Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 09:46 Gylfi Þór semur við Val til tveggja ára en hann skrifaði undir samning í morgun. Styrmir Þór Bragason Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. Gylfi hefur verið við æfingar með Val á Spáni síðustu daga þar sem liðið er statt í æfingaferð. Gylfi hefur verið á Spáni um hríð eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en sá samningur átti að gilda fram á sumar. Lyngby staðfesti í tilkynningu í morgun að Gylfi myndi ekki snúa aftur til félagsins. Finnur fyrir miklum metnaði „Ég er afskaplega ánægður með þá ákvörðun mína að ganga til liðs við Val sem er að mínu mati fyrirmyndar félag. Ég tel að leikstíll minn henti vel þeim fótbolta sem Valsliðið vill spila eftir að hafa æft með þeim að undanförnu. Mér hefur liðið vel frá því ég mætti á mína fyrstu æfingu og hér verður gott að vera,“ segir Gylfi Þór í tilkynningu. Gylfi segir ákveðin atriði hafa vegið þyngra en önnur í þeirri ákvörðun sinni að ganga til liðs við Val. „Þegar ég var búinn að ákveða að koma heim fannst mér mikilvægt að velja rétt. Umhverfið sem er boðið upp á hjá Val er mjög gott og á pari við það sem best gerist á Norðurlöndunum. Svo hef ég bara góða tilfinningu fyrir klúbbnum og maður finnur að hér er mikill metnaður.“ Hafi Gylfi heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina í morgun.Styrmir Þór Bragason Ekki kominn heim til að hafa það kósý Þrátt fyrir magnaða feril erlendis síðustu 15 ár segist Gylfi alls ekki vera kominn heim til Íslands til þess að hafa það kósý. „Alls ekki. Ég hef aldrei orðið íslandsmeistari og miðað við mannskapinn hjá Val þá tel ég ekkert því til fyrirstöðu að við berjumst um titilinn. Ég þekki nokkra mjög vel í liðinu og er að kynnast öðrum betur. Þetta er flott blanda af reynslumiklum mönnum og ungum og efnilegum strákum sem ég hlakka til þess að spila með.,“ segir Gylfi Þór. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Getur ekki beðið eftir því að byrja mótið Þá er spurning hvort Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Arnar Grétarsson þjálfari Vals segir í tilkynningu ekki geta beðið eftir því að mótið byrji en Valur hefur leik í deildinni þann 7. apríl næstkomandi er ÍA heimsækir Hlíðarenda. „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir okkur og undirstrikar þann metnað sem stjórn Knattspyrnudeildar Vals hefur. Miðað við standið á Gylfa núna og það sem hann hefur verið að sýna okkur á æfingum þá verður ekki leiðinlegt að mæta á leiki hjá okkur í sumar. Hópurinn er orðinn mjög þéttur og góður og við höfum æft vel. Getum ekki beðið eftir því að byrja þetta,“ segir Arnar. Fréttatilkynning Vals í heild sinni: Knattspyrnudeild Vals er afar stolt af því að kynna Gylfa Þór Sigurðsson sem nýjan leikmann félagsins. Gylfi gerir tveggja ára samning sem staðfestur var með undirskrift í æfingaferð félagsins í Montecastillo á Spáni nú í morgun. Leikstíll sem hentar mér „Ég er afskaplega ánægður með þá ákvörðun mína að ganga til liðs við Val sem er að mínu mati fyrirmyndar félag. Ég tel að leikstíll minn henti vel þeim fótbolta sem Valsliðið vill spila eftir að hafa æft með þeim að undanförnu. Mér hefur liðið vel frá því ég mætti á mína fyrstu æfingu og hér verður gott að vera,“ segir Gylfi Þór. Gylfi segir ákveðin atriði hafa vegið þyngra en önnur í þeirri ákvörðun sinni að ganga til liðs við Val. „Þegar ég var búinn að ákveða að koma heim fannst mér mikilvægt að velja rétt. Umhverfið sem er boðið upp á hjá Val er mjög gott og á pari við það sem best gerist á Norðurlöndunum. Svo hef ég bara góða tilfinningu fyrir klúbbnum og maður finnur að hér er mikill metnaður.“ Mættur til að vinna titil Gylfi hefur aldrei leikið með meistaraflokki hér á landi en hann fór 15 ára gamall til Reading á Englandi. Þremur árum síðar lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins og sló eftirminnilega í gegn. Gylfi spilaði síðan með Hoffenheim í Þýskalandi áður en hann gekk til liðs við Swansea. Með þeim lék hann í ensku úrvalsdeildinni en hann lék einnig fyrir Tottenham Hotspurs og Everton á Englandi. Þá hefur Gylfi verið lykilmaður í sögulegum árangri íslenska liðsins og leikið bæði á lokakeppni Evrópu- og heimsmeistaramótsins. Þrátt fyrir þennan magnaða feril segist Gylfi alls ekki vera kominn heim til Íslands til þess að hafa það eitthvað kósý. „Alls ekki. Ég hef aldrei orðið íslandsmeistari og miðað við mannskapinn hjá Val þá tel ég ekkert því til fyrirstöðu að við berjumst um titilinn. Ég þekki nokkra mjög vel í liðinu og er að kynnast öðrum betur. Þetta er flott blanda af reynslumiklum mönnum og ungum og efnilegum strákum sem ég hlakka til þess að spila með.,“ segir Gylfi Þór. Knattspyrnudeild Vals býður Gylfa Þór Sigurðsson hjartanlega velkominn til Vals og hlakkar til þess að fylgjast með honum á vellinum í sumar. Arnar Grétarsson þjálfari Vals „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir okkur og undirstrikar þann metnað sem stjórn Knattspyrnudeildar Vals hefur. Miðað við standið á Gylfa núna og það sem hann hefur verið að sýna okkur á æfingum þá verður ekki leiðinlegt að mæta á leiki hjá okkur í sumar. Hópurinn er orðinn mjög þéttur og góður og við höfum æft vel. Getum ekki beðið eftir því að byrja þetta.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. „Það er mikilvægt að hafa í huga að Gylfi Þór er að velja Val vegna þess að hann hefur trú á liðinu og þeim metnaði og umgjörð sem einkennir okkur. Þetta eru ekki hlutir sem verða til á einni nóttu. Við höfum síðustu ár lagt töluvert á okkur til þess að búa til þessa umgjörð og metnað vegna þess að við viljum að leikmenn eins og Gylfi velji Val. Það hvetur okkar ungu iðkendur og setur ákveðinn standard á sama tíma og það hjálpar okkar liðum að vera í fremstu röð.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39 Gylfi nálgast Val en blekið ekki komið á pappír Allt útlit er fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð. 13. mars 2024 14:08 Reiknar ekki með endurkomu Gylfa Þórs David Nielsen, nýráðinn þjálfari Íslendingaliðs Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Reiknar ekki með því að Gylfi Þór snúi aftur í leikmannahóp liðsins er hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hafa verið að plaga hann. 11. mars 2024 14:57 Valsmenn í viðræðum við Gylfa Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli. 11. mars 2024 11:01 Gylfi æfir með Valsmönnum Gylfi Þór Sigurðsson verður með Valsmönnum í æfingabúðum á Spáni sem ýtir enn frekar undir orðróminn um að hann verði með Valsliðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. 9. mars 2024 13:11 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Gylfi hefur verið við æfingar með Val á Spáni síðustu daga þar sem liðið er statt í æfingaferð. Gylfi hefur verið á Spáni um hríð eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en sá samningur átti að gilda fram á sumar. Lyngby staðfesti í tilkynningu í morgun að Gylfi myndi ekki snúa aftur til félagsins. Finnur fyrir miklum metnaði „Ég er afskaplega ánægður með þá ákvörðun mína að ganga til liðs við Val sem er að mínu mati fyrirmyndar félag. Ég tel að leikstíll minn henti vel þeim fótbolta sem Valsliðið vill spila eftir að hafa æft með þeim að undanförnu. Mér hefur liðið vel frá því ég mætti á mína fyrstu æfingu og hér verður gott að vera,“ segir Gylfi Þór í tilkynningu. Gylfi segir ákveðin atriði hafa vegið þyngra en önnur í þeirri ákvörðun sinni að ganga til liðs við Val. „Þegar ég var búinn að ákveða að koma heim fannst mér mikilvægt að velja rétt. Umhverfið sem er boðið upp á hjá Val er mjög gott og á pari við það sem best gerist á Norðurlöndunum. Svo hef ég bara góða tilfinningu fyrir klúbbnum og maður finnur að hér er mikill metnaður.“ Hafi Gylfi heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina í morgun.Styrmir Þór Bragason Ekki kominn heim til að hafa það kósý Þrátt fyrir magnaða feril erlendis síðustu 15 ár segist Gylfi alls ekki vera kominn heim til Íslands til þess að hafa það kósý. „Alls ekki. Ég hef aldrei orðið íslandsmeistari og miðað við mannskapinn hjá Val þá tel ég ekkert því til fyrirstöðu að við berjumst um titilinn. Ég þekki nokkra mjög vel í liðinu og er að kynnast öðrum betur. Þetta er flott blanda af reynslumiklum mönnum og ungum og efnilegum strákum sem ég hlakka til þess að spila með.,“ segir Gylfi Þór. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Getur ekki beðið eftir því að byrja mótið Þá er spurning hvort Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Arnar Grétarsson þjálfari Vals segir í tilkynningu ekki geta beðið eftir því að mótið byrji en Valur hefur leik í deildinni þann 7. apríl næstkomandi er ÍA heimsækir Hlíðarenda. „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir okkur og undirstrikar þann metnað sem stjórn Knattspyrnudeildar Vals hefur. Miðað við standið á Gylfa núna og það sem hann hefur verið að sýna okkur á æfingum þá verður ekki leiðinlegt að mæta á leiki hjá okkur í sumar. Hópurinn er orðinn mjög þéttur og góður og við höfum æft vel. Getum ekki beðið eftir því að byrja þetta,“ segir Arnar. Fréttatilkynning Vals í heild sinni: Knattspyrnudeild Vals er afar stolt af því að kynna Gylfa Þór Sigurðsson sem nýjan leikmann félagsins. Gylfi gerir tveggja ára samning sem staðfestur var með undirskrift í æfingaferð félagsins í Montecastillo á Spáni nú í morgun. Leikstíll sem hentar mér „Ég er afskaplega ánægður með þá ákvörðun mína að ganga til liðs við Val sem er að mínu mati fyrirmyndar félag. Ég tel að leikstíll minn henti vel þeim fótbolta sem Valsliðið vill spila eftir að hafa æft með þeim að undanförnu. Mér hefur liðið vel frá því ég mætti á mína fyrstu æfingu og hér verður gott að vera,“ segir Gylfi Þór. Gylfi segir ákveðin atriði hafa vegið þyngra en önnur í þeirri ákvörðun sinni að ganga til liðs við Val. „Þegar ég var búinn að ákveða að koma heim fannst mér mikilvægt að velja rétt. Umhverfið sem er boðið upp á hjá Val er mjög gott og á pari við það sem best gerist á Norðurlöndunum. Svo hef ég bara góða tilfinningu fyrir klúbbnum og maður finnur að hér er mikill metnaður.“ Mættur til að vinna titil Gylfi hefur aldrei leikið með meistaraflokki hér á landi en hann fór 15 ára gamall til Reading á Englandi. Þremur árum síðar lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins og sló eftirminnilega í gegn. Gylfi spilaði síðan með Hoffenheim í Þýskalandi áður en hann gekk til liðs við Swansea. Með þeim lék hann í ensku úrvalsdeildinni en hann lék einnig fyrir Tottenham Hotspurs og Everton á Englandi. Þá hefur Gylfi verið lykilmaður í sögulegum árangri íslenska liðsins og leikið bæði á lokakeppni Evrópu- og heimsmeistaramótsins. Þrátt fyrir þennan magnaða feril segist Gylfi alls ekki vera kominn heim til Íslands til þess að hafa það eitthvað kósý. „Alls ekki. Ég hef aldrei orðið íslandsmeistari og miðað við mannskapinn hjá Val þá tel ég ekkert því til fyrirstöðu að við berjumst um titilinn. Ég þekki nokkra mjög vel í liðinu og er að kynnast öðrum betur. Þetta er flott blanda af reynslumiklum mönnum og ungum og efnilegum strákum sem ég hlakka til þess að spila með.,“ segir Gylfi Þór. Knattspyrnudeild Vals býður Gylfa Þór Sigurðsson hjartanlega velkominn til Vals og hlakkar til þess að fylgjast með honum á vellinum í sumar. Arnar Grétarsson þjálfari Vals „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir okkur og undirstrikar þann metnað sem stjórn Knattspyrnudeildar Vals hefur. Miðað við standið á Gylfa núna og það sem hann hefur verið að sýna okkur á æfingum þá verður ekki leiðinlegt að mæta á leiki hjá okkur í sumar. Hópurinn er orðinn mjög þéttur og góður og við höfum æft vel. Getum ekki beðið eftir því að byrja þetta.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. „Það er mikilvægt að hafa í huga að Gylfi Þór er að velja Val vegna þess að hann hefur trú á liðinu og þeim metnaði og umgjörð sem einkennir okkur. Þetta eru ekki hlutir sem verða til á einni nóttu. Við höfum síðustu ár lagt töluvert á okkur til þess að búa til þessa umgjörð og metnað vegna þess að við viljum að leikmenn eins og Gylfi velji Val. Það hvetur okkar ungu iðkendur og setur ákveðinn standard á sama tíma og það hjálpar okkar liðum að vera í fremstu röð.“
Fréttatilkynning Vals í heild sinni: Knattspyrnudeild Vals er afar stolt af því að kynna Gylfa Þór Sigurðsson sem nýjan leikmann félagsins. Gylfi gerir tveggja ára samning sem staðfestur var með undirskrift í æfingaferð félagsins í Montecastillo á Spáni nú í morgun. Leikstíll sem hentar mér „Ég er afskaplega ánægður með þá ákvörðun mína að ganga til liðs við Val sem er að mínu mati fyrirmyndar félag. Ég tel að leikstíll minn henti vel þeim fótbolta sem Valsliðið vill spila eftir að hafa æft með þeim að undanförnu. Mér hefur liðið vel frá því ég mætti á mína fyrstu æfingu og hér verður gott að vera,“ segir Gylfi Þór. Gylfi segir ákveðin atriði hafa vegið þyngra en önnur í þeirri ákvörðun sinni að ganga til liðs við Val. „Þegar ég var búinn að ákveða að koma heim fannst mér mikilvægt að velja rétt. Umhverfið sem er boðið upp á hjá Val er mjög gott og á pari við það sem best gerist á Norðurlöndunum. Svo hef ég bara góða tilfinningu fyrir klúbbnum og maður finnur að hér er mikill metnaður.“ Mættur til að vinna titil Gylfi hefur aldrei leikið með meistaraflokki hér á landi en hann fór 15 ára gamall til Reading á Englandi. Þremur árum síðar lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins og sló eftirminnilega í gegn. Gylfi spilaði síðan með Hoffenheim í Þýskalandi áður en hann gekk til liðs við Swansea. Með þeim lék hann í ensku úrvalsdeildinni en hann lék einnig fyrir Tottenham Hotspurs og Everton á Englandi. Þá hefur Gylfi verið lykilmaður í sögulegum árangri íslenska liðsins og leikið bæði á lokakeppni Evrópu- og heimsmeistaramótsins. Þrátt fyrir þennan magnaða feril segist Gylfi alls ekki vera kominn heim til Íslands til þess að hafa það eitthvað kósý. „Alls ekki. Ég hef aldrei orðið íslandsmeistari og miðað við mannskapinn hjá Val þá tel ég ekkert því til fyrirstöðu að við berjumst um titilinn. Ég þekki nokkra mjög vel í liðinu og er að kynnast öðrum betur. Þetta er flott blanda af reynslumiklum mönnum og ungum og efnilegum strákum sem ég hlakka til þess að spila með.,“ segir Gylfi Þór. Knattspyrnudeild Vals býður Gylfa Þór Sigurðsson hjartanlega velkominn til Vals og hlakkar til þess að fylgjast með honum á vellinum í sumar. Arnar Grétarsson þjálfari Vals „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir okkur og undirstrikar þann metnað sem stjórn Knattspyrnudeildar Vals hefur. Miðað við standið á Gylfa núna og það sem hann hefur verið að sýna okkur á æfingum þá verður ekki leiðinlegt að mæta á leiki hjá okkur í sumar. Hópurinn er orðinn mjög þéttur og góður og við höfum æft vel. Getum ekki beðið eftir því að byrja þetta.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. „Það er mikilvægt að hafa í huga að Gylfi Þór er að velja Val vegna þess að hann hefur trú á liðinu og þeim metnaði og umgjörð sem einkennir okkur. Þetta eru ekki hlutir sem verða til á einni nóttu. Við höfum síðustu ár lagt töluvert á okkur til þess að búa til þessa umgjörð og metnað vegna þess að við viljum að leikmenn eins og Gylfi velji Val. Það hvetur okkar ungu iðkendur og setur ákveðinn standard á sama tíma og það hjálpar okkar liðum að vera í fremstu röð.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39 Gylfi nálgast Val en blekið ekki komið á pappír Allt útlit er fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð. 13. mars 2024 14:08 Reiknar ekki með endurkomu Gylfa Þórs David Nielsen, nýráðinn þjálfari Íslendingaliðs Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Reiknar ekki með því að Gylfi Þór snúi aftur í leikmannahóp liðsins er hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hafa verið að plaga hann. 11. mars 2024 14:57 Valsmenn í viðræðum við Gylfa Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli. 11. mars 2024 11:01 Gylfi æfir með Valsmönnum Gylfi Þór Sigurðsson verður með Valsmönnum í æfingabúðum á Spáni sem ýtir enn frekar undir orðróminn um að hann verði með Valsliðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. 9. mars 2024 13:11 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39
Gylfi nálgast Val en blekið ekki komið á pappír Allt útlit er fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð. 13. mars 2024 14:08
Reiknar ekki með endurkomu Gylfa Þórs David Nielsen, nýráðinn þjálfari Íslendingaliðs Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Reiknar ekki með því að Gylfi Þór snúi aftur í leikmannahóp liðsins er hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hafa verið að plaga hann. 11. mars 2024 14:57
Valsmenn í viðræðum við Gylfa Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli. 11. mars 2024 11:01
Gylfi æfir með Valsmönnum Gylfi Þór Sigurðsson verður með Valsmönnum í æfingabúðum á Spáni sem ýtir enn frekar undir orðróminn um að hann verði með Valsliðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. 9. mars 2024 13:11