Sættir sig við að vera bara Berglind eftir gjaldþrotið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. mars 2024 20:00 Berglind Guðmundsdóttir hélt úti einu vinsælasta matarbloggi síðustu ára, Gulur, rauður grænn og salt, sem er nú í eigu Heimkaupa. Berglind Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi, upplifði sinn mesta ótta þegar félag hennar GRGS ehf, sem hélt utan um eitt vinsælasta matarblogg landsins, Gulur, rauður, grænn og salt, var sett í gjaldþrot í fyrra. Berglind, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar, lýsir því meðal annars í þættinum hvernig áfallið hefur nýst henni til góðs. Í dag starfar Berglind segir markþjálfi ásamt því að hafa tekið að sér að vera farastjóri í gleðiferð kvenna til Ítalíu. Félagið stofnaði Berglind árið 2018 og hafði notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár. Heimkaup keypti að lokum netmiðilinn úr þrotaskiptunum og lifir góðu lífu með fjöldann allan af girnilegum uppskriftum Berglindar. Uppskriftir Berglindar lifa góðu lífi á vef Heimkaupa í dag.Berglind „Þarna mæti ég því sem ég óttaðist mest sem var bara rosalega gott, þá bara hef ég ekkert að hræðast. Svo sér maður þá að það sem maður óttast mest er bara ekki svo erfitt því hvað gerist þegar maður lendir í erfiðleikum? Fólkið manns rís upp og maður sér hvað maður á rosalega góða að. Í þessu ferli þá segi ég engum frá, skömmin var svo mikil. Ég var bara „lilla“ í þessu ferli að reyna að redda þessu og reyna að selja fyrirtækjum síðuna, svona krafla í bakkann sem gekk bara ekki og ég var bara hætt að sofa og átti mjög erfitt, mjög erfiða mánuði,“ segir Berglind: „Fyrir mörgum er ég bara Berglind, Gulur, rauður, grænn og salt en ég var alveg tilbúin að kveðja það. Eftir á að hyggja þá varð ég að leyfa mér að hvíla í því að vera bara Berglind. Ég er ennþá svolítið þar.“ Vill vera fyrirmynd fyrir aðrar konur Á þessum tíma starfaði Berglind hjá Dagmálum hjá Mbl.is sem reyndist fyrsti miðilinn sem birti frétt um gjaldþrotið og það stráði enn meira salti í sárin. „Ég sagði þá upp í Dagmálum því mér var bara svolítið ofboðið. Ég skil alveg að blöðin þurfa að birta þetta en kannski ekki að vinnustaðurinn minn sé alveg sá fyrsti til að birta, þannig að ég sagði upp þar og var mjög móðguð og fór í fýlu, en svo eftir á var þetta bara það besta. Þetta er bara hvernig hugsunin er fyrst en bara takk fyrir að hjálpa mér. Þetta var ekki að fara vel með mig að eiga þetta sem leyndarmál,“ segir Berglind klökk og heldur áfram: „Þarna var bara sprengt á blöðruna fyrir mig og kannski gert í góðum ásetningi og í dag er ég bara thank you, thank you, thank you. Því það er ekkert verra en að bera einhver leyndarmál innra með sér. Það er einhvern veginn þannig að maður fer að búa til eitthvað rosa stórt, eins og þetta sér bara það hræðilegasta í heimi,“ segir Berglind sem á erfitt með að berjast við tárin. Erfið en dýrmæt reynsla „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er að tala um þetta opinberlega og það er líka eitthvað sem ég hugsaði um þegar þetta gerist, ókei af því að mér er ekki kleift að halda þessu sem leyndarmáli þá get ég verið fyrirmynd fyrir aðrar konur að þetta er ekki það versta sem að gerist og þó mér finnist þetta ennþá erfitt þá samt er þetta svo ótrúlega dýrmætur lærdómur. Styrkleiki minn er sá að ég er einlæg og mér finnst ekki erfitt að sýna tilfinningar, en ég hef ekki verið tilbúin að tala um þetta fyrr en núna nýlega. Umfram allt vil ég að það skíni í gegn að ég er sátt og ég vona að Heimkaup hugsi rosalega vel um síðuna því mér þykir mjög vænt um hana,“ segir Berglind. Gleðiferðir fyrir konur Enn fremur segir Berglind frá því þegar hún ákvað á nýju ári að hlúa að sjálfri sér, vinna í bæði líkamlegu og andlegu heilsunni og gera einungis hluti sem nærir hana og gleður. Á döfinni eru ýmis önnur spennandi verkefni á framundan en Berglind hefur einnig tekið að sér fararstjórn hjá Aventura í gleðiferð fyrir konur til Ischia eyjunnar rétt utan við Napoli á Ítalíu, „Þetta er bara með því skemmtilegasta sem ég geri. Ég trúi ekki að þetta sé vinna, að maður fái bara borgað fyrir þetta. Því þetta er svo mikil gleði, ég get ekki lýst því hvernig konurnar voru sem við vorum með í ferðunum í fyrra. Þetta voru bara svona tvær fjölskyldur. Já þetta er forréttindi, algjörlega,“ segir Berglind. „Maður er að upplifa eyjuna að hætti innfæddra sem er náttúrulegt yndislegt. Þetta er svona minnst túristalegt eins og hægt er. Þarna ertu bara algjörlega að horfa á fólk hvernig það eldar og ítalinn hvernig hann handleikar tómatana, drekka góð prosecco fyrir þær sem vilja og fara í siglingu. Þetta er bara fyrir konur sem vilja gefa sér smá tíma til að njóta og kúpla sig út. Þær töluðu um það í fyrra að þetta var bara eins og geggjuð meðferð án þess að við værum að gera eitthvað annað en að bara vera saman og njóta.“ Vinnumarkaður Fjölmiðlar Spegilmyndin Ástin og lífið Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Berglind, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar, lýsir því meðal annars í þættinum hvernig áfallið hefur nýst henni til góðs. Í dag starfar Berglind segir markþjálfi ásamt því að hafa tekið að sér að vera farastjóri í gleðiferð kvenna til Ítalíu. Félagið stofnaði Berglind árið 2018 og hafði notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár. Heimkaup keypti að lokum netmiðilinn úr þrotaskiptunum og lifir góðu lífu með fjöldann allan af girnilegum uppskriftum Berglindar. Uppskriftir Berglindar lifa góðu lífi á vef Heimkaupa í dag.Berglind „Þarna mæti ég því sem ég óttaðist mest sem var bara rosalega gott, þá bara hef ég ekkert að hræðast. Svo sér maður þá að það sem maður óttast mest er bara ekki svo erfitt því hvað gerist þegar maður lendir í erfiðleikum? Fólkið manns rís upp og maður sér hvað maður á rosalega góða að. Í þessu ferli þá segi ég engum frá, skömmin var svo mikil. Ég var bara „lilla“ í þessu ferli að reyna að redda þessu og reyna að selja fyrirtækjum síðuna, svona krafla í bakkann sem gekk bara ekki og ég var bara hætt að sofa og átti mjög erfitt, mjög erfiða mánuði,“ segir Berglind: „Fyrir mörgum er ég bara Berglind, Gulur, rauður, grænn og salt en ég var alveg tilbúin að kveðja það. Eftir á að hyggja þá varð ég að leyfa mér að hvíla í því að vera bara Berglind. Ég er ennþá svolítið þar.“ Vill vera fyrirmynd fyrir aðrar konur Á þessum tíma starfaði Berglind hjá Dagmálum hjá Mbl.is sem reyndist fyrsti miðilinn sem birti frétt um gjaldþrotið og það stráði enn meira salti í sárin. „Ég sagði þá upp í Dagmálum því mér var bara svolítið ofboðið. Ég skil alveg að blöðin þurfa að birta þetta en kannski ekki að vinnustaðurinn minn sé alveg sá fyrsti til að birta, þannig að ég sagði upp þar og var mjög móðguð og fór í fýlu, en svo eftir á var þetta bara það besta. Þetta er bara hvernig hugsunin er fyrst en bara takk fyrir að hjálpa mér. Þetta var ekki að fara vel með mig að eiga þetta sem leyndarmál,“ segir Berglind klökk og heldur áfram: „Þarna var bara sprengt á blöðruna fyrir mig og kannski gert í góðum ásetningi og í dag er ég bara thank you, thank you, thank you. Því það er ekkert verra en að bera einhver leyndarmál innra með sér. Það er einhvern veginn þannig að maður fer að búa til eitthvað rosa stórt, eins og þetta sér bara það hræðilegasta í heimi,“ segir Berglind sem á erfitt með að berjast við tárin. Erfið en dýrmæt reynsla „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er að tala um þetta opinberlega og það er líka eitthvað sem ég hugsaði um þegar þetta gerist, ókei af því að mér er ekki kleift að halda þessu sem leyndarmáli þá get ég verið fyrirmynd fyrir aðrar konur að þetta er ekki það versta sem að gerist og þó mér finnist þetta ennþá erfitt þá samt er þetta svo ótrúlega dýrmætur lærdómur. Styrkleiki minn er sá að ég er einlæg og mér finnst ekki erfitt að sýna tilfinningar, en ég hef ekki verið tilbúin að tala um þetta fyrr en núna nýlega. Umfram allt vil ég að það skíni í gegn að ég er sátt og ég vona að Heimkaup hugsi rosalega vel um síðuna því mér þykir mjög vænt um hana,“ segir Berglind. Gleðiferðir fyrir konur Enn fremur segir Berglind frá því þegar hún ákvað á nýju ári að hlúa að sjálfri sér, vinna í bæði líkamlegu og andlegu heilsunni og gera einungis hluti sem nærir hana og gleður. Á döfinni eru ýmis önnur spennandi verkefni á framundan en Berglind hefur einnig tekið að sér fararstjórn hjá Aventura í gleðiferð fyrir konur til Ischia eyjunnar rétt utan við Napoli á Ítalíu, „Þetta er bara með því skemmtilegasta sem ég geri. Ég trúi ekki að þetta sé vinna, að maður fái bara borgað fyrir þetta. Því þetta er svo mikil gleði, ég get ekki lýst því hvernig konurnar voru sem við vorum með í ferðunum í fyrra. Þetta voru bara svona tvær fjölskyldur. Já þetta er forréttindi, algjörlega,“ segir Berglind. „Maður er að upplifa eyjuna að hætti innfæddra sem er náttúrulegt yndislegt. Þetta er svona minnst túristalegt eins og hægt er. Þarna ertu bara algjörlega að horfa á fólk hvernig það eldar og ítalinn hvernig hann handleikar tómatana, drekka góð prosecco fyrir þær sem vilja og fara í siglingu. Þetta er bara fyrir konur sem vilja gefa sér smá tíma til að njóta og kúpla sig út. Þær töluðu um það í fyrra að þetta var bara eins og geggjuð meðferð án þess að við værum að gera eitthvað annað en að bara vera saman og njóta.“
Vinnumarkaður Fjölmiðlar Spegilmyndin Ástin og lífið Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira