Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 15:27 Halla ásamt Birni Skúlasyni eiginmanni sínum. Halla Tómasdóttir Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. Þetta kom fram í viðtali við Höllu í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef alveg verið hreinskilið um það að fólk hefur spurt mig og ég er að hugsa málið alvarlega. Það velur enginn að vera forseti. Það er þjóðin sem kýs. En ég er alvarlega að hugsa hvort ég eigi að gefa kost á mér,“ segir Halla sem reif sig upp fyrir allar aldir vestanhafs til að geta verið til viðtals á Bylgjunni. Halla er búsett í New York en fimm tíma mismunur er á austurströnd Bandaríkjanna og Íslandi. Halla tilheyrir hópi sem fjölgar sífellt í. Fólkinu sem íhugar framboð alvarlega. Meðal þeirra sem íhuga framboð eru auk Höllu Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði, Alma Möller landlæknir, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Eyjólfur Guðmundsson, fráfarandi rektor Háskólans á Akureyri og Salvör Nordal umboðsmaður barna. „Ég elska Ísland og elska starfið mitt í dag. En ég sé mikið tækifæri fyrir þetta sterka samfélag sem hér er. Ég sé líka einhver merki þess að við séum aðeins reið og sár, kannski ekki eins sátt og samstíga og við gætum verið sem samfélag. Ég tel að það sé mikilvægt ef við ætlum að fara áfram og nýta þau einstöku tækifæri sem hér eru, bæði fyrir okkar samfélag og jafnvel til að vera til fyrirmyndar í stærra samfélagi, að við áttum okkur á styrkleikum okkar og vinnum með þá.“ Mikil umræða hefur verið undanfarna viku eftir Söngvakeppnina á RÚV þar sem Hera Björk hafði betur í baráttu við Bashar Murad í einvíginu. Aðeins munaði þrjú þúsund atkvæðum en þar með er sögunni ekki lokið. Galli kom upp í kosningakerfi sem RÚV telur ekki hafa haft áhrif á úrslitin. Óháður aðili hefur þó verið fenginn til að skoða málið og á sama tíma lýsti lagahöfundurinn því yfir að hún ætli ekki með hópnum til Malmö, verði það niðurstaðan. RÚV hefur til mánudags til að staðfesta þátttöku sína, tilgreina framlag Íslands og skila tilhlýðandi gögnum. Halla vill að íslenska þjóðin lyfti sér upp úr hjólförum sem margir virðast fastir í ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. „Okkur hjónunum þykir svo vænt um Eurovision og fannst ofboðslega erfitt að horfa yfir hafið um síðustu helgi og sjá okkur líka gera það að þrætuepli. Reiði og hatur í kringum það.“ Yndislegt kvöld varð ekki Halla segist hafa kynnst manni sínum í maí 1999, kvöldið sem Selma Björnsdóttir hafði í öðru sæti Eurovision með laginu All out of luck. Halla segir þau hjónin hafa dansað brúðarvalsinn við lagið en Selma flutti það á sviði Laugardalshallar í upphafi úrslitakvölds Söngvakeppninnar. Meðal afleiðinga rasískra ummæla var uppsögn dönskukennara á Laugavatni. „Við vorum spennt að eiga yndislegt og fallegt kvöld. En við horfðum á það aðeins of seint, að amerískum tíma, og þá fór allt saman af stað sem við öll urðum vitni að. Hvernig við töluðum um og við hvert annað á samfélagsmiðlum. Ég er hugsi yfir þessu og velti fyrir mér, var meðal annars að ræða í gær, hvernig við förum að því. Hvaðan og hver gæti spilað hlutverk að hjálpa okkur að komast upp úr þessu og horfa til framtíðar og elska áfram þetta samfélag og hversu gott er að búa hér.“ Halla segist hafa búið víða en hvergi sé betra að vera en á Íslandi. „Það eru hvergi stærri tækifæri. En ég er ekki undir neinum feldi, er á fullu í minni vinnu, það er nóg að gera. En ég hef sagt það, ég ætla ekkert að fela það, að ég er að hugsa málið alvarlega. Ég vil sjá okkur fá forseta sem hjálpar okkur upp úr þessum sporum, sem elskar þetta land og sér tækifærin sem hér búa fyrir okkar samfélag og til að vera fyrirmynd í samfélagi þjóða.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58 Kosningamaskína Baldurs ræsir vélarnar Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði virðist hafa undirbúið framboð sitt til forseta Íslands gaumgæfilega án þess þó að hafa tilkynnt um það formlega. Vel mannað kosningateymi gefur vísbendingar og fyrir liggur könnun sem ætti að gefa Baldri byr undir báða vængi. 5. mars 2024 11:36 Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Höllu í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef alveg verið hreinskilið um það að fólk hefur spurt mig og ég er að hugsa málið alvarlega. Það velur enginn að vera forseti. Það er þjóðin sem kýs. En ég er alvarlega að hugsa hvort ég eigi að gefa kost á mér,“ segir Halla sem reif sig upp fyrir allar aldir vestanhafs til að geta verið til viðtals á Bylgjunni. Halla er búsett í New York en fimm tíma mismunur er á austurströnd Bandaríkjanna og Íslandi. Halla tilheyrir hópi sem fjölgar sífellt í. Fólkinu sem íhugar framboð alvarlega. Meðal þeirra sem íhuga framboð eru auk Höllu Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði, Alma Möller landlæknir, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Eyjólfur Guðmundsson, fráfarandi rektor Háskólans á Akureyri og Salvör Nordal umboðsmaður barna. „Ég elska Ísland og elska starfið mitt í dag. En ég sé mikið tækifæri fyrir þetta sterka samfélag sem hér er. Ég sé líka einhver merki þess að við séum aðeins reið og sár, kannski ekki eins sátt og samstíga og við gætum verið sem samfélag. Ég tel að það sé mikilvægt ef við ætlum að fara áfram og nýta þau einstöku tækifæri sem hér eru, bæði fyrir okkar samfélag og jafnvel til að vera til fyrirmyndar í stærra samfélagi, að við áttum okkur á styrkleikum okkar og vinnum með þá.“ Mikil umræða hefur verið undanfarna viku eftir Söngvakeppnina á RÚV þar sem Hera Björk hafði betur í baráttu við Bashar Murad í einvíginu. Aðeins munaði þrjú þúsund atkvæðum en þar með er sögunni ekki lokið. Galli kom upp í kosningakerfi sem RÚV telur ekki hafa haft áhrif á úrslitin. Óháður aðili hefur þó verið fenginn til að skoða málið og á sama tíma lýsti lagahöfundurinn því yfir að hún ætli ekki með hópnum til Malmö, verði það niðurstaðan. RÚV hefur til mánudags til að staðfesta þátttöku sína, tilgreina framlag Íslands og skila tilhlýðandi gögnum. Halla vill að íslenska þjóðin lyfti sér upp úr hjólförum sem margir virðast fastir í ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. „Okkur hjónunum þykir svo vænt um Eurovision og fannst ofboðslega erfitt að horfa yfir hafið um síðustu helgi og sjá okkur líka gera það að þrætuepli. Reiði og hatur í kringum það.“ Yndislegt kvöld varð ekki Halla segist hafa kynnst manni sínum í maí 1999, kvöldið sem Selma Björnsdóttir hafði í öðru sæti Eurovision með laginu All out of luck. Halla segir þau hjónin hafa dansað brúðarvalsinn við lagið en Selma flutti það á sviði Laugardalshallar í upphafi úrslitakvölds Söngvakeppninnar. Meðal afleiðinga rasískra ummæla var uppsögn dönskukennara á Laugavatni. „Við vorum spennt að eiga yndislegt og fallegt kvöld. En við horfðum á það aðeins of seint, að amerískum tíma, og þá fór allt saman af stað sem við öll urðum vitni að. Hvernig við töluðum um og við hvert annað á samfélagsmiðlum. Ég er hugsi yfir þessu og velti fyrir mér, var meðal annars að ræða í gær, hvernig við förum að því. Hvaðan og hver gæti spilað hlutverk að hjálpa okkur að komast upp úr þessu og horfa til framtíðar og elska áfram þetta samfélag og hversu gott er að búa hér.“ Halla segist hafa búið víða en hvergi sé betra að vera en á Íslandi. „Það eru hvergi stærri tækifæri. En ég er ekki undir neinum feldi, er á fullu í minni vinnu, það er nóg að gera. En ég hef sagt það, ég ætla ekkert að fela það, að ég er að hugsa málið alvarlega. Ég vil sjá okkur fá forseta sem hjálpar okkur upp úr þessum sporum, sem elskar þetta land og sér tækifærin sem hér búa fyrir okkar samfélag og til að vera fyrirmynd í samfélagi þjóða.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58 Kosningamaskína Baldurs ræsir vélarnar Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði virðist hafa undirbúið framboð sitt til forseta Íslands gaumgæfilega án þess þó að hafa tilkynnt um það formlega. Vel mannað kosningateymi gefur vísbendingar og fyrir liggur könnun sem ætti að gefa Baldri byr undir báða vængi. 5. mars 2024 11:36 Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58
Kosningamaskína Baldurs ræsir vélarnar Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði virðist hafa undirbúið framboð sitt til forseta Íslands gaumgæfilega án þess þó að hafa tilkynnt um það formlega. Vel mannað kosningateymi gefur vísbendingar og fyrir liggur könnun sem ætti að gefa Baldri byr undir báða vængi. 5. mars 2024 11:36
Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00