Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 07:30 Dagur Sigurðsson var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb fyrir aðeins tveimur vikum, sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu. Instagram/@hrs_insta Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Dagur hefur þurft að hafa snör handtök eftir að hann var ráðinn fyrir tveimur vikum, því króatíska liðið heldur til Hannover í Þýskalandi í dag vegna ólympíuumspilsins. Liðið er með Austurríki, Alsír og Þýskalandi í riðli og komast tvö efstu liðin á Ólympíuleikana. Dagur fékk hluta af sínum leikmannahópi til æfinga fyrir helgi en bætti svo við sterkum leikmönnum eftir helgi. Þar á meðal var stjörnuleikmaðurinn Luka Cindric sem talsverða athygli vakti að skyldi ekki vera á fyrsta leikmannalistanum sem króatískir miðlar greindu frá. Einnig bættust við Ivan Martinovic og Veron Nacinovic en Dagur mun hafa viljað bíða með að velja þessa þrjá til að sjá hvernig þeir kæmu út úr leikjum helgarinnar með sínum félagsliðum. Lærðu að öskra „berjast“ Nýi þjálfarinn fær hins vegar ekki nema eina æfingu til að koma Domagoj Duvnjak inn í hlutina, en þessi magnaði 35 ára gamli leikstjórnandi og fyrirliði fékk leyfi til að sleppa æfingum í Króatíu síðustu daga. Duvnjak hittir því liðið í Þýskalandi í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga við Austurríki. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra Króatíu og segir miðillinn Net.hr frá því að á fyrstu æfingu hafi Dagur stungið upp á nýju „öskri“ til að koma leikmönnum í gírinn. Þeir séu vanir að kalla „Króatía umfram allt“ en Dagur hafi kennt þeim að kalla íslenska orðið „berjast“, sem íslensk íþróttalið hafa lengi notað. „Kannski svolítið sérstakt að hafa útlending“ Á meðal þeirra leikmanna sem Dagur kallaði inn í sinn hóp er gamli varnarjaxlinn Jakov Gojun, sem hugsaði sig ekki tvisvar um að snúa aftur í landsliðið þegar Dagur hafði samband. Gojun var sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta stórmóti, EM í janúar. „Ég ræddi við þjálfarann. Hann útskýrði stuttlega hvað hann sæi fyrir sér og hvernig hann vildi að Króatía spilaði. Það er kannski svolítið sérstakt að hafa útlending að þjálfa Króatíu en ef maður skoðar hin landsliðin þá er þetta ekkert nýtt,“ sagði Gojun. „Það eina sem er mikilvægt er að króatískur handbolti komist aftur þangað sem hann á að vera. Að við komumst á Ólympíuleikana og förum að vinna verðlaun á nýjan leik,“ sagði Gojun. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Sjá meira
Dagur hefur þurft að hafa snör handtök eftir að hann var ráðinn fyrir tveimur vikum, því króatíska liðið heldur til Hannover í Þýskalandi í dag vegna ólympíuumspilsins. Liðið er með Austurríki, Alsír og Þýskalandi í riðli og komast tvö efstu liðin á Ólympíuleikana. Dagur fékk hluta af sínum leikmannahópi til æfinga fyrir helgi en bætti svo við sterkum leikmönnum eftir helgi. Þar á meðal var stjörnuleikmaðurinn Luka Cindric sem talsverða athygli vakti að skyldi ekki vera á fyrsta leikmannalistanum sem króatískir miðlar greindu frá. Einnig bættust við Ivan Martinovic og Veron Nacinovic en Dagur mun hafa viljað bíða með að velja þessa þrjá til að sjá hvernig þeir kæmu út úr leikjum helgarinnar með sínum félagsliðum. Lærðu að öskra „berjast“ Nýi þjálfarinn fær hins vegar ekki nema eina æfingu til að koma Domagoj Duvnjak inn í hlutina, en þessi magnaði 35 ára gamli leikstjórnandi og fyrirliði fékk leyfi til að sleppa æfingum í Króatíu síðustu daga. Duvnjak hittir því liðið í Þýskalandi í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga við Austurríki. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra Króatíu og segir miðillinn Net.hr frá því að á fyrstu æfingu hafi Dagur stungið upp á nýju „öskri“ til að koma leikmönnum í gírinn. Þeir séu vanir að kalla „Króatía umfram allt“ en Dagur hafi kennt þeim að kalla íslenska orðið „berjast“, sem íslensk íþróttalið hafa lengi notað. „Kannski svolítið sérstakt að hafa útlending“ Á meðal þeirra leikmanna sem Dagur kallaði inn í sinn hóp er gamli varnarjaxlinn Jakov Gojun, sem hugsaði sig ekki tvisvar um að snúa aftur í landsliðið þegar Dagur hafði samband. Gojun var sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta stórmóti, EM í janúar. „Ég ræddi við þjálfarann. Hann útskýrði stuttlega hvað hann sæi fyrir sér og hvernig hann vildi að Króatía spilaði. Það er kannski svolítið sérstakt að hafa útlending að þjálfa Króatíu en ef maður skoðar hin landsliðin þá er þetta ekkert nýtt,“ sagði Gojun. „Það eina sem er mikilvægt er að króatískur handbolti komist aftur þangað sem hann á að vera. Að við komumst á Ólympíuleikana og förum að vinna verðlaun á nýjan leik,“ sagði Gojun.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Sjá meira