Sársaknar sérhannaðrar úlpu: „Þetta er bara listaverkið mitt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2024 21:00 Úlpan er meðal annars kyrfilega merkt Andra, ber eftirnafnið hans Unnarsson. Andri Hrafn Gunnarsson, fatahönnuður sem búsettur er í Danmörku, sársaknar sérhannaðrar úlpu sem er hans eigin hönnun. Úlpan hvarf eftir að Andri lagði hana frá sér um stund á Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. „Ég rétt leit af henni til að dansa, eins og maður gerir,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann birti færslu um úlpuna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann segist vona að einhver hafi tekið úlpuna í misgripum. Andri er einn af öflugustu fatahönnuðum landsins. Undanfarin ár hefur hann meðal annars komið að búningahönnun Eurovision hóps Íslands þegar Hatari keppti árið 2019. Síðast tók hann þátt í að hanna búninga fyrir atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni. Rætt var við Andra í Júrógarðinum, sérstökum Eurovision þætti Vísis, úti í Ísrael árið 2019. Gæti ekki hannað úlpuna aftur „Ég gerði úlpuna í mastersnáminu mínu fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Andri. Hann nam fatahönnun úti í Kaupmannahöfn. Hönnun úlpunnar hafi verið hluti af áfanga þar sem áhersla hafi verið lögð á að gera færri hluti á lengri tíma. Það fer ekki á milli mála að úlpan er sérhönnuð. „Það tók mig alveg sirkabát mánuð að gera bara úlpuna. Þetta var mikil smáatriðavinna í henni sem ég hef í dag ekki tæki eða tól í. Þarna eru vélar sem maður þarf að hafa aðgang að, sem hinn almennari borgari hefur yfirleitt ekki.“ Ljóst sé því að úlpuna geti hann ekki gert aftur. Fyrir utan aðbúnaðinn sjálfan væri auk þess erfitt að finna þann mikla tíma aftur sem þarf í gerð úlpunnar, nú þegar Andri er ekki lengur nemandi. „Þetta er bara listaverkið mitt. Þetta er mitt handverk, mitt hugvit og mínir draumórar. Ég er svo sem ekkert bjartsýnn á að hún rati aftur til mín, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en maður verður að reyna allt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Ég rétt leit af henni til að dansa, eins og maður gerir,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann birti færslu um úlpuna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann segist vona að einhver hafi tekið úlpuna í misgripum. Andri er einn af öflugustu fatahönnuðum landsins. Undanfarin ár hefur hann meðal annars komið að búningahönnun Eurovision hóps Íslands þegar Hatari keppti árið 2019. Síðast tók hann þátt í að hanna búninga fyrir atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni. Rætt var við Andra í Júrógarðinum, sérstökum Eurovision þætti Vísis, úti í Ísrael árið 2019. Gæti ekki hannað úlpuna aftur „Ég gerði úlpuna í mastersnáminu mínu fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Andri. Hann nam fatahönnun úti í Kaupmannahöfn. Hönnun úlpunnar hafi verið hluti af áfanga þar sem áhersla hafi verið lögð á að gera færri hluti á lengri tíma. Það fer ekki á milli mála að úlpan er sérhönnuð. „Það tók mig alveg sirkabát mánuð að gera bara úlpuna. Þetta var mikil smáatriðavinna í henni sem ég hef í dag ekki tæki eða tól í. Þarna eru vélar sem maður þarf að hafa aðgang að, sem hinn almennari borgari hefur yfirleitt ekki.“ Ljóst sé því að úlpuna geti hann ekki gert aftur. Fyrir utan aðbúnaðinn sjálfan væri auk þess erfitt að finna þann mikla tíma aftur sem þarf í gerð úlpunnar, nú þegar Andri er ekki lengur nemandi. „Þetta er bara listaverkið mitt. Þetta er mitt handverk, mitt hugvit og mínir draumórar. Ég er svo sem ekkert bjartsýnn á að hún rati aftur til mín, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en maður verður að reyna allt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira