Íslenskir jafnaðarmenn og draumalandið Luxemburg – fyrri hluti Ólafur Sveinsson skrifar 11. mars 2024 08:30 Grein Róberts Björnssonar „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um Luxemburg hér á Vísi, hefur verið dreift á facebook af vinstrimönnum eins og um nýtt guðspjall sé að ræða og Luxemburg fyrirmyndaríkið. Það er ótrúlega grunnhyggið þegar haft er í huga á hverju þetta litla, moldríka fyrirmyndarsamfélag þeirra sem kenna sig við jafnaðarmennsku þrífst. Hrói höttur varð frægur fyrir að stela frá ríkum til að gefa fátækum. Auður Luxemburgar byggir á því að aðstoða ríka, moldríka, milljarðamæringa og alþjóðlega auðhringa, sem að misnota auð sinn og völd til að kúga þá sem minna mega sín, við að stela frá þeim fátæku. Stela arðinum af nýtingu auðlinda fátækra og vanþróðra landa, arðinum sem verður til við vinnu almennings og viðskiptum í ríkum löndum osfrv. Luxemburg lifir á að kapítalisminn verði sífellt grimmari og óréttlátari og stórfyrirtæki og milljarðamæringar komist hjá því að greiða eðlilegan hluta til samfélagsins þar sem gróðinn verður til. Luxemburg og Sviss voru fyrstu löndin í Evrópu og með þeim fyrstu í heimi sem gerðu bankaleynd og skattaundanskot / skattaparadís að big buissnes. Skattaskjól eru eitt mesta bölið sem er til í kapítalismanum sem gerir þeim ríku mögulegt að stela af hinum fátæku í stórum stíl og eykur ójöfnuð í samfélögum og milli ríkja gríðarlega. Ójöfnuðurinn t.a.m. í Bandaríkjunum og Bretlandi er orðinn svo mikill að lýðræðinu stafar hætta af - og eykur ekki aðeins mjög samfélagslegan óróa heldur er líka vatn á millu öfgaafla og rasista. En það er í góðu lagi samkvæmt grein Róberts, sem íslenskir jafnaðarmenn halda ekki vatni yfir af hrifningu, því þó Luxemburgarar séu "útsmognir kapítalistar eru heimamenn þó líka að sumu leiti skynsamir sósíalistar inn við beinið" vegna þess að bankarnir eru í eigu furstadæmisins. Einstaklingar, þjóðir og ríki eru rænd fyrir þeirra tilstilli og geta ekki veitt þegnum sínum það sem þeir ættu fjárhagslega skilið fyrir vikið, en af því pöbullinn sem býr í dvergríkinu Luxemburg nýtur góðs af er það í góðu lagi. Íslendingar gætu t.a.m. gert ýmislegt fyrir arðinn af stóriðjunni sem fer nánast skattlaus úr landi gegnum Luxemburg á löglegan en siðlausan hátt. Stóriðjufyrirtækin eiga dótturfyrirtæki í Luxemburg sem að „lána“ iðjuverunum á Íslandi, sem eru sjálfstæð fyrirtæki, pening á okurvöxtum. Það er sama hvað mikið er borgað af lánunum, það næst aldrei að greiða þau upp og vextirnir, sem eru frádráttarbærir frá skatti, eru það háir ár hvert að álverin, Járnblendið osfrv. borga lítinn sem engan tekjuskatt af mjög miklum hagnaði. Þar er auðvitað líka við Íslenska pólitíkusa að saka sem gera fyrirtækjunum það kleift en gætu auðveldlega stöðvað þennan ósóma með lagabreytingum. En Luxemburg hefur búið til ramman sem gerir fyrirtækjunum það mögulegt og barist hatrammlega gegn öllum breytingum á skattalöggjöf innan Evrópubandalagsins sem reynt hefur verið að setja til að stemma stigu við þessum ósóma. Ísland er að breytast í auðræði hefur maður oft á tilfinningunni, þar sem sífellt stærri hluti er skilinn eftir í sárri fátækt, eins og allir þeir sem neyðast til að leigja reyna á eigin skinni, meðan þeir ríku verða æ ríkari og valdameiri, ekki síst fyrir tilstuðlan ríkisins, samanber sægreifana, og þykir sjálfsagt að skjóta sínum ránsfeng í skattaskjól í Panama og víðar. Það fordæma íslenskir jafnaðarmenn og sósíalistar að sjálfsögðu, en lofa Luxemburg sem að lifir á slíkum ójöfnuði. Hjörtur bendir réttilega á að krónan, sem að íslenskir stjórnmálamenn ríghalda einhverra hluta vegna í, er eitt mesta böl almennings á Íslandi. „50 þúsund íslendingar kjósa að búa erlendis í dag. Skiljanlega. Álíka stór hópur vildi örugglega gjarnan búa annarsstaðar en sitja fastir í verðtryggðu skuldafangelsi og vistarbandi krónuhagkerfisins og komast hvergi.“ Þegar talað er um að vextir á húsnæðislánum séu miklu mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum er verðtryggingin ekki tekin með í það dæmi, þó hún sé í raun ekkert annað en viðbótarvextir af lánunum, þó hún sé kölluð annað. Eins og hendi sé veifað geta afborganirnar af lánunum stigmagnast og snarhækkað ef verðbólgan nær sér á skrið. Allir neyðast til að kaupa sér íbúð eða hús, það er vilji stjórnvalda, og flestir eru fyrir vikið bundnir í skuldaklafa sem herðir æ meir að þeim, eftir því sem þeir borga meira, út af verðtryggingunni. Það er nánast ómögulegt fyrir ungt fólk að safna fyrir útborgun, heldur er það háð því að „eiga góða að“ sem aðstoðar það fjárhagslega. En þó kaupin séu slæmur kostur sem stendur, er hinn kosturinn, að leigja, enn verri. Leigjendurnir eru háðir duttlungum leigusala og markaðarins og í raun nánast réttlausir. Undanfarin ár hefur leiguverðið farið með himinskautum vegna húsnæðisskorts, sérstaklega á höfðuðborgarsvæðinu. Það eru fá lönd, hugsanlega ekkert, þar sem er jafn dýrt að vera fátækur í og Ísland. En áhuginn á að rétta hlut almennings í húsnæðismálum er vægast sagt takmarkaður. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera einu flokkarnir sem að vilja taka upp evru í stað krónu og frelsa þá sem „sitja fastir í verðtryggðu skuldafangelsi og vistarbandi krónuhagkerfisins.“ Og þrátt fyrir augljósa neyð þeirra sem að neyðast til að leigja hefur enginn flokkur á Alþingi það á dagskrá að setja lög sem að myndi auka rétt leigjenda og gera sambærilegan við það sem er í nágrannlöndum okkar, eftir því sem ég best veit. „... ég leigi ágæta 70fm íbúð auk bílakjallara fyrir svipaða upphæð og þið leigið Pólverjunum 35fm bílskúr á Selfossi. Þess má geta að húsaleigan mín hefur ekki hækkað um cent í 2 ár en ströng lög gilda um leigumarkaðinn og mega fjármagnseigendur einungis hækka leigu á tveggja ára fresti samkvæmt sérstakri vísitölu og aldrei meira en 5%.“ Skrifar Hjörtur, sem býr í Luxemburg og segist vera „ ... pólitískur og efnahagslegur flóttamaður ...“. Allt er þetta satt og rétt hjá honum og ég þekki það frá Danmörku, þar sem ég bjó, og Þýskalandi, þar sem ég bý núna, að leiguhúsnæði er nánast jafn öruggt og eigið húsnæði sem maður á og að það eru strangar reglur um það hversu mikið leigan má hækka ár hvert. Ýmislegt annað sem Hjörtur skrifar um eins og aðgangur að læknum og kostnaður við slíkar heimsóknir, almenningssamgöngur og fleira er augljóslega mun betra á í Luxemburg en á Íslandi, þar sem að velferðarkerfið náði aldrei að verða jafn öflugt og á hinum Norðurlöndunum og hefur ekki aðeins verið undir stöðugri árás frjálshyggjuarms Sjálfstæðisflokksins síðustu 40 ár, heldur smituðust jafnaðarmenn líka af einkavæðingarsýkinni og þeirri bábilju að einkaframtakið fari alltaf og í öllum tilvikum betur með peninga en ríkið. Trickle down eða brauðmolakenning frjálshyggjunnar um að skattalækkanir fyrir hina ríku og fyrirtæki komi sér vel fyrir allt samfélagið vegna þess að það leiði til aukinnar samkeppni og fjárfestingar í atvinnuvegunum, sem skili sér á endanum til pöbulsins, ef ríkið skipti sér sem allra minnst og helst ekkert af markaðnum og sjái til þess að allt sem truflar hann eins og verkalýðsfélög með óhóflegar launakröfur og kostnaðarsamt regluverk vegna umhverfisverndarákvæða sé haldið í lágmarki. Auðurinn á að trickle down eða rísla niður samfélagið til almenningsins. Brauðmolarnir að hrjóta af alsnægtarborðum hinna ríku til pöbulsins sem nýtur góðs af. Auk þess sjái lágir skattar til þess að ástæðulaust sé fyrir hina ríku og fyrirtækin að skjóta undan skatti, heldur nýti aukið fjármagn til að fjárfesta í atvinnuvegunum sem leiði til þess að skattgreiðslur til ríkisins lækki ekki heldur hækki. En raunin er önnur. Veigamikil ástæða er trúlega sú að þeir ríku fjárfesta ekki í atvinnuvegreinum nema að litlu leiti, heldur lifa í lúxus, skjóta undan skatti sem aldrei fyrr og koma þeim miklu fjármunum sem þeir þéna ýmist undan í skattaskjól eins og Luxemburg, þar sem þeir nýtast engum, eða fjárfesta í hlutabréfum á hlutabréfamörkuðum sem koma fyrirtækjarekstri ekkert við heldur má frekar flokka undir veðmálastarfsemi. Samkeppnin leiðir án skýrra reglna til einokurnar stórra fyrirtækja sem ná að drepa samkeppnisaðalina af sér og hærra vöruverðs. Baráttan gegn verkalýðsfélögum í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur leitt til lægri launa, minna atvinnuöryggis og gríðalegrar mismunanar, þar sem ótrúlega stór hópur er bláfátækur og á vart til hnífs og skeiðar, meðan milljarðamæringarnir verða æ fleiri og pólitísku öfgarnir í átt að fasisma eins og í Bandaríkjunum verða æ meira áberandi. Það er vissulega virðingarvert að stjórnvöld í Luxemburg skuli nýta þann mikla auð sem þetta dvergríki þénar á því að þjóna þessum sérlega ógeðfellda kapítalisma og vafasömum aðilum sem að tengjast glæpa- og mögulegum hryðjuverkahreyfingum með bankaleynd, til að bæta líf þegna sinna og stuðla að jafnræði meðal þeirra. Samkvæmt frásögn Róberts leiðir það m.a. annars til sáttar í samfélaginu og vinnur gegn kynþáttafordómum, því enginn þarf að óttast um sitt, og gæti því verið fyrirmynd fyrir önnur lönd, ekki síst Ísland. En það er á kostnað annara þjóða og annara landa og það tvennt verður ekki aðskilið. Fyrir vikið er það illskiljanlegt að margir íslenskir jafnaðarmenn skuli nánast líta á Luxemburg sem fyrirheitna landið. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúxemborg Íslendingar erlendis Ólafur Sveinsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Grein Róberts Björnssonar „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um Luxemburg hér á Vísi, hefur verið dreift á facebook af vinstrimönnum eins og um nýtt guðspjall sé að ræða og Luxemburg fyrirmyndaríkið. Það er ótrúlega grunnhyggið þegar haft er í huga á hverju þetta litla, moldríka fyrirmyndarsamfélag þeirra sem kenna sig við jafnaðarmennsku þrífst. Hrói höttur varð frægur fyrir að stela frá ríkum til að gefa fátækum. Auður Luxemburgar byggir á því að aðstoða ríka, moldríka, milljarðamæringa og alþjóðlega auðhringa, sem að misnota auð sinn og völd til að kúga þá sem minna mega sín, við að stela frá þeim fátæku. Stela arðinum af nýtingu auðlinda fátækra og vanþróðra landa, arðinum sem verður til við vinnu almennings og viðskiptum í ríkum löndum osfrv. Luxemburg lifir á að kapítalisminn verði sífellt grimmari og óréttlátari og stórfyrirtæki og milljarðamæringar komist hjá því að greiða eðlilegan hluta til samfélagsins þar sem gróðinn verður til. Luxemburg og Sviss voru fyrstu löndin í Evrópu og með þeim fyrstu í heimi sem gerðu bankaleynd og skattaundanskot / skattaparadís að big buissnes. Skattaskjól eru eitt mesta bölið sem er til í kapítalismanum sem gerir þeim ríku mögulegt að stela af hinum fátæku í stórum stíl og eykur ójöfnuð í samfélögum og milli ríkja gríðarlega. Ójöfnuðurinn t.a.m. í Bandaríkjunum og Bretlandi er orðinn svo mikill að lýðræðinu stafar hætta af - og eykur ekki aðeins mjög samfélagslegan óróa heldur er líka vatn á millu öfgaafla og rasista. En það er í góðu lagi samkvæmt grein Róberts, sem íslenskir jafnaðarmenn halda ekki vatni yfir af hrifningu, því þó Luxemburgarar séu "útsmognir kapítalistar eru heimamenn þó líka að sumu leiti skynsamir sósíalistar inn við beinið" vegna þess að bankarnir eru í eigu furstadæmisins. Einstaklingar, þjóðir og ríki eru rænd fyrir þeirra tilstilli og geta ekki veitt þegnum sínum það sem þeir ættu fjárhagslega skilið fyrir vikið, en af því pöbullinn sem býr í dvergríkinu Luxemburg nýtur góðs af er það í góðu lagi. Íslendingar gætu t.a.m. gert ýmislegt fyrir arðinn af stóriðjunni sem fer nánast skattlaus úr landi gegnum Luxemburg á löglegan en siðlausan hátt. Stóriðjufyrirtækin eiga dótturfyrirtæki í Luxemburg sem að „lána“ iðjuverunum á Íslandi, sem eru sjálfstæð fyrirtæki, pening á okurvöxtum. Það er sama hvað mikið er borgað af lánunum, það næst aldrei að greiða þau upp og vextirnir, sem eru frádráttarbærir frá skatti, eru það háir ár hvert að álverin, Járnblendið osfrv. borga lítinn sem engan tekjuskatt af mjög miklum hagnaði. Þar er auðvitað líka við Íslenska pólitíkusa að saka sem gera fyrirtækjunum það kleift en gætu auðveldlega stöðvað þennan ósóma með lagabreytingum. En Luxemburg hefur búið til ramman sem gerir fyrirtækjunum það mögulegt og barist hatrammlega gegn öllum breytingum á skattalöggjöf innan Evrópubandalagsins sem reynt hefur verið að setja til að stemma stigu við þessum ósóma. Ísland er að breytast í auðræði hefur maður oft á tilfinningunni, þar sem sífellt stærri hluti er skilinn eftir í sárri fátækt, eins og allir þeir sem neyðast til að leigja reyna á eigin skinni, meðan þeir ríku verða æ ríkari og valdameiri, ekki síst fyrir tilstuðlan ríkisins, samanber sægreifana, og þykir sjálfsagt að skjóta sínum ránsfeng í skattaskjól í Panama og víðar. Það fordæma íslenskir jafnaðarmenn og sósíalistar að sjálfsögðu, en lofa Luxemburg sem að lifir á slíkum ójöfnuði. Hjörtur bendir réttilega á að krónan, sem að íslenskir stjórnmálamenn ríghalda einhverra hluta vegna í, er eitt mesta böl almennings á Íslandi. „50 þúsund íslendingar kjósa að búa erlendis í dag. Skiljanlega. Álíka stór hópur vildi örugglega gjarnan búa annarsstaðar en sitja fastir í verðtryggðu skuldafangelsi og vistarbandi krónuhagkerfisins og komast hvergi.“ Þegar talað er um að vextir á húsnæðislánum séu miklu mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum er verðtryggingin ekki tekin með í það dæmi, þó hún sé í raun ekkert annað en viðbótarvextir af lánunum, þó hún sé kölluð annað. Eins og hendi sé veifað geta afborganirnar af lánunum stigmagnast og snarhækkað ef verðbólgan nær sér á skrið. Allir neyðast til að kaupa sér íbúð eða hús, það er vilji stjórnvalda, og flestir eru fyrir vikið bundnir í skuldaklafa sem herðir æ meir að þeim, eftir því sem þeir borga meira, út af verðtryggingunni. Það er nánast ómögulegt fyrir ungt fólk að safna fyrir útborgun, heldur er það háð því að „eiga góða að“ sem aðstoðar það fjárhagslega. En þó kaupin séu slæmur kostur sem stendur, er hinn kosturinn, að leigja, enn verri. Leigjendurnir eru háðir duttlungum leigusala og markaðarins og í raun nánast réttlausir. Undanfarin ár hefur leiguverðið farið með himinskautum vegna húsnæðisskorts, sérstaklega á höfðuðborgarsvæðinu. Það eru fá lönd, hugsanlega ekkert, þar sem er jafn dýrt að vera fátækur í og Ísland. En áhuginn á að rétta hlut almennings í húsnæðismálum er vægast sagt takmarkaður. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera einu flokkarnir sem að vilja taka upp evru í stað krónu og frelsa þá sem „sitja fastir í verðtryggðu skuldafangelsi og vistarbandi krónuhagkerfisins.“ Og þrátt fyrir augljósa neyð þeirra sem að neyðast til að leigja hefur enginn flokkur á Alþingi það á dagskrá að setja lög sem að myndi auka rétt leigjenda og gera sambærilegan við það sem er í nágrannlöndum okkar, eftir því sem ég best veit. „... ég leigi ágæta 70fm íbúð auk bílakjallara fyrir svipaða upphæð og þið leigið Pólverjunum 35fm bílskúr á Selfossi. Þess má geta að húsaleigan mín hefur ekki hækkað um cent í 2 ár en ströng lög gilda um leigumarkaðinn og mega fjármagnseigendur einungis hækka leigu á tveggja ára fresti samkvæmt sérstakri vísitölu og aldrei meira en 5%.“ Skrifar Hjörtur, sem býr í Luxemburg og segist vera „ ... pólitískur og efnahagslegur flóttamaður ...“. Allt er þetta satt og rétt hjá honum og ég þekki það frá Danmörku, þar sem ég bjó, og Þýskalandi, þar sem ég bý núna, að leiguhúsnæði er nánast jafn öruggt og eigið húsnæði sem maður á og að það eru strangar reglur um það hversu mikið leigan má hækka ár hvert. Ýmislegt annað sem Hjörtur skrifar um eins og aðgangur að læknum og kostnaður við slíkar heimsóknir, almenningssamgöngur og fleira er augljóslega mun betra á í Luxemburg en á Íslandi, þar sem að velferðarkerfið náði aldrei að verða jafn öflugt og á hinum Norðurlöndunum og hefur ekki aðeins verið undir stöðugri árás frjálshyggjuarms Sjálfstæðisflokksins síðustu 40 ár, heldur smituðust jafnaðarmenn líka af einkavæðingarsýkinni og þeirri bábilju að einkaframtakið fari alltaf og í öllum tilvikum betur með peninga en ríkið. Trickle down eða brauðmolakenning frjálshyggjunnar um að skattalækkanir fyrir hina ríku og fyrirtæki komi sér vel fyrir allt samfélagið vegna þess að það leiði til aukinnar samkeppni og fjárfestingar í atvinnuvegunum, sem skili sér á endanum til pöbulsins, ef ríkið skipti sér sem allra minnst og helst ekkert af markaðnum og sjái til þess að allt sem truflar hann eins og verkalýðsfélög með óhóflegar launakröfur og kostnaðarsamt regluverk vegna umhverfisverndarákvæða sé haldið í lágmarki. Auðurinn á að trickle down eða rísla niður samfélagið til almenningsins. Brauðmolarnir að hrjóta af alsnægtarborðum hinna ríku til pöbulsins sem nýtur góðs af. Auk þess sjái lágir skattar til þess að ástæðulaust sé fyrir hina ríku og fyrirtækin að skjóta undan skatti, heldur nýti aukið fjármagn til að fjárfesta í atvinnuvegunum sem leiði til þess að skattgreiðslur til ríkisins lækki ekki heldur hækki. En raunin er önnur. Veigamikil ástæða er trúlega sú að þeir ríku fjárfesta ekki í atvinnuvegreinum nema að litlu leiti, heldur lifa í lúxus, skjóta undan skatti sem aldrei fyrr og koma þeim miklu fjármunum sem þeir þéna ýmist undan í skattaskjól eins og Luxemburg, þar sem þeir nýtast engum, eða fjárfesta í hlutabréfum á hlutabréfamörkuðum sem koma fyrirtækjarekstri ekkert við heldur má frekar flokka undir veðmálastarfsemi. Samkeppnin leiðir án skýrra reglna til einokurnar stórra fyrirtækja sem ná að drepa samkeppnisaðalina af sér og hærra vöruverðs. Baráttan gegn verkalýðsfélögum í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur leitt til lægri launa, minna atvinnuöryggis og gríðalegrar mismunanar, þar sem ótrúlega stór hópur er bláfátækur og á vart til hnífs og skeiðar, meðan milljarðamæringarnir verða æ fleiri og pólitísku öfgarnir í átt að fasisma eins og í Bandaríkjunum verða æ meira áberandi. Það er vissulega virðingarvert að stjórnvöld í Luxemburg skuli nýta þann mikla auð sem þetta dvergríki þénar á því að þjóna þessum sérlega ógeðfellda kapítalisma og vafasömum aðilum sem að tengjast glæpa- og mögulegum hryðjuverkahreyfingum með bankaleynd, til að bæta líf þegna sinna og stuðla að jafnræði meðal þeirra. Samkvæmt frásögn Róberts leiðir það m.a. annars til sáttar í samfélaginu og vinnur gegn kynþáttafordómum, því enginn þarf að óttast um sitt, og gæti því verið fyrirmynd fyrir önnur lönd, ekki síst Ísland. En það er á kostnað annara þjóða og annara landa og það tvennt verður ekki aðskilið. Fyrir vikið er það illskiljanlegt að margir íslenskir jafnaðarmenn skuli nánast líta á Luxemburg sem fyrirheitna landið. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar