Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2024 19:07 Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir að efla þurfi eftirlit. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. Átta voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku og bættist einn sakborningur við í gær. Sex, þrír karlmenn og þrjár konur, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir héraðsdómi á fimmtudag og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í gær. Elín Agnes Kristínarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði, segir í samtali við fréttastofu að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðum og koma staðirnir ekki til með að opna aftur. Grunur hefur verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við staðina um nokkurt skeið. „Þetta auðvitað vekur ugg og að svona skipulögð glæpastarfsemi sé komin með svona ítök er það sem situr aðallega eftir,“ segir Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. „Maður hefði kannski óskað þess að það hefði verið hægt að grípa inn í fyrr en auðvitða þekkir maður ekki alla enda málsins.“ Lögregla og ríkisskattstjóri sinna nú vinnustaðaeftirliti, þar sem einkennisklæddir fulltrúar líta við á háannatíma. Veitingamenn hafi kallað eftir því um nokkurt skeið að eftirlit verði gert skilvirkara og framkvæmt af óeinkennisklæddum mönnum í meiri ró. „Það er klárlega mín skoðun. Þá hugsar maður það líka út frá upplifun viðskiptavinanna því þeir þurfa að bera traust og andrúmsloftið á veitingastöðum þurfum við að vernda. Við erum boðin og búin til að vera með í eftirliti sem spornar við mansali og ólöglegri atvinnustarfsemi en það er spurning að endurhugsa aðferðirnar,“ segir Aðalgeir. Neytendasamtökin hafa lagt til að einkunn sem veitingastaðir fá hjá heilbrigðiseftirlitinu verði gerð sýnileg á stöðum til dæmis með broskallakerfi. „Það er eitthvað se við sjáum í nágrannalöndunum okkar. Mig minnir að í London séu það þumalputtarnir og í Danmörku broskallar. Það er gott og vel. Við erum tilbúin að leggja okkar að í þeirri vinnu.“ Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Lögreglumál Tengdar fréttir Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Átta voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku og bættist einn sakborningur við í gær. Sex, þrír karlmenn og þrjár konur, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir héraðsdómi á fimmtudag og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í gær. Elín Agnes Kristínarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði, segir í samtali við fréttastofu að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðum og koma staðirnir ekki til með að opna aftur. Grunur hefur verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við staðina um nokkurt skeið. „Þetta auðvitað vekur ugg og að svona skipulögð glæpastarfsemi sé komin með svona ítök er það sem situr aðallega eftir,“ segir Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. „Maður hefði kannski óskað þess að það hefði verið hægt að grípa inn í fyrr en auðvitða þekkir maður ekki alla enda málsins.“ Lögregla og ríkisskattstjóri sinna nú vinnustaðaeftirliti, þar sem einkennisklæddir fulltrúar líta við á háannatíma. Veitingamenn hafi kallað eftir því um nokkurt skeið að eftirlit verði gert skilvirkara og framkvæmt af óeinkennisklæddum mönnum í meiri ró. „Það er klárlega mín skoðun. Þá hugsar maður það líka út frá upplifun viðskiptavinanna því þeir þurfa að bera traust og andrúmsloftið á veitingastöðum þurfum við að vernda. Við erum boðin og búin til að vera með í eftirliti sem spornar við mansali og ólöglegri atvinnustarfsemi en það er spurning að endurhugsa aðferðirnar,“ segir Aðalgeir. Neytendasamtökin hafa lagt til að einkunn sem veitingastaðir fá hjá heilbrigðiseftirlitinu verði gerð sýnileg á stöðum til dæmis með broskallakerfi. „Það er eitthvað se við sjáum í nágrannalöndunum okkar. Mig minnir að í London séu það þumalputtarnir og í Danmörku broskallar. Það er gott og vel. Við erum tilbúin að leggja okkar að í þeirri vinnu.“
Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Lögreglumál Tengdar fréttir Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51