Innlent

Kjara­samningar undir­ritaðir en skólamáltíðir í upp­námi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýgerða kjarasamninga sem undirritaðir voru á milli verslunarmanna og SA í nótt.

Ekkert verður því af boðuðum verkföllum VR á Keflavíkurflugvelli né verkbanni sem vofði yfir skrifstofufólki.

Enn er ekki ljóst hvort öll sveitarfélög muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir eins og um var samið á dögunum. Deilt er um málið á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú stendur yfir.

Þá heyrum við í rektor Háskóla Íslands um þá ákvörðun að hefja gjaldtöku á bílastæðum skólans.

Í íþróttafréttum verður síðan fjallað um vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar sem skrifað hefur undir hjá Valsmönnum og þá er risaleikur framundan í Subway deildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×