Sheffield kastaði frá sér sigrinum og Úlfarnir stöðvuðu sigurgöngu Fulham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2024 17:04 Enes Unal bjargaði stigi fyrir Bournemouth í dag. Warren Little/Getty Images Enes Unal reyndist hetja Bournemouth er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Wolves 2-0 sigur gegn Fulham og Crystal Palace og Luton gerðu 1-1 jafntefli. Gengi Sheffield United hefur verið afleitt á tímabilinu og liðið sat í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 13 stig eftir 27 leiki. Heimamenn í Bournemouth fengu gullið tækifæri til að taka forystuna snemma þegar Tom Davies braut af sér innan vítateigs eftir tæplega 15 mínútna leik. Dominic Solanke fór á punktinn fyrir Bournemouth, en hann þrumaði boltanum yfir slána. Gestirnir nýttu sér vítaklúðrið og Gustavo Hamer kom liðinu yfir á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og Sheffield United fór því með 1-0 forystu inn í hálfleikshléið. Jack Robinson bætti svo öðru marki gestanna við á 65. mínútu með góðu skoti áður en Dominic Solanke virtist hafa minnkað muninn tveimur mínútum síðar, en markið dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Heimamönnum tókst þó að minnka muninn þegar Dango Ouattara skoraði með skalla á 74. mínútu áður en Enes Unal tryggði Bournemouth dramatískt stig er hann jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli og Sheffield United situr nú situr í 19. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 28 leiki, tíu stigum frá öruggu sæti. Bournemouth situr hins vegar í 13. sæti með 32 stig. Þá batt Wolves enda á tveggja leikja sigurgöngu Fulham á sama tíma þar sem Rayan Ait-Nouri kom Úlfunum yfir á 52. mínútu áður en sjálfsmark Tom Cairney kom liðinu í 2-0. Alex Iwobi minnkaði muninn fyrir Fulham á níundu mínútu uppbótartíma, en lokatölur urðu 2-1, Wolves í vil. Að lokum bjargaði Cauley Woodrow stigi fyrir Luton er hann jafnaði metin í 1-1 á sjöttu mínútu uppbótartíma eftir að Jean-Philippe Mateta hafði komið heimamönnum yfir með marki snemma leiks. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Gengi Sheffield United hefur verið afleitt á tímabilinu og liðið sat í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 13 stig eftir 27 leiki. Heimamenn í Bournemouth fengu gullið tækifæri til að taka forystuna snemma þegar Tom Davies braut af sér innan vítateigs eftir tæplega 15 mínútna leik. Dominic Solanke fór á punktinn fyrir Bournemouth, en hann þrumaði boltanum yfir slána. Gestirnir nýttu sér vítaklúðrið og Gustavo Hamer kom liðinu yfir á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og Sheffield United fór því með 1-0 forystu inn í hálfleikshléið. Jack Robinson bætti svo öðru marki gestanna við á 65. mínútu með góðu skoti áður en Dominic Solanke virtist hafa minnkað muninn tveimur mínútum síðar, en markið dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Heimamönnum tókst þó að minnka muninn þegar Dango Ouattara skoraði með skalla á 74. mínútu áður en Enes Unal tryggði Bournemouth dramatískt stig er hann jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli og Sheffield United situr nú situr í 19. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 28 leiki, tíu stigum frá öruggu sæti. Bournemouth situr hins vegar í 13. sæti með 32 stig. Þá batt Wolves enda á tveggja leikja sigurgöngu Fulham á sama tíma þar sem Rayan Ait-Nouri kom Úlfunum yfir á 52. mínútu áður en sjálfsmark Tom Cairney kom liðinu í 2-0. Alex Iwobi minnkaði muninn fyrir Fulham á níundu mínútu uppbótartíma, en lokatölur urðu 2-1, Wolves í vil. Að lokum bjargaði Cauley Woodrow stigi fyrir Luton er hann jafnaði metin í 1-1 á sjöttu mínútu uppbótartíma eftir að Jean-Philippe Mateta hafði komið heimamönnum yfir með marki snemma leiks.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira