Kim keyrði skriðdreka á æfingu Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 10:23 Kim keyrði skriðdreka á æfingu hers Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Einræðisherrann sjálfur settist undir stýri á einum skriðdreka og tók þátt í æfingu þar sem líkt var eftir orrustu. Kim kallaði umrædda skriðdreka þá öflugustu í heimi, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Skriðdrekar þessir voru fyrst sýndir í skrúðgöngu árið 2020 en sérfræðingar segja þessa sem sést hafa á myndum af æfingunni hafa verið betrumbættir síðan þá. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að óljóst sé hvort Norður-Kórea hafi bolmagn og kunnáttu til að framleiða skriðdrekana í massavís. Kim hylltur af hermönnum.AP/KCNA Kim hefur verið iðinn við að láta taka af sér myndir með hermönnum og við æfingar. Á dögunum voru birtar myndir af Kim þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa stórskotaliðsárásir og þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa árásir. Hermennirnir sem æfðu stórskotaliðsárásirnar í síðustu viku tilheyra herdeild sem hefur það hlutverk að gera slíkar árásir á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í upphafi mögulegs stríðs milli ríkjanna. Norður-Kórea gæti látið sprengjum rigna yfir borgina. Árlegri heræfingu í Suður-Kóreu lýkur síðar í dag en slíkar æfingar valda iðulega reiði í Pyongyang. Spennan á Kóreuskaga hefur þó aukist til muna á undanförnum árum og Kim og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað hótað stríði á undanförnum mánuðum. Kim Jong Un æfir sig að skjóta úr byssu.AP/KCNA Í ræðu sem hann hélt í janúar hét Kim því að fjarlægja úr stjórnarskrá Norður-Kóreu klásúlu um að ríkið sæktist eftir friðsamri sameiningu með Suður-Kóreu. Þess í stað yrði Suður-Kórea skilgreint sem helsti óvinur Norður-Kóreu og að þar myndi standa að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea innlima Suður-Kóreu. Ónafngreindur ráðgjafi forseta Suður-Kóreu sagði blaðamönnum fyrr í vikunni að breyttur tónn Kims markaði ekki bara aukinn áróður heldur markvissa stefnubreytingu gagnvart Suður-Kóreu. Kim hefur sótt margar heræfingar að undanförnu.AP/KCNA Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37 Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Einræðisherrann sjálfur settist undir stýri á einum skriðdreka og tók þátt í æfingu þar sem líkt var eftir orrustu. Kim kallaði umrædda skriðdreka þá öflugustu í heimi, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Skriðdrekar þessir voru fyrst sýndir í skrúðgöngu árið 2020 en sérfræðingar segja þessa sem sést hafa á myndum af æfingunni hafa verið betrumbættir síðan þá. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að óljóst sé hvort Norður-Kórea hafi bolmagn og kunnáttu til að framleiða skriðdrekana í massavís. Kim hylltur af hermönnum.AP/KCNA Kim hefur verið iðinn við að láta taka af sér myndir með hermönnum og við æfingar. Á dögunum voru birtar myndir af Kim þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa stórskotaliðsárásir og þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa árásir. Hermennirnir sem æfðu stórskotaliðsárásirnar í síðustu viku tilheyra herdeild sem hefur það hlutverk að gera slíkar árásir á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í upphafi mögulegs stríðs milli ríkjanna. Norður-Kórea gæti látið sprengjum rigna yfir borgina. Árlegri heræfingu í Suður-Kóreu lýkur síðar í dag en slíkar æfingar valda iðulega reiði í Pyongyang. Spennan á Kóreuskaga hefur þó aukist til muna á undanförnum árum og Kim og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað hótað stríði á undanförnum mánuðum. Kim Jong Un æfir sig að skjóta úr byssu.AP/KCNA Í ræðu sem hann hélt í janúar hét Kim því að fjarlægja úr stjórnarskrá Norður-Kóreu klásúlu um að ríkið sæktist eftir friðsamri sameiningu með Suður-Kóreu. Þess í stað yrði Suður-Kórea skilgreint sem helsti óvinur Norður-Kóreu og að þar myndi standa að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea innlima Suður-Kóreu. Ónafngreindur ráðgjafi forseta Suður-Kóreu sagði blaðamönnum fyrr í vikunni að breyttur tónn Kims markaði ekki bara aukinn áróður heldur markvissa stefnubreytingu gagnvart Suður-Kóreu. Kim hefur sótt margar heræfingar að undanförnu.AP/KCNA
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37 Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37
Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31