„Eins og að setja hurðina utan í bíl og keyra í burtu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2024 16:12 Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir fráleitt að ferðaþjónustan skuli fara svona illa með svæðið. Vísir/Samsett Aðsókn ferðamanna og innfæddra að Gróttu og Snoppu á Seltjarnarnesi hefur aukist gríðarlega síðustu ár og þá sérsaklega þegar búist er við Norðurljósum. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir bæinn vera að skoða gjaldtöku til að geta byggt upp innviði á svæðinu. Það hefur komið fyrir að rútufyrirtæki ferji stóra hópa ferðamanna út í Snoppu sem er svæðið við eiðina að Gróttu. Þar eru bílastæði þar sem vinsælt er að leggja þegar fólk leggur í göngutúr um svæðið og að skoða norðurljósin. Þar að auki eru bílastæðin vinsæll áfangastaður í sjálfu sér til að fylgjast með norðurljósum eða fallegu útsýni í hlýjum bílnum. Þörf á stýringu til að verja svæðið Í gærmorgun brá Seltirningum í brún þegar í ljós komu jarðvegsskemmdir á Snoppu við bílastæðin sem virðast vera eftir rútu. Bætt var úr skemmdunum hið snarasta og unnið verður við að lagfæra jarðveginn frekar eftir helgi. Hjólförin eru líklega eftir rútu.Magnús V. Guðlaugsson „Þetta sem gerðist á föstudagskvöldið sýnir það að það er full þörf á að skoða einhverja stýringu til að verja þetta svæði,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Fráleitt að senda rútur á friðað svæði Hann segir bæinn vera búin að velta steinum varðandi gjaldtöku í einhvern tíma. Gjaldtaka inn á svæðið gæti fjármagnað frekari uppbyggingu innviða í Snoppu svo hægt væri að taka á móti fleirum án þess að valda spjöllum á svæðinu. Það að ferðaþjónustufyrirtæki skyldu senda stórar rútur inn á friðað svæði þegar aðsóknin er þegar mikil vera fráleitt. Jafnframt segir hann bæinn vera búinn að fá tilboð frá minnst tveimur fyrirtækjum varðandi gjaldtökubúnað en hann myndi gilda fyrir Seltirninga jafnt sem aðra. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um þetta. Það á eftir að fara inn í pólitíkina og taka snúning þar,“ segir Þór. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að honum hafi ekki borist nein tilkynning frá rútubílstjóranum sjálfum um spjöllin og segir að það sé ekki eðlilegt að valda tjóni án þess að tilkynna það. „Þetta er pínulítið eins og að setja hurðina utan í bíl á Hagkaupsplaninu og dælda hana og keyra svo í burtu án þess að setja miða.“ Seltjarnarnes Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Það hefur komið fyrir að rútufyrirtæki ferji stóra hópa ferðamanna út í Snoppu sem er svæðið við eiðina að Gróttu. Þar eru bílastæði þar sem vinsælt er að leggja þegar fólk leggur í göngutúr um svæðið og að skoða norðurljósin. Þar að auki eru bílastæðin vinsæll áfangastaður í sjálfu sér til að fylgjast með norðurljósum eða fallegu útsýni í hlýjum bílnum. Þörf á stýringu til að verja svæðið Í gærmorgun brá Seltirningum í brún þegar í ljós komu jarðvegsskemmdir á Snoppu við bílastæðin sem virðast vera eftir rútu. Bætt var úr skemmdunum hið snarasta og unnið verður við að lagfæra jarðveginn frekar eftir helgi. Hjólförin eru líklega eftir rútu.Magnús V. Guðlaugsson „Þetta sem gerðist á föstudagskvöldið sýnir það að það er full þörf á að skoða einhverja stýringu til að verja þetta svæði,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Fráleitt að senda rútur á friðað svæði Hann segir bæinn vera búin að velta steinum varðandi gjaldtöku í einhvern tíma. Gjaldtaka inn á svæðið gæti fjármagnað frekari uppbyggingu innviða í Snoppu svo hægt væri að taka á móti fleirum án þess að valda spjöllum á svæðinu. Það að ferðaþjónustufyrirtæki skyldu senda stórar rútur inn á friðað svæði þegar aðsóknin er þegar mikil vera fráleitt. Jafnframt segir hann bæinn vera búinn að fá tilboð frá minnst tveimur fyrirtækjum varðandi gjaldtökubúnað en hann myndi gilda fyrir Seltirninga jafnt sem aðra. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um þetta. Það á eftir að fara inn í pólitíkina og taka snúning þar,“ segir Þór. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að honum hafi ekki borist nein tilkynning frá rútubílstjóranum sjálfum um spjöllin og segir að það sé ekki eðlilegt að valda tjóni án þess að tilkynna það. „Þetta er pínulítið eins og að setja hurðina utan í bíl á Hagkaupsplaninu og dælda hana og keyra svo í burtu án þess að setja miða.“
Seltjarnarnes Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent