„Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 23:16 Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segir sorglegt að höfundar gleymist í umræðu um sigurvegara Söngvakeppninnar. Lagahöfundarnir séu raunverulegir sigurvegarar hennar, ekki flytjandinn. Eyþór Gunnarsson Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. „Sem áhugamaður um réttindi höfunda þá finst mér áhugavert hvernig þetta hefur spunnist þegar kemur í ljós að höfundarnir eru tvístígandi með það hvernig þeir eigi að snúa sér og það hefur jafnvel komið fram að þeir vilji draga í land með þetta, segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Miklar umræður sköpuðust við færslu sem Eyþór birti á Facebook fyrr í dag þar sem hann bendir á að sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins sé ekki Hera Björk, flytjandi lagsins Scared of Hights, heldur höfundar lagsins. „Það gleymist nefnilega að þetta er lagakeppni en ekki söngvarakeppni. Öll umgjörð keppninnar er sniðin fyrir höfunda þó fókusinn fari alfarið á flytjendur. Höfundi á meira að segja að vera heimilt samkvæmt reglum að skipta um flytjanda eftir forkeppnina. Dæmi um það eru til,“ skrifar Eyþór í færslunni. „Þess vegna er alveg með ólíkindum hvernig RÚV ohf ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins í ár.“ Fróðlegt að vita hvort höfundar geti andmælt Fjöldi fólks hefur tekið undir með Eyþóri, sem veltir fyrir sér hver staða höfunda er. „Það kemur á daginn að réttindi þeirra virðast engin. Þá sér maður það svo sláandi hvernig þeir eru algjörlega á bak við tjöldin en þegar á reynir eru þeir náttúrulega upphaf og endir þessa alls. Samt á þeirra skoðun ekki að skipta neinu máli,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann viti ekki í hverju samningar RÚV við höfundana felist eða hverju höfundarnir hafa afsalað sér. „En maður hefði haldið, að þó það væri ekki nema hinn almenni sæmdarréttur höfunda, að þá eigi þeir að geta eitthvað haft um það að segja í hvaða tilgangi hugverk þeirra eru notuð. Þetta er voða mikið gert á forsendum RÚV en ég áttaði mig ekki á því, og það virðist vera að koma fram í fyrsta skipti núna, hvað réttur höfunda er lítill þegar á reynir,“ segir Eyþór. „RÚV er eflaust búið að tryggja sig í bak og fyrir. Þeir bersýnilega telja sig hafa rétt á því að lýsa því yfir að farið verði í keppnina. Þeir virðast ekki hafa miklar áhyggjur af rétti höfunda til að andmæla því. Boltinn er hjá höfundum, hvort þeir vilji taka málið lengra og gera eitthvað í því. Það væri í sjálfu sér fróðlegt að vita hver rétturinn er þegar á reynir.“ Sorglegt að horfa upp á umræðuna Hann segir þetta sérstaklega áhugavert í ljósi þess að RÚV hafi sett það á herðar atriðanna að ákveða sjálf hvort þau færi út til Svíþjóðar stæðu þau uppi sem sigurvegari keppninnar. „Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sagði það berum orðum að það yrði ákveðið í samráði við sigurvegarann hvort farið yrði út. Söngvakeppnin sé haldin burtséð frá Eurovision og það sé ákveðið í samráði við sigurvegarann en þegar á reynir virðist bara litið á flytjandann sem sigurvegarann. Sigurvegarinn á að vera höfundur lagsins, það er hann sem sendir inn lagið og í raun er það höfundurinn sem velur flytjandann í upphafi.“ Honum ofbjóði umræðan, sem hafi skapast í kringum keppnina í ár. „Mér er farið að ofbjóða mjög margt í þessu núna. Það koma ýmsir ljótir hlutir upp á yfirborðið í tengslum við þessa keppni, því miður. Þegar fara að blandast hlutir eins og þjóðerni, pólitík og rasismi inn í þetta er þetta orðið mjög ljótt. Það er sorglegt að horfa upp á þetta.“ Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Sem áhugamaður um réttindi höfunda þá finst mér áhugavert hvernig þetta hefur spunnist þegar kemur í ljós að höfundarnir eru tvístígandi með það hvernig þeir eigi að snúa sér og það hefur jafnvel komið fram að þeir vilji draga í land með þetta, segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Miklar umræður sköpuðust við færslu sem Eyþór birti á Facebook fyrr í dag þar sem hann bendir á að sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins sé ekki Hera Björk, flytjandi lagsins Scared of Hights, heldur höfundar lagsins. „Það gleymist nefnilega að þetta er lagakeppni en ekki söngvarakeppni. Öll umgjörð keppninnar er sniðin fyrir höfunda þó fókusinn fari alfarið á flytjendur. Höfundi á meira að segja að vera heimilt samkvæmt reglum að skipta um flytjanda eftir forkeppnina. Dæmi um það eru til,“ skrifar Eyþór í færslunni. „Þess vegna er alveg með ólíkindum hvernig RÚV ohf ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins í ár.“ Fróðlegt að vita hvort höfundar geti andmælt Fjöldi fólks hefur tekið undir með Eyþóri, sem veltir fyrir sér hver staða höfunda er. „Það kemur á daginn að réttindi þeirra virðast engin. Þá sér maður það svo sláandi hvernig þeir eru algjörlega á bak við tjöldin en þegar á reynir eru þeir náttúrulega upphaf og endir þessa alls. Samt á þeirra skoðun ekki að skipta neinu máli,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann viti ekki í hverju samningar RÚV við höfundana felist eða hverju höfundarnir hafa afsalað sér. „En maður hefði haldið, að þó það væri ekki nema hinn almenni sæmdarréttur höfunda, að þá eigi þeir að geta eitthvað haft um það að segja í hvaða tilgangi hugverk þeirra eru notuð. Þetta er voða mikið gert á forsendum RÚV en ég áttaði mig ekki á því, og það virðist vera að koma fram í fyrsta skipti núna, hvað réttur höfunda er lítill þegar á reynir,“ segir Eyþór. „RÚV er eflaust búið að tryggja sig í bak og fyrir. Þeir bersýnilega telja sig hafa rétt á því að lýsa því yfir að farið verði í keppnina. Þeir virðast ekki hafa miklar áhyggjur af rétti höfunda til að andmæla því. Boltinn er hjá höfundum, hvort þeir vilji taka málið lengra og gera eitthvað í því. Það væri í sjálfu sér fróðlegt að vita hver rétturinn er þegar á reynir.“ Sorglegt að horfa upp á umræðuna Hann segir þetta sérstaklega áhugavert í ljósi þess að RÚV hafi sett það á herðar atriðanna að ákveða sjálf hvort þau færi út til Svíþjóðar stæðu þau uppi sem sigurvegari keppninnar. „Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sagði það berum orðum að það yrði ákveðið í samráði við sigurvegarann hvort farið yrði út. Söngvakeppnin sé haldin burtséð frá Eurovision og það sé ákveðið í samráði við sigurvegarann en þegar á reynir virðist bara litið á flytjandann sem sigurvegarann. Sigurvegarinn á að vera höfundur lagsins, það er hann sem sendir inn lagið og í raun er það höfundurinn sem velur flytjandann í upphafi.“ Honum ofbjóði umræðan, sem hafi skapast í kringum keppnina í ár. „Mér er farið að ofbjóða mjög margt í þessu núna. Það koma ýmsir ljótir hlutir upp á yfirborðið í tengslum við þessa keppni, því miður. Þegar fara að blandast hlutir eins og þjóðerni, pólitík og rasismi inn í þetta er þetta orðið mjög ljótt. Það er sorglegt að horfa upp á þetta.“
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13
Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45