Margrét Erla Maack með magadans fyrir þýska handboltalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 09:31 Dagur Sigurðsson gerði Þýskaland að Evrópumeisturum árið 2016 og fór þá með liðið í athyglisverða æfingaferð til Íslands. Getty/Jean Catuffe Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum og ein af stærstu fréttum síðustu viku var það að Dagur Sigurðsson tók við króatíska landsliðinu í handbolta. „Hann er fyrsti útlendingurinn sem tekur við króatíska landsliðinu. Hætti bara hjá Japan eins og ekkert væri eðlilegra. Svo var eitthvað ‚lost in translation' og Japanar gáfu þetta út án þess að það væri búið að gera einhvern starfslokasamning,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það var ekki fyrr en Dagur hefur samband og segir: Eigum við ekki að ganga frá þessu. Japanir eru svo kurteisir að þeir ætluðu bara að leyfa honum að fara án þess að gengið væri frá nokkrum sköpuðu hlut. Þetta er risafrétt í handboltanum,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir „Það var áhugavert að sjá viðbrögðin. Litið fram hjá öllum króatísku stjörnunum sem hefðu viljað taka við liðinu. Fyrsti útlendingurinn og þannig að það varð allt tryllt í Króatíu. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Það verður gaman að sjá. Hann er að fara beint í Ólympíuforkeppni og það er ekkert grín að fara beint inn í það með hóp sem þú þekkir ekki og þú kannt ekki tungumálið. Önnur sprengja er síðan [Luka] Cindric sem hann sleppti að velja í hópinn,“ sagði Valur. „Ég ætla að vera fyrsti útlendingurinn og ég ætla bara að skilja eftir besta leikmanninn. Það er allt undir hjá mér en besta að ég skilji Cindric eftir,“ sagði Henry. „Cindric hefur verið mjög mikið gagnrýndur undanfarin en það gæti komið í bakið á honum,“ sagði Stefán Árni. Þetta er þvílík yfirlýsing „Þetta er þvílík yfirlýsing. Ég er mættur, ég er útlendingur og ef að þið ætlið að vera með einhverja stæla og einhver heldur að hann eigi áskrift í þessu liði. Gleymdu því,“ sagði Henry. „Bak við eyrað á Degi er líka að það er innan gæsalappa nokkuð þægilegt að komast inn en í gegnum þessa forkeppni. Hann er að senda svo ævintýralega sterk skilaboð út í kosmósið þarna í Króatíu,“ sagði Henry. Dagur Sigurðsson er vanur að fara öðruvísi leiðir og þannig var það einnig þegar hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þá stóð hann uppi með hálfgert B-landslið en náði samt að vinna Evrópugullið. „Við munum líka eftir því að þegar Dagur gerir Þjóðverja að Evrópumeisturum þá voru brjáluð meiðslavandræði í gangi hjá liðinu. Hann nær að fá Margréti Erlu Maack til að skapa góða liðsheild hér á Ísland,“ sagði Stefán Árni en Henry kom af fjöllum Henry Birgir mundi ekki eftir því „Margréti Erlu Maack. Var hún í því. Ég man ekki eftir því,“ sagði Henry. „Hún tók þá í Beyonce dans á Kex. Þeir voru á Kex í einhverja viku og Margrét Erla tók þá alla í Beyonce dans,“ sagði Stefán. „Bara magadans og læti,“ sagði Henry og Stefán játti því. „Það var bara mynduð þar alvöru liðsheild,“ sagði Stefán. „Þetta var lykillinn að sigri. Við þurfum að fara að gera þetta með íslenska liðið,“ sagði Valur Páll léttur. Það má heyra þessu sögu og margar aðrar í nýjast þættinum af Besta sætinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Króatía Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Besta sætið Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum og ein af stærstu fréttum síðustu viku var það að Dagur Sigurðsson tók við króatíska landsliðinu í handbolta. „Hann er fyrsti útlendingurinn sem tekur við króatíska landsliðinu. Hætti bara hjá Japan eins og ekkert væri eðlilegra. Svo var eitthvað ‚lost in translation' og Japanar gáfu þetta út án þess að það væri búið að gera einhvern starfslokasamning,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það var ekki fyrr en Dagur hefur samband og segir: Eigum við ekki að ganga frá þessu. Japanir eru svo kurteisir að þeir ætluðu bara að leyfa honum að fara án þess að gengið væri frá nokkrum sköpuðu hlut. Þetta er risafrétt í handboltanum,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir „Það var áhugavert að sjá viðbrögðin. Litið fram hjá öllum króatísku stjörnunum sem hefðu viljað taka við liðinu. Fyrsti útlendingurinn og þannig að það varð allt tryllt í Króatíu. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Það verður gaman að sjá. Hann er að fara beint í Ólympíuforkeppni og það er ekkert grín að fara beint inn í það með hóp sem þú þekkir ekki og þú kannt ekki tungumálið. Önnur sprengja er síðan [Luka] Cindric sem hann sleppti að velja í hópinn,“ sagði Valur. „Ég ætla að vera fyrsti útlendingurinn og ég ætla bara að skilja eftir besta leikmanninn. Það er allt undir hjá mér en besta að ég skilji Cindric eftir,“ sagði Henry. „Cindric hefur verið mjög mikið gagnrýndur undanfarin en það gæti komið í bakið á honum,“ sagði Stefán Árni. Þetta er þvílík yfirlýsing „Þetta er þvílík yfirlýsing. Ég er mættur, ég er útlendingur og ef að þið ætlið að vera með einhverja stæla og einhver heldur að hann eigi áskrift í þessu liði. Gleymdu því,“ sagði Henry. „Bak við eyrað á Degi er líka að það er innan gæsalappa nokkuð þægilegt að komast inn en í gegnum þessa forkeppni. Hann er að senda svo ævintýralega sterk skilaboð út í kosmósið þarna í Króatíu,“ sagði Henry. Dagur Sigurðsson er vanur að fara öðruvísi leiðir og þannig var það einnig þegar hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þá stóð hann uppi með hálfgert B-landslið en náði samt að vinna Evrópugullið. „Við munum líka eftir því að þegar Dagur gerir Þjóðverja að Evrópumeisturum þá voru brjáluð meiðslavandræði í gangi hjá liðinu. Hann nær að fá Margréti Erlu Maack til að skapa góða liðsheild hér á Ísland,“ sagði Stefán Árni en Henry kom af fjöllum Henry Birgir mundi ekki eftir því „Margréti Erlu Maack. Var hún í því. Ég man ekki eftir því,“ sagði Henry. „Hún tók þá í Beyonce dans á Kex. Þeir voru á Kex í einhverja viku og Margrét Erla tók þá alla í Beyonce dans,“ sagði Stefán. „Bara magadans og læti,“ sagði Henry og Stefán játti því. „Það var bara mynduð þar alvöru liðsheild,“ sagði Stefán. „Þetta var lykillinn að sigri. Við þurfum að fara að gera þetta með íslenska liðið,“ sagði Valur Páll léttur. Það má heyra þessu sögu og margar aðrar í nýjast þættinum af Besta sætinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Króatía Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Besta sætið Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira