Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 07:30 Dagur Sigurðsson var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb fyrir aðeins tveimur vikum, sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu. Instagram/@hrs_insta Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Dagur hefur þurft að hafa snör handtök eftir að hann var ráðinn fyrir tveimur vikum, því króatíska liðið heldur til Hannover í Þýskalandi í dag vegna ólympíuumspilsins. Liðið er með Austurríki, Alsír og Þýskalandi í riðli og komast tvö efstu liðin á Ólympíuleikana. Dagur fékk hluta af sínum leikmannahópi til æfinga fyrir helgi en bætti svo við sterkum leikmönnum eftir helgi. Þar á meðal var stjörnuleikmaðurinn Luka Cindric sem talsverða athygli vakti að skyldi ekki vera á fyrsta leikmannalistanum sem króatískir miðlar greindu frá. Einnig bættust við Ivan Martinovic og Veron Nacinovic en Dagur mun hafa viljað bíða með að velja þessa þrjá til að sjá hvernig þeir kæmu út úr leikjum helgarinnar með sínum félagsliðum. Lærðu að öskra „berjast“ Nýi þjálfarinn fær hins vegar ekki nema eina æfingu til að koma Domagoj Duvnjak inn í hlutina, en þessi magnaði 35 ára gamli leikstjórnandi og fyrirliði fékk leyfi til að sleppa æfingum í Króatíu síðustu daga. Duvnjak hittir því liðið í Þýskalandi í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga við Austurríki. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra Króatíu og segir miðillinn Net.hr frá því að á fyrstu æfingu hafi Dagur stungið upp á nýju „öskri“ til að koma leikmönnum í gírinn. Þeir séu vanir að kalla „Króatía umfram allt“ en Dagur hafi kennt þeim að kalla íslenska orðið „berjast“, sem íslensk íþróttalið hafa lengi notað. „Kannski svolítið sérstakt að hafa útlending“ Á meðal þeirra leikmanna sem Dagur kallaði inn í sinn hóp er gamli varnarjaxlinn Jakov Gojun, sem hugsaði sig ekki tvisvar um að snúa aftur í landsliðið þegar Dagur hafði samband. Gojun var sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta stórmóti, EM í janúar. „Ég ræddi við þjálfarann. Hann útskýrði stuttlega hvað hann sæi fyrir sér og hvernig hann vildi að Króatía spilaði. Það er kannski svolítið sérstakt að hafa útlending að þjálfa Króatíu en ef maður skoðar hin landsliðin þá er þetta ekkert nýtt,“ sagði Gojun. „Það eina sem er mikilvægt er að króatískur handbolti komist aftur þangað sem hann á að vera. Að við komumst á Ólympíuleikana og förum að vinna verðlaun á nýjan leik,“ sagði Gojun. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Dagur hefur þurft að hafa snör handtök eftir að hann var ráðinn fyrir tveimur vikum, því króatíska liðið heldur til Hannover í Þýskalandi í dag vegna ólympíuumspilsins. Liðið er með Austurríki, Alsír og Þýskalandi í riðli og komast tvö efstu liðin á Ólympíuleikana. Dagur fékk hluta af sínum leikmannahópi til æfinga fyrir helgi en bætti svo við sterkum leikmönnum eftir helgi. Þar á meðal var stjörnuleikmaðurinn Luka Cindric sem talsverða athygli vakti að skyldi ekki vera á fyrsta leikmannalistanum sem króatískir miðlar greindu frá. Einnig bættust við Ivan Martinovic og Veron Nacinovic en Dagur mun hafa viljað bíða með að velja þessa þrjá til að sjá hvernig þeir kæmu út úr leikjum helgarinnar með sínum félagsliðum. Lærðu að öskra „berjast“ Nýi þjálfarinn fær hins vegar ekki nema eina æfingu til að koma Domagoj Duvnjak inn í hlutina, en þessi magnaði 35 ára gamli leikstjórnandi og fyrirliði fékk leyfi til að sleppa æfingum í Króatíu síðustu daga. Duvnjak hittir því liðið í Þýskalandi í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga við Austurríki. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra Króatíu og segir miðillinn Net.hr frá því að á fyrstu æfingu hafi Dagur stungið upp á nýju „öskri“ til að koma leikmönnum í gírinn. Þeir séu vanir að kalla „Króatía umfram allt“ en Dagur hafi kennt þeim að kalla íslenska orðið „berjast“, sem íslensk íþróttalið hafa lengi notað. „Kannski svolítið sérstakt að hafa útlending“ Á meðal þeirra leikmanna sem Dagur kallaði inn í sinn hóp er gamli varnarjaxlinn Jakov Gojun, sem hugsaði sig ekki tvisvar um að snúa aftur í landsliðið þegar Dagur hafði samband. Gojun var sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta stórmóti, EM í janúar. „Ég ræddi við þjálfarann. Hann útskýrði stuttlega hvað hann sæi fyrir sér og hvernig hann vildi að Króatía spilaði. Það er kannski svolítið sérstakt að hafa útlending að þjálfa Króatíu en ef maður skoðar hin landsliðin þá er þetta ekkert nýtt,“ sagði Gojun. „Það eina sem er mikilvægt er að króatískur handbolti komist aftur þangað sem hann á að vera. Að við komumst á Ólympíuleikana og förum að vinna verðlaun á nýjan leik,“ sagði Gojun.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira