Boeing-uppljóstrari fannst látinn í miðjum málaferlum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 23:47 John Barnett leitaði til fjölmiðla árið 2019 og ljóstraði upp um galla í Boeing 787 Dreamliner flugvélunum. Getty/Alexi Rosenfeld Fyrrverandi starfsmaður flugvélaframleiðandans Boeing, sem ljóstraði upp um galla í framleiðslu flugvéla Boeing, fannst látinn í Bandaríkjunum. Dagana fyrir andlátið hafði hann borið vitni fyrir dómi gegn framleiðandanum. John Barnett starfaði fyrir Boeing í 32 ár áður en hann settist í helgan stein árið 2017. Barnett var 62 ára gamall þegar hann lést en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Charleston sýslu lést hann af sárum, sem hann veitti sjálfum sér, á laugardag. Lögregla hefur andlát hans nú til rannsóknar. Barnett þurfti að láta af störfum hjá Boeing árið 2017 vegna heilsufarsástæðna en frá árinu 2010 hafði hann starfað sem gæðastjóri í verksmiðju Boeing í áðurnefndri Charleston í Suður-Karólínu. Barnett steig fram í viðtali við breska ríkisútvarpið árið 2019 þar sem hann greindi frá því að galli í súrefniskerfi 787 Dreamliner-vélanna gæti leitt til súrefnisskorts á meðal flugfarþega, félli þrýstingur skyndilega í farþegarýminu. Prófanir hafi sýnt að allt að fjórðungur kerfanna sé gallaður og gæti því mögulega ekki virkað þegar þörf væri á. Hann sagði jafnframt í viðtalinu að gallaðir hlutir væru vísvitandi settir í Boeing-vélar í einni af verksmiðjum fyrirtækisins. Boeing þvertók fyrir ásakanir Barnetts en í kjölfar úttektar flugmálastjórnar Bandaríkjanna tók hún undir þó nokkrar áhyggjur Barnetts. Í kjölfar þess að Barnett settist í helgan stein ákvað hann að fara í meiðyrðamál við flugvélafrmaleiðandann. Hann sakaði Boeing bæði um meiðyrði og um að hafa hindrað framgang hans í starfi vegna athugasemda sem hann gerði við öryggismál í framleiðsluferlinu. Boeing neitaði öllum ásökunum Barnetts. Barnett hafði dagana fyrir andlát sitt verið í Charleston vegna aðalmeðferðar í máli hans gegn Boeing. Í síðustu viku bar hann vitni fyrir dómi og átti að halda því áfram á laugardag. Samkvæmt frétt BBC mætti Barnett ekki á tilsettum tíma í dómsal og lögregla sent viðbragð á hóteli hans. Hann hafi fundist í bíl sínum fyrir utan hótelið. Boeing gaf út yfirlýsingu í dag þar sem það sagðist harma dauða Barnetts og sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur. Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45 Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47 Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
John Barnett starfaði fyrir Boeing í 32 ár áður en hann settist í helgan stein árið 2017. Barnett var 62 ára gamall þegar hann lést en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Charleston sýslu lést hann af sárum, sem hann veitti sjálfum sér, á laugardag. Lögregla hefur andlát hans nú til rannsóknar. Barnett þurfti að láta af störfum hjá Boeing árið 2017 vegna heilsufarsástæðna en frá árinu 2010 hafði hann starfað sem gæðastjóri í verksmiðju Boeing í áðurnefndri Charleston í Suður-Karólínu. Barnett steig fram í viðtali við breska ríkisútvarpið árið 2019 þar sem hann greindi frá því að galli í súrefniskerfi 787 Dreamliner-vélanna gæti leitt til súrefnisskorts á meðal flugfarþega, félli þrýstingur skyndilega í farþegarýminu. Prófanir hafi sýnt að allt að fjórðungur kerfanna sé gallaður og gæti því mögulega ekki virkað þegar þörf væri á. Hann sagði jafnframt í viðtalinu að gallaðir hlutir væru vísvitandi settir í Boeing-vélar í einni af verksmiðjum fyrirtækisins. Boeing þvertók fyrir ásakanir Barnetts en í kjölfar úttektar flugmálastjórnar Bandaríkjanna tók hún undir þó nokkrar áhyggjur Barnetts. Í kjölfar þess að Barnett settist í helgan stein ákvað hann að fara í meiðyrðamál við flugvélafrmaleiðandann. Hann sakaði Boeing bæði um meiðyrði og um að hafa hindrað framgang hans í starfi vegna athugasemda sem hann gerði við öryggismál í framleiðsluferlinu. Boeing neitaði öllum ásökunum Barnetts. Barnett hafði dagana fyrir andlát sitt verið í Charleston vegna aðalmeðferðar í máli hans gegn Boeing. Í síðustu viku bar hann vitni fyrir dómi og átti að halda því áfram á laugardag. Samkvæmt frétt BBC mætti Barnett ekki á tilsettum tíma í dómsal og lögregla sent viðbragð á hóteli hans. Hann hafi fundist í bíl sínum fyrir utan hótelið. Boeing gaf út yfirlýsingu í dag þar sem það sagðist harma dauða Barnetts og sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur.
Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45 Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47 Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45
Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47
Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38