Fer á tónleika um allan heim og hangir með stórstjörnu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. mars 2024 11:31 Heimir Ingi og stjarnan Madison Beer áttu skemmtilega endurfundi á dögunum. Aðsend Lífskúnstnerinn Heimir Ingi Róbertsson er 20 ára gamall og elskar fátt meira en að ferðast og fara á tónleika. Hann hefur mikinn áhuga á poppkúltúr og hefur nú þegar séð flest af sínu uppáhalds tónlistarfólki á sviði. Heimir Ingi birti nýverið sjálfsmynd af sér og tónlistarkonunni Madison Beer á Instagram og skrifar undir: „endurfundir“. Virtust þau hinir mestu mátar en Madison Beer er gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum, með 38 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram og 18 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Fylgdi honum á Twitter 2021 Blaðamaður tók púlsinn á Heimi Inga og fékk að heyra nánar frá þessu. „Ég hef verið aðdáandi Madison Beer frá árinu 2019 og hún byrjaði fyrst að fylgja mér á Twitter árið 2021. Ég hitti hana í gegnum Zoom samtal í Covid því hún var með rafræna tónleika og bauð upp á spjall í kjölfarið. Við ræddum um Ísland eiginlega allan tímann. Ég nefndi að ég væri frá Íslandi og þá sagðist hún svo mikið vilja koma til Íslands. Í fyrsta skipti sem ég hitti Madison svo í raunheimum var í Glasgow árið 2022. Þá var hún á tónleikaferðalaginu Life Support Tour og við þurftum að vera með andlitsgrímur á okkur útaf Covid. Það var algjörlega tryllt upplifun að sjá hana á sviði í fyrsta skipti og fá að hitta hana. Svo í gær, tveimur árum síðar, var ég að hita hana aftur.“ Heimir Ingi og Madison Beer þegar þau hittust fyrst. Aðsend Mætti tæpum tólf tímum fyrir tónleikana Heimir Ingi var staddur í Prag ásamt bróður sínum þegar blaðamaður ræddi við hann og fóru þeir á tónleika Beer þar sem eru hluti af tónleikaferðalagi hennar Spinnin Tour. Það þarf að leggja ýmislegt á sig til þess að ná góðu plássi og fór allur dagurinn þeirra í það. „Við mættum klukkan tíu um morguninn til þess að geta verið fremst. Húsið opnaði klukkan 19:00 en vegna þess að ég var með svokallaðan VIP meet and greet miða fengum við að fara inn klukkan 16:00. Þar fórum við í röð til þess að hitta hana og ég var númer ellefu í röðinni.“ Heimir Ingi var alveg upp við sviðið og náði góðum myndum af Madison Beer. Heimir Ingi. Hann segir að upplifunin hafi aftur verið ótrúleg. Að hitta hana aftur var alveg jafn mikið sjokk og það var í fyrsta skipti. Hún var með grímu á sér þar sem hún er búinn að vera veik síðustu daga og hún var að reyna gera allt til þess að hætta ekki við tónleikana og meet and greetið. Um leið og ég labbaði inn til að hitta hana þá tók hún á móti mér með knúsi og baðst afsökunar á því að vera með andlitsgrímum og líta svona út.“ Athugasemd sem Madison Beer skrifaði á TikTok síðu Heimis Inga. Aðsend Ræddu um TikTok myndband Heimis Madison Beer og Heimir hafa átt í samskiptum í gegnum Internetið, bæði fylgdi hún honum á Twitter og svo hefur hún skrifað athugasemdir við myndbönd hjá honum á samfélagsmiðlinum TikTok. „Við byrjuðum að tala um TikTok-ið mitt sem varð viral, það er að segja fékk mikið áhorf, í febrúar þar sem ég notaði nýja lagið hennar Make you mine og hún kommentaði á það. Henni fannst það geggjað fyndið og sagðist hafa sýnt öllum vinum sínum það. Hún var mjög kurteis og hrósaði outfittinu mínu. Svo spurði hún mig hvernig pósu við ættum að gera á myndinni. Hún knúsaði mig aftur eftir að við tókum myndina og þá sagði henni að ég myndi hitta hana aftur á laugardaginn í Barcelona og hún sagði: Ég get ekki beðið,“ segir Heimir Ingi sem á bókað á aðra tónleika hjá Beer eftir nokkra daga. VIP gjöfin sem Heimir Ingi fékk frá Beer.Aðsend Svaraði spurningum frá hópnum Eftir þessa endurfundi fékk Heimir Ingi VIP gjöf sem var eiginhandaráritun frá Beer á ljósmynd af henni og slaufa sem er mjög einkennandi fyrir hana. „Svo beið ég eftir að hún kæmi í hljóðprufu og svaraði spurningum fyrir okkur sem vorum í VIP. Því miður var hún enn að ná sér eftir veikindi þannig að hún þurfti að hætta við hljóðprufuna en hún svaraði nokkrum spurningum sem við vorum búin að spyrja fyrir fram. Eftir það tók hún hópmynd með okkur fyrir framan sviðið.“ Hópmyndin, Heimir Ingi er í öftustu röð til vinstri. Aðsend Eftir það var tónleikasalurinn opnaður fyrir almenningi og Jann og Jillian Rossi sáu um upphitunaratriðið. „Síðan kom Madison á sviðið um 21:30, tæpum tólf tímum eftir að við mættum. Hún var mjög góð og flott uppi á sviði. Það var ótrúlega skemmtilegt að heyra nýju plötuna hennar Silence between songs á sviði og hún tók líka nokkur gömul klassísk lög frá sér.“ Mynd af fána Tékklands sem einn aðdaendi kom með og lét alla í röðinni skrifa nafn sitt á. Madison Beer tók fánann upp á sviðið í lokalaginu og dansaði með hann að sögn Heimis Inga. Aðsend Olivia Rodrigo og Nicki Minaj á döfinni Allt í allt flutti Madison 23 lög sem Heimir Ingi segir að hafi verið magnað miðað við veikindin hennar. „Mér finnst mjög gaman að sjá hvað hún hugsar mikið um aðdáendur sína og hún er mjög dugleg að eiga í samskiptum við þá á Twitter til dæmis, sem sýnir bara hvað hún er góð manneskja. Þetta voru algjörlega geggjaðir tónleikar og ég get ekki beðið eftir að sjá hana aftur í Barcelona á laugardaginn. Ég hef mjög mikinn áhuga á að ferðast og fara á tónleika í leiðinni. Ég hef séð flest alla uppáhalds söngvarana mína live. Má þar nefna Ariana Grande, SZA, Beyonce, Harry Styles, The Weeknd og margt fleira. Í næsta mánuði fer ég á Tate McRae í London. Svo í maí fer ég á Olivia Rodrigo í Glasgow og Nicki Minaj í Manchester,“ segir Heimir Ingi fullur tilhlökkunar að lokum. View this post on Instagram A post shared by heimir (@heimiringii) Tónlist Hollywood Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Heimir Ingi birti nýverið sjálfsmynd af sér og tónlistarkonunni Madison Beer á Instagram og skrifar undir: „endurfundir“. Virtust þau hinir mestu mátar en Madison Beer er gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum, með 38 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram og 18 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Fylgdi honum á Twitter 2021 Blaðamaður tók púlsinn á Heimi Inga og fékk að heyra nánar frá þessu. „Ég hef verið aðdáandi Madison Beer frá árinu 2019 og hún byrjaði fyrst að fylgja mér á Twitter árið 2021. Ég hitti hana í gegnum Zoom samtal í Covid því hún var með rafræna tónleika og bauð upp á spjall í kjölfarið. Við ræddum um Ísland eiginlega allan tímann. Ég nefndi að ég væri frá Íslandi og þá sagðist hún svo mikið vilja koma til Íslands. Í fyrsta skipti sem ég hitti Madison svo í raunheimum var í Glasgow árið 2022. Þá var hún á tónleikaferðalaginu Life Support Tour og við þurftum að vera með andlitsgrímur á okkur útaf Covid. Það var algjörlega tryllt upplifun að sjá hana á sviði í fyrsta skipti og fá að hitta hana. Svo í gær, tveimur árum síðar, var ég að hita hana aftur.“ Heimir Ingi og Madison Beer þegar þau hittust fyrst. Aðsend Mætti tæpum tólf tímum fyrir tónleikana Heimir Ingi var staddur í Prag ásamt bróður sínum þegar blaðamaður ræddi við hann og fóru þeir á tónleika Beer þar sem eru hluti af tónleikaferðalagi hennar Spinnin Tour. Það þarf að leggja ýmislegt á sig til þess að ná góðu plássi og fór allur dagurinn þeirra í það. „Við mættum klukkan tíu um morguninn til þess að geta verið fremst. Húsið opnaði klukkan 19:00 en vegna þess að ég var með svokallaðan VIP meet and greet miða fengum við að fara inn klukkan 16:00. Þar fórum við í röð til þess að hitta hana og ég var númer ellefu í röðinni.“ Heimir Ingi var alveg upp við sviðið og náði góðum myndum af Madison Beer. Heimir Ingi. Hann segir að upplifunin hafi aftur verið ótrúleg. Að hitta hana aftur var alveg jafn mikið sjokk og það var í fyrsta skipti. Hún var með grímu á sér þar sem hún er búinn að vera veik síðustu daga og hún var að reyna gera allt til þess að hætta ekki við tónleikana og meet and greetið. Um leið og ég labbaði inn til að hitta hana þá tók hún á móti mér með knúsi og baðst afsökunar á því að vera með andlitsgrímum og líta svona út.“ Athugasemd sem Madison Beer skrifaði á TikTok síðu Heimis Inga. Aðsend Ræddu um TikTok myndband Heimis Madison Beer og Heimir hafa átt í samskiptum í gegnum Internetið, bæði fylgdi hún honum á Twitter og svo hefur hún skrifað athugasemdir við myndbönd hjá honum á samfélagsmiðlinum TikTok. „Við byrjuðum að tala um TikTok-ið mitt sem varð viral, það er að segja fékk mikið áhorf, í febrúar þar sem ég notaði nýja lagið hennar Make you mine og hún kommentaði á það. Henni fannst það geggjað fyndið og sagðist hafa sýnt öllum vinum sínum það. Hún var mjög kurteis og hrósaði outfittinu mínu. Svo spurði hún mig hvernig pósu við ættum að gera á myndinni. Hún knúsaði mig aftur eftir að við tókum myndina og þá sagði henni að ég myndi hitta hana aftur á laugardaginn í Barcelona og hún sagði: Ég get ekki beðið,“ segir Heimir Ingi sem á bókað á aðra tónleika hjá Beer eftir nokkra daga. VIP gjöfin sem Heimir Ingi fékk frá Beer.Aðsend Svaraði spurningum frá hópnum Eftir þessa endurfundi fékk Heimir Ingi VIP gjöf sem var eiginhandaráritun frá Beer á ljósmynd af henni og slaufa sem er mjög einkennandi fyrir hana. „Svo beið ég eftir að hún kæmi í hljóðprufu og svaraði spurningum fyrir okkur sem vorum í VIP. Því miður var hún enn að ná sér eftir veikindi þannig að hún þurfti að hætta við hljóðprufuna en hún svaraði nokkrum spurningum sem við vorum búin að spyrja fyrir fram. Eftir það tók hún hópmynd með okkur fyrir framan sviðið.“ Hópmyndin, Heimir Ingi er í öftustu röð til vinstri. Aðsend Eftir það var tónleikasalurinn opnaður fyrir almenningi og Jann og Jillian Rossi sáu um upphitunaratriðið. „Síðan kom Madison á sviðið um 21:30, tæpum tólf tímum eftir að við mættum. Hún var mjög góð og flott uppi á sviði. Það var ótrúlega skemmtilegt að heyra nýju plötuna hennar Silence between songs á sviði og hún tók líka nokkur gömul klassísk lög frá sér.“ Mynd af fána Tékklands sem einn aðdaendi kom með og lét alla í röðinni skrifa nafn sitt á. Madison Beer tók fánann upp á sviðið í lokalaginu og dansaði með hann að sögn Heimis Inga. Aðsend Olivia Rodrigo og Nicki Minaj á döfinni Allt í allt flutti Madison 23 lög sem Heimir Ingi segir að hafi verið magnað miðað við veikindin hennar. „Mér finnst mjög gaman að sjá hvað hún hugsar mikið um aðdáendur sína og hún er mjög dugleg að eiga í samskiptum við þá á Twitter til dæmis, sem sýnir bara hvað hún er góð manneskja. Þetta voru algjörlega geggjaðir tónleikar og ég get ekki beðið eftir að sjá hana aftur í Barcelona á laugardaginn. Ég hef mjög mikinn áhuga á að ferðast og fara á tónleika í leiðinni. Ég hef séð flest alla uppáhalds söngvarana mína live. Má þar nefna Ariana Grande, SZA, Beyonce, Harry Styles, The Weeknd og margt fleira. Í næsta mánuði fer ég á Tate McRae í London. Svo í maí fer ég á Olivia Rodrigo í Glasgow og Nicki Minaj í Manchester,“ segir Heimir Ingi fullur tilhlökkunar að lokum. View this post on Instagram A post shared by heimir (@heimiringii)
Tónlist Hollywood Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira