Léttklæddir léku sér á fyrsta vordegi ársins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. mars 2024 20:07 Fyrsti vordagurinn var að sögn Sigga Storms í dag. Vísir Sólin lét sjá sig í höfuðborginni í dag, íbúum mörgum til mikillar gleði. Veðurfræðingur segir að þrátt fyrir að vorið sé við það að fæðast sé nóg eftir af vetrinum. Tökumaður leit við á Klambratúni í dag þar sem ungir sem aldnir voru mættir til að freista þess að leika sér úti þrátt fyrir að vetur konungur minnti á sig. Fáeinir freistuðu þess jafnvel að sleppa úlpunni. Hallgerður ræddi við Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm veðurfræðing, í Kvöldfréttum. „Já sæll segi ég nú bara þegar menn eru farnir að tala um sumarið núna,“ segir Siggi og bætir við að það vanti svolítið hjá Íslendingum að gefa vorinu séns. „Vorið þarf að brjótast fram eins og barn í fæðingu. Og nú er sjúkrabíllinn á leið á spítalann með barnið og móðurina og vorið er að starta sér. Vordagurinn fyrsti er í dag,“ segir hann. Hiti mældist að sögn Sigga mest níu stig í dag. Í Reykjavík mældust 6,8 gráður og bjartviðri og hægviðri. Hann segir veðrið halda áfram á vesturhelmingi landsins á morgun en á austurhelmingnum og á Suðausturlandi fari að snjóa seinni partinn. „Svo erum við dottin aftur í stífar norðlægar áttir, og þá fáum við hlé á vorkomunni. Það er akkúrat tónninn sem við eigum að gefa vorinu. Vorið þarf að fæðast.“ Siggi segir að næstu helgi sé útlit fyrir lægðagangi yfir landinu með norðanátt og snjókomu víða um land, jafnvel í höfuðborginni. Þannig að það er smá kuldi í kortunum ennþá? „Þetta er hvergi nærri búið. Veturinn er svo sterkur hjá okkur. Hann er ekki búinn að gefa eftir tagl og hagldir. Þannig að það er alveg ljóst að það er vetur ennþá en vorið er vissulega að koma. Sólin er að hækka á lofti og hér í Hafnarfirði hafa verið fiskimenn að veiða við höfnina. Þannig að það er margt sem minnir á að vorið er að koma og vonin er að koma og allt er dásamlegt,“ segir Siggi að lokum. Veður Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Tökumaður leit við á Klambratúni í dag þar sem ungir sem aldnir voru mættir til að freista þess að leika sér úti þrátt fyrir að vetur konungur minnti á sig. Fáeinir freistuðu þess jafnvel að sleppa úlpunni. Hallgerður ræddi við Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm veðurfræðing, í Kvöldfréttum. „Já sæll segi ég nú bara þegar menn eru farnir að tala um sumarið núna,“ segir Siggi og bætir við að það vanti svolítið hjá Íslendingum að gefa vorinu séns. „Vorið þarf að brjótast fram eins og barn í fæðingu. Og nú er sjúkrabíllinn á leið á spítalann með barnið og móðurina og vorið er að starta sér. Vordagurinn fyrsti er í dag,“ segir hann. Hiti mældist að sögn Sigga mest níu stig í dag. Í Reykjavík mældust 6,8 gráður og bjartviðri og hægviðri. Hann segir veðrið halda áfram á vesturhelmingi landsins á morgun en á austurhelmingnum og á Suðausturlandi fari að snjóa seinni partinn. „Svo erum við dottin aftur í stífar norðlægar áttir, og þá fáum við hlé á vorkomunni. Það er akkúrat tónninn sem við eigum að gefa vorinu. Vorið þarf að fæðast.“ Siggi segir að næstu helgi sé útlit fyrir lægðagangi yfir landinu með norðanátt og snjókomu víða um land, jafnvel í höfuðborginni. Þannig að það er smá kuldi í kortunum ennþá? „Þetta er hvergi nærri búið. Veturinn er svo sterkur hjá okkur. Hann er ekki búinn að gefa eftir tagl og hagldir. Þannig að það er alveg ljóst að það er vetur ennþá en vorið er vissulega að koma. Sólin er að hækka á lofti og hér í Hafnarfirði hafa verið fiskimenn að veiða við höfnina. Þannig að það er margt sem minnir á að vorið er að koma og vonin er að koma og allt er dásamlegt,“ segir Siggi að lokum.
Veður Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira