Sultuslakur eftir grín Gísla Marteins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2024 11:29 Gísli Marteinn slær á létta strengi í Vikunni og í gær voru tæknimistök við veðurfréttir teknar fyrir. RÚV Það fauk í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing að sjá grín gert að kollega hans í stéttinni í Vikunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hrafn Guðmundsson, skotspónn grínsins, er aftur á móti sultuslakur. Gísli Marteinn Baldursson bauð þremur konum í sófann til sín á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og hóf þáttinn á léttum nótum í fréttum vikunnar. Þar gerir þáttastjórnandinn stólpagrín að hinu og þessu sem gerðist í vikunni. Meðal annars var brakandi ferskt tækniklúður úr veðurfréttatíma RÚV. Veðurfréttirnar eru teknar upp klukkan sex síðdegis. Einhver ruglingur var á kortunum sem Hrafn veðurfræðingur var að fara yfir í fyrstu tilraun upptöku svo byrjað var aftur. Tæknimaður gleymdi hins vegar að klippa misheppnuðu tökuna framan af upptökunni og fóru því báðar tökur í loftið. Áhorfendur sáu því Hrafn lenda í þeirri ógæfu að rétt kort birtust ekki og hann byrjaði aftur. Hefði frekar viljað sjá afsökunarbeiðni Gísli Marteinn gerði grín að þessu í þætti sínum og upplýsti um leið, þá sem ekki vissu, að veðurfréttirnar væru ekki sendar út í beinni. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur var ekki sáttur við sjónvarpsmanninn í færslu á Facebook. „Sjónvarpið hafði fyrr um kvöldið gert þau mistök að senda út ranga upptöku af byrjun veðurfregna þar sem Hrafn hafði greinilega raðað kortum sínum í ranga röð. Hann bað í útsendingunni að fá að byrja upp á nýtt. Getur alltaf komið fyrir og í stað þess að RÚV biðji hann kurteislega afsökunar (sem tæknifólkið í útsendingu hefur e.t.v gert?), kemur fjölmiðillinn sama kvöld og dregur stólpagrín að að Hrafni!“ Einar staldrar við þá tilhugsun að kannski sé hann heldur viðkvæmur. „Það sem stuðaði mig samt mest var að Gísli Marteinn nefndi Hrafn aldrei réttu nafni heldur talaði ítrekað um „veðurfræðinginn“. Í því felst ákveðin smættun á þeim sem um er fjallað.“ „Yfir þessu flissuðu gestirnir með Gísla, nema Katrín Jakabsdóttir sem kann sig í aðstæðum sem þessum. Þau Hrafn Guðmundsson, Birta Líf Kristinsdóttir, Theódór Hervarsson, Kristín Hermannsdóttir og Sigurður Jónsson eiga þakkir skyldar að sinna þessu verkefni kvöld eftir kvöld og ár eftir ár, að miða veðurspám til landsmann af alúð. Mæta upp í útvarpshús síðdegis (á versta tíma dagsins). Mæta litlum skilningi þeirra sem eru í óða önn að undirbúa kvöldfréttirnar - eru frekar fyrir en hitt. Dagskrárstjórn er oftast enginn, önnur en sú að halda sig innan tímamarka. Þekki það vel af eigin raun og held ekkert hafi breyst í Efstaleitinu í því tilliti.“ Fær sting í magann Fjölmargir taka undir með Einari en aðrir staldra við og segja um saklaust grín að ræða. Undir það tekur Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur. „Ég tek þess alls ekkert nærri mér,“ segir Hrafn í samtali við Vísi. „Maður fær smá sting í magann þegar maður heyrir að það er eitthvað sem klikkaði eða fór ekki út eins og átti að vera. En ég hef lent í þessu áður. Þetta er bara partur af þessu. Það kemur fyrir að einhver fljótfærni á sér stað,“ segir Hrafn. Hrafn Guðmundsson í kunnuglegum stellingum með veðurkort á bak við sig.RÚV Þau mistök gerist víðar en í Ríkisútvarpinu. Þarna hafi tæknimaður klippt upptökuna ranglega, eitthvað sem gerist stundum en ekki oft. „Þetta er óþarfa fjaðrafok, saklaust dæmi. Sem betur fer var ekkert neyðarlegt sem kom fram,“ segir Hrafn. Yfirleitt sé ekki mikið svigrúm þegar á upptökum stendur en stundum þurfi nokkrar tilraunir til. Hrafninn flýgur í kvöld Hrafn mætir aftur á vaktina í dag og segir fréttir af veðri í Ríkisútvarpinu í kvöld. „Ég mæti eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Hrafn sem hefur sagt veðurfréttir frá árinu 2015. Á næsta ári verður því tíu ára veðurfréttaflutningsafmæli hjá Hrafni. „Kannski tekur maður upp meira efni sem Gísli Marteinn getur notað,“ segir Hrafn og hlær. Hann leggur áherslu á að um góðlátlegt grín sé að ræða. „Hann passar sig á því að sýna ekkert sem er viðkvæmt eða slæmt. Hefur væntanlega góðan sans fyrir því,“ segir Hrafn og kveður. Leggur væntanlega frá sér símann og horfir til veðurs. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson bauð þremur konum í sófann til sín á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og hóf þáttinn á léttum nótum í fréttum vikunnar. Þar gerir þáttastjórnandinn stólpagrín að hinu og þessu sem gerðist í vikunni. Meðal annars var brakandi ferskt tækniklúður úr veðurfréttatíma RÚV. Veðurfréttirnar eru teknar upp klukkan sex síðdegis. Einhver ruglingur var á kortunum sem Hrafn veðurfræðingur var að fara yfir í fyrstu tilraun upptöku svo byrjað var aftur. Tæknimaður gleymdi hins vegar að klippa misheppnuðu tökuna framan af upptökunni og fóru því báðar tökur í loftið. Áhorfendur sáu því Hrafn lenda í þeirri ógæfu að rétt kort birtust ekki og hann byrjaði aftur. Hefði frekar viljað sjá afsökunarbeiðni Gísli Marteinn gerði grín að þessu í þætti sínum og upplýsti um leið, þá sem ekki vissu, að veðurfréttirnar væru ekki sendar út í beinni. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur var ekki sáttur við sjónvarpsmanninn í færslu á Facebook. „Sjónvarpið hafði fyrr um kvöldið gert þau mistök að senda út ranga upptöku af byrjun veðurfregna þar sem Hrafn hafði greinilega raðað kortum sínum í ranga röð. Hann bað í útsendingunni að fá að byrja upp á nýtt. Getur alltaf komið fyrir og í stað þess að RÚV biðji hann kurteislega afsökunar (sem tæknifólkið í útsendingu hefur e.t.v gert?), kemur fjölmiðillinn sama kvöld og dregur stólpagrín að að Hrafni!“ Einar staldrar við þá tilhugsun að kannski sé hann heldur viðkvæmur. „Það sem stuðaði mig samt mest var að Gísli Marteinn nefndi Hrafn aldrei réttu nafni heldur talaði ítrekað um „veðurfræðinginn“. Í því felst ákveðin smættun á þeim sem um er fjallað.“ „Yfir þessu flissuðu gestirnir með Gísla, nema Katrín Jakabsdóttir sem kann sig í aðstæðum sem þessum. Þau Hrafn Guðmundsson, Birta Líf Kristinsdóttir, Theódór Hervarsson, Kristín Hermannsdóttir og Sigurður Jónsson eiga þakkir skyldar að sinna þessu verkefni kvöld eftir kvöld og ár eftir ár, að miða veðurspám til landsmann af alúð. Mæta upp í útvarpshús síðdegis (á versta tíma dagsins). Mæta litlum skilningi þeirra sem eru í óða önn að undirbúa kvöldfréttirnar - eru frekar fyrir en hitt. Dagskrárstjórn er oftast enginn, önnur en sú að halda sig innan tímamarka. Þekki það vel af eigin raun og held ekkert hafi breyst í Efstaleitinu í því tilliti.“ Fær sting í magann Fjölmargir taka undir með Einari en aðrir staldra við og segja um saklaust grín að ræða. Undir það tekur Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur. „Ég tek þess alls ekkert nærri mér,“ segir Hrafn í samtali við Vísi. „Maður fær smá sting í magann þegar maður heyrir að það er eitthvað sem klikkaði eða fór ekki út eins og átti að vera. En ég hef lent í þessu áður. Þetta er bara partur af þessu. Það kemur fyrir að einhver fljótfærni á sér stað,“ segir Hrafn. Hrafn Guðmundsson í kunnuglegum stellingum með veðurkort á bak við sig.RÚV Þau mistök gerist víðar en í Ríkisútvarpinu. Þarna hafi tæknimaður klippt upptökuna ranglega, eitthvað sem gerist stundum en ekki oft. „Þetta er óþarfa fjaðrafok, saklaust dæmi. Sem betur fer var ekkert neyðarlegt sem kom fram,“ segir Hrafn. Yfirleitt sé ekki mikið svigrúm þegar á upptökum stendur en stundum þurfi nokkrar tilraunir til. Hrafninn flýgur í kvöld Hrafn mætir aftur á vaktina í dag og segir fréttir af veðri í Ríkisútvarpinu í kvöld. „Ég mæti eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Hrafn sem hefur sagt veðurfréttir frá árinu 2015. Á næsta ári verður því tíu ára veðurfréttaflutningsafmæli hjá Hrafni. „Kannski tekur maður upp meira efni sem Gísli Marteinn getur notað,“ segir Hrafn og hlær. Hann leggur áherslu á að um góðlátlegt grín sé að ræða. „Hann passar sig á því að sýna ekkert sem er viðkvæmt eða slæmt. Hefur væntanlega góðan sans fyrir því,“ segir Hrafn og kveður. Leggur væntanlega frá sér símann og horfir til veðurs.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira