Katrín játar að hafa átt við myndina og biðst afsökunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 10:52 Myndin af Katrínu og börnunum var sú fyrsta sem birt var eftir að prinsessan gekkst undir aðgerð á kviðarholi á dögunum. Þögn konungsfjölskyldunnar um aðgerðina hefur að sjálfsögðu ýtt undir alls kyns kjaftasögur og samsæriskenningar. AP/Kin Cheung Katrín prinsessa af Wales hefur beðist afsökunar á því að hafa deilt breyttri mynd af sér og börnum sínum. Myndin var afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana. „Líkt og margir áhugaljósmyndarar geri ég stundum tilraunir með myndvinnslu. Ég vil biðjast afsökunar á hverjum þeim ruglingi sem fjölskyldumyndin sem við deildum í gær kann að hafa valdið. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag,“ segir Katrín í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Like many amateur photographers, I do occasionally experiment with editing. I wanted to express my apologies for any confusion the family photograph we shared yesterday caused. I hope everyone celebrating had a very happy Mother s Day. C— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 11, 2024 Myndin sem birtist í fjölmiðlum út um allan heim í gær var tekin af Vilhjálmi en það er Katrín sem er þekkt fyrir áhuga sinn á ljósmyndun og hefur tekið flestar af þeim myndum sem konungsfjölskyldan hefur deilt af börnum þeirra hjóna. Myndaveitur gáfu út svokallaða „kill notice“ vegna myndarinnar skömmu eftir að hún fór í dreifingu en slíkar afturkallanir geta meðal annars þýtt að eitthvað sé að myndinni. Þeir miðlar sem keypt hafa myndina af viðkomandi veitu eru þá beðnir um að taka hana úr birtingu. Að þessu sinni var ákvörðunin tekin vegna þess að við nánari skoðun kom í ljós að átt hafði verið við myndina. Skýring Katrínar gefur til kynna að eftir að Vilhjálmur tók myndina hafi hún átt við hana í myndvinnsluforriti. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er myndin enn merkt „Photo Kill“ í myndabanka AP. Bretland Kóngafólk Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
„Líkt og margir áhugaljósmyndarar geri ég stundum tilraunir með myndvinnslu. Ég vil biðjast afsökunar á hverjum þeim ruglingi sem fjölskyldumyndin sem við deildum í gær kann að hafa valdið. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag,“ segir Katrín í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Like many amateur photographers, I do occasionally experiment with editing. I wanted to express my apologies for any confusion the family photograph we shared yesterday caused. I hope everyone celebrating had a very happy Mother s Day. C— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 11, 2024 Myndin sem birtist í fjölmiðlum út um allan heim í gær var tekin af Vilhjálmi en það er Katrín sem er þekkt fyrir áhuga sinn á ljósmyndun og hefur tekið flestar af þeim myndum sem konungsfjölskyldan hefur deilt af börnum þeirra hjóna. Myndaveitur gáfu út svokallaða „kill notice“ vegna myndarinnar skömmu eftir að hún fór í dreifingu en slíkar afturkallanir geta meðal annars þýtt að eitthvað sé að myndinni. Þeir miðlar sem keypt hafa myndina af viðkomandi veitu eru þá beðnir um að taka hana úr birtingu. Að þessu sinni var ákvörðunin tekin vegna þess að við nánari skoðun kom í ljós að átt hafði verið við myndina. Skýring Katrínar gefur til kynna að eftir að Vilhjálmur tók myndina hafi hún átt við hana í myndvinnsluforriti. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er myndin enn merkt „Photo Kill“ í myndabanka AP.
Bretland Kóngafólk Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira