Innlent

Gabbaði slökkvi­liðið í út­kall og má búast við refsingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slökkvliðsmenn við störf. Mynd úr safni.
Slökkvliðsmenn við störf. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í útkall vegna elds í nótt sem enginn fótur reyndist fyrir. Slökkviliðsmenn voru narraðir og hafa vísað málinu til lögreglu.

Þetta kemur fram í tilkynningu í morgunsárið frá slökkviliðinu þar sem önnusömum sólarhring er lýst. Það sem var óvenjulegt við vaktina var fjöldi útkalla og að þau voru fleiri um nóttina.

Sjúkraflutningar vaktarinnar skiptust þannig að dagvaktin var með 47 og næturvaktin 48. 

„Summan er þá 95. Þetta finnst okkur mikið og sérstaklega á næturvaktinni sem er langt frá því að vera eins mönnuð og dagvaktin,“ segir í tilkynningu.

„Dælubílar fóru í þrjú útköll: vatnstjón, eldur í gaskút (grilli) og svo fórum við í narr, en þar vorum við kallaðir í eld sem var ekki og bjó innhringjandi til þetta útkall. Nú er þetta lögreglumál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×