratcliffe calls it a once-in-a-century opportunity: https://t.co/Dwca0AErat— Richard Jolly (@RichJolly) March 8, 2024
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira