Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna hófst 6. mars og til hádegis í dag. Kosið var um sjö sæti í stjórninni til tveggja ára og þá voru þrír varamenn kjörnir til eins árs. Atkvæði greiddu 3.496 en á kjörskrá voru alls 40.740. Kosningaþátttakan var því 8,58 prósent.
Niðurstöður kosninga eru sem hér segir:
Sjö stjórnarmenn til tveggja ára skv. fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR.
- Sigríður Lovísa Jónsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Diljá Ámundadóttir Zoega
- Bjarni Þór Sigurðsson
- Harpa Sævarsdóttir
- Gabríel Benjamin
- Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Þrír varamenn til eins árs
- Arnþór Sigurðsson
- Selma Björk Grétarsdóttir
- Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þessir aðilar eru því réttkjörnir skv. 20. gr. laga félagsins og hefst kjörtímabil þeirra á aðalfundi 2024 sem haldinn verður í lok mars.